Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
3. (1912). fundur
21.01.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001275 - Kynning á þjónustukönnun Gallup
Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, starfsmaður GI rannsókna ehf. og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa Garðabæjar á árinu 2019 sem í öllum meginatriðum er jákvæð í helstu málaflokkum. Bæjarráð samþykkir að vísa þjónustukönnuninni til umfjöllunar nefnda.
Garðabær_2019_má_birta.pdf
2. 1911057 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi að Víkurgötu 2.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis fjölbýlishússins að Víkurgötu 2 þó að þak á bílgeymslu verði útfært með viðarpöllum og hellulögn í stað grasþekju en um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrir liggur jákvæð umsögn deiliskipulagsráðgjafa.
3. 1907083 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi að Víkurgötu 19.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts sem felst í breytingu á byggingarreit lóðarinnar að Víkurgötu 19, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga.
4. 1706258 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi að Hraungötu 8.
Bæjarráð samþykkir með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að óverulegri breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna svalaskýlis við einbýlishúsið að Hraungötu 8. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga og bárust tvær athugasemdir. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar, lögð hafa verið fram viðbótargögn og haldnir fundir með málsaðilum. Breytingin skal send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
5. 1911282 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi að Krókamýri 46.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að leyfa útgáfu byggingarleyfis samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna viðbyggingar og breytinga á einbýlishúsinu við Krókamýri 46. Grenndarkynning hefur farið fram samkvæmt 2. mgr. sömu greinar og bárust engar athugasemdir.
6. 1808350 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja með vísan til 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 tillögu svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins um breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 þar sem vaxtamörk á Álfsnesi eru færð út.
7. 1910311 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðis við Kjóavelli.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæði við Kjóavelli . Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Þar sem um sameignlegt skipulag Kópavogs og Garðabæjar er að ræða þarf að liggja fyrir samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulaginu.
8. 2001154 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda vegna lóða við Eskiás.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um óverulega breyting á deiliskipulagi Ása og Grunda er varðar lóðir við Eskiás , sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að ákvæði um heimild fyrir kjallararýmum fellur brott og B-rými reiknast til grundvallar nýtingarhlutfalli. Heildarbyggingamagn er óbreytt.
Skipulagsnefnd samþykkir samkvæmt í heimild í 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda/lóðarhafa.
9. 1911109 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga austurhluta Urriðaholts.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn lóðarhafa að Hraungötu 15-19 um breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga austurhluta Urriðaholts vegna fjölgunar íbúða.
10. 1910415 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna aðkomutákns.
Bæjarráð samþykkir með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna við aðkomutákns. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga og barst ein athugasemd. Athugasemdin hefur verið yfirfarin. Breytingin skal send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

11. 1912287 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Traðarreitur -austur.
Lögð fram.
12. 1910423 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að skipulagi skíðasvæða í Bláfjöllum innan bæjarmarka Sveitarfélagsins Ölfus.
Lögð fram.
13. 1909193 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna aðstöðu fyrir kajakklúbb.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis sem gerir ráð fyrir lóð fyrir uppsátri og naust á fjörukambi í landi Katrínarkots. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Garðahverfi er verndarsvæði í byggð og skal tillagan send Minjastofnun til umsagnar.
14. 1909205 - Afgreiðsla fjölskylduráðs varðandi breytingu á jafnréttisstefnu Garðabæjar 2019-2022.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur fjölskylduráðs um breytingar á grein 3.4 og grein 3.5 í jafnréttisstefnu Garðabæjar.
15. 1907114 - Afgreiðsla fjölskylduráðs og öldungaráðs varðandi reglur um akstursþjónustu aldraðra í Garðabæ.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir reglum um akstursþjónustu aldraðra.

Bæjarráð samþykkir að vísa reglum um akstursþjónustu aldraðra í Garðabæ til afgreiðslu bæjarstjórnar.
16. 2001224 - Reglur um hvatapeninga 2020.
Bæjarráð samþykkir reglur um hvatapeninga til að gilda á árinu 2020.
17. 1904058 - Erindi JÁS lögmanna varðandi skipulagsmál að Hrauntungu, dags. 28.03.19.
Bæjarstjóri kynnti drög að svarbréfi við bréfi lögmanna frá 28. mars sl. Bæjarstjóra falið að svara bréfinu.
Vegna Hrauntungu.pdf
18. 2001238 - Bréf nemenda við Garðaskóla varðandi styrk til námsferðar til Kaupmannahafnar.
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra og fræðslu- og menningarsviðs.
Styrkbeiðni vegna námsferðar til Kaupmannahafnar.pdf
19. 2001273 - Fyrirspurn Garðabæjarlistans um kærumál.
Lagt fram yfirlit um ólokin mál Garðabæjar sem eru til meðferðar hjá
kærunefndum og dómstólum.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, vék af fundi kl. 08:50.
fyrirspurn bæjarráð 21. jan.pdf
20. 1912161 - Svar við fyrirspurn Garðabæjarlistans um niðurgreidda leigubílaakstursþjónustu eldri borgara.
Svar við fyrirspurn lagt fram.
Svar vegna fyrirspurnar um akstursþjónustu eb_ garaðbæjarlistinn.pdf
21. 1912157 - Svar við fyrirspurn um lýðræðisstefnu Garðabæjar.
Svar við fyrirspurn lagt fram.
Fyrirspurn frá SDS dags_svar200120.pdf
22. 1912075 - Kauptilboð í byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði - Garðahraun 1.
Bæjarráð samþykkir kauptilboð Regins hf., kt. 630109-1080 að fjárhæð kr. 276.000.000 í byggingarrétt lóðarinnar við Garðahraun 1.

Gunnar Valur Gíslason, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

23. 1811027 - Úthlutunar- og útboðsskilmálar fyrir sölu byggingarréttar á lóðum við Breiðumýri.
Bæjarráð samþykkir úthlutunar- og útboðsskilmála fyrir sölu byggingarréttar á lóðum við Breiðumýri á Álftanesi.
24. 1808087 - Framkvæmdir - Vífilshöllin - fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri
Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála varðandi framkvæmdir við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).