Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð Garðabæjar
7. fundur
16.06.2021 kl. 14:00 kom fjölskylduráð Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson formaður, Bjarni Theódór Bjarnason aðalmaður, Margrét Íris Baldursdóttir varamaður, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður, Hildigunnur Árnadóttir umsjónarfélagsráðgjafi, Snædís Björnsdóttir verkefnastjóri, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2101387 - Barnaverndarmál -
Tekið er fyrir barnaverndarmál nr. 2101387. Forsvarsmenn aðila málsins komu fyrir ráðið og reifuðu sín sjónarmið. Auk þess var farið yfir ítarlega greinargerð félagsráðgjafa í barnavernd Garðabæjar og önnur fyrirliggjandi gögn málsins. Fjölskylduráð leggur fyrir fjölskyldusvið að vinna málið áfram samkvæmt nánari bókun þar um sem finna má í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
2. 2101267 - Ættleiðing barns - beiðni um umsögn
Tekin er fyrir beiðni sýslumanns um könnun á högum og mati á hæfni umsækjanda vegna fyrirhugaðrar ættleiðingar. Á grundvelli úttektar félagsráðgjafa í barnavernd og fyrirliggjandi gagna er mælt með útgáfu forsamþykkis vegna ættleiðingar barns erlendis frá til umsækjenda. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
3. 1904211 - Reglur um NPA
Tekið er fyrir mál nr. 1904211, drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk í Garðabæ. Lagt fram til kynningar og umræðu. Fjölskylduráð fjallar um þær athugasemdir sem borist hafa við einstaka liði reglnanna og gerir ekki athugasemdir við drögin eins og þau eru lögð fram. Fjölskylduráð vísar málinu til afgreiðslu og samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
4. 2105045 - Endurúttekt á stuðningsfjölskyldu
Tekið er fyrir mál nr. 2105045, beiðni Keðjunnar um úttekt vegna umsóknar um endurnýjun leyfis til að gerast stuðningsfjölskylda. Fyrir liggur greinargerð félagsráðgjafa í barnavernd. Á grundvelli þess og annarra gagna mælir fjölskylduráð Garðabæjar með endurútgáfu stuðningsfjölskylduleyfis til umsækjenda. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
5. 2105314 - Beiðni um úttekt á stuðningsfjölskyldu
Tekið er fyrir mál nr. 2105314, beiðni Keðjunnar um úttekt vegna umsóknar um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda. Fyrir liggur greinargerð ráðgjafa í barnavernd. Á grundvelli þess og annarra fyrirliggjandi gagna mælir fjölskylduráð Garðabæjar með útgáfu stuðningsfjölskylduleyfis til umsækjenda. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
6. 2105145 - Ósk um endurupptöku á ákvörðun um lok á leigusamningi í félagslegri leiguíbúð
Tekið er fyrir mál nr. 2105145, beiðni um endurskoðun ákvörðunar um lok leigusamnings um félagslegt leiguhúsnæði í Garðabæ. Ákvörðun afgreiðsufundar húsnæðismála er staðfest. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
7. 2106268 - Umsókn um fjárhagsaðstoð - NLFÍ
Tekið er fyrir mál nr. 2106268 áfrýjun á synjun um fjárhagsaðstoð til niðurgreiðslu á endurhæfingu hjá heilsustofnun NLFÍ. Niðurstaða afgreiðslufundar fjárhagsaðstoðar um synjun styrks er staðfest. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
8. 1911163 - Lýðræðisstefna Garðabæjar- endurskoðun
Tekin er fyrir staða endurskoðunar lýðræðisstefnu Garðabæjar. Fjölskylduráð samþykkir að drög að stefnunni verði tekin fyrir á fundi sínum í ágúst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).