Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
11. fundur
24.09.2021 kl. 13:00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Sólveig Helga Jóhannsdóttir .

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2108677 - Eikarás 1 aukaíbúð nýtt fastanúmer -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn þess efnis hvort heimilað verði að skipta húsi upp í tvær eignir.
Svar: Þar sem að húsið er í grónu einbýlishúsahverfi er mjög ólíklegt að skipulagsyfirvöld í Garðabæ fallist á að samþykkja aukaíbúð. Dæmi um að sambærilegum beiðnum hafi verið hafnað eru mörg.
2. 1906181 - Jafnakur 8 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits í átt að opnu svæði. Innan stækkaðs byggingarreits verið heimilt að reisa viðbyggingu fyrir útigeymslu sem verði að hámarki 2.9 m að hæð. Fjarlægð stækkaðs byggingarreits að lóðarmörkum er 50 cm.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Akra í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarskynna skal eigendum Jafnakurs 5,6 og 7 sem og Kornakurs 7, Sandakurs 18,20,22,24 og 27 og Skeiðakurs 7 og 8.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
3. 2109366 - Borgarás 10 - Bílastæði - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð tillaga að breytingu deiliskipulags um hvort heimiluð verði 4 bílastæði á framlóð Borgaráss 10.
Deiliskipulag skilgreinir ekki bílastæði á lóðinni en allt mælir með því að gert sé ráð fyrir þeim.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hraunsholts vestra (Ásahverfis) í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarskynna skal eigendum Borgaráss 2,4,6,8 og 12 sem og Melás, 7,9 og 11.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
4. 2107272 - Maríugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð umsókn um byggingarleyfi fyrir Maríugötu 5 þar sem ekki er gert ráð fyrir að stigagangur sé gegnumgengur frá aðkomuhlið og út í garð og hvort heimilað verði að reisa sorpgeymslu utan byggingareits.
Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar um fyrirspurnina.
Með vísan í umsögn deiliskipulagshöfundar mælir skipulagsstjóri ekki með því að vikið verði frá ákvæði deiliskipulags um að gegnumgengt verði um stigagang á neðstu hæð.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar um sorpgeymslu utan byggingarreits enda liggi samþykki eigenda aðliggjandi lóðar fyrir.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
5. 2109076 - Maríugata 7 - Frávik í deiliskipulagi -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Maríugötu 7 um það hvort heimilað verði að stigagangur sé ekki gegnumgengur frá aðkomuhlið og út í garð og hvort heimilað verði að reisa sorpgeymslu utan byggingareits.
Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar um fyrirspurnina.
Með vísan í umsögn deiliskipulagshöfundar mælir skipulagsstjór ekki með því að vikið verði frá ákvæði deiliskipulags um að gegnumgengt verði um stigagang á neðstu hæð.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar um sorpgeymslu utan byggingarreits enda liggi samþykki eigenda aðliggjandi lóðar fyrir.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
6. 2109068 - Kinnargata 44-80. Fyrirspurn um frávik frá deiliskipulagsskilmálum
Lögð fram fyrirspurn hönnuðar um litaval og uppbrot.
Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar
Með vísan í umsögnina gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar um þau atriði sem spurt er um.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).