Fundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar
32. fundur
15.06.2021 kl. 16:15 kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger aðalmaður, Þorri Geir Rúnarsson aðalmaður, Stefanía Magnúsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2106128 - Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti.
ÍTG fagnar þessu erindi og beinir því til fræðslusviðs að vinna með ábyrgðaraðilum og stýrihóp forsætisráðuneytis við að koma áætluninni til framkvæmdar.
Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - Undirritað bréf til sveitarstjórna.pdf
Bréf til stofnana sveitarfélaga um aðgerðaráætlun.pdf
2. 2012127 - Íþróttastefna Garðabæjar til endurskoðunar
Ákveðið að yfirfara íþróttastefnuna og tengja hana við þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Garðabær hefur samþykkt. Stefnt að því að kynna uppfærða íþróttastefnu í haust.
3. 2106300 - SEM fuglinn fljúgandi
ÍTG samþykkir að styrkja SEM samtökin til kaupa á utanvegahjólum í verkefninu "SEM- fuglinn fljúgandi" um kr. 150.000,-
FW: SEM fuglinn gljúgandi.pdf
4. 2106116 - Velferðarþing Garðabæjar
Rætt um hugmynd að "Velferðarþingi" í tengslum við forvarnarviku Garðabæjar. Málefninu vísað til undirbúningsnefndar forvarnarviku.
Önnur mál:

a) "Sumarfjör", leikjanámskeið fara fram á skólalóðum í sumar í tengslum við atvinnuátak skólafólks. Boðið er upp á viku í senn.

b) Sumarstörf; Rúmlega 1200 ungmenni eru skráð í heildina í sumarátakinu í Garðabæ.

c) Kynningar á Amerískum fótbolta fóru fram í 3 skólum í Garðabæ í vor.

d) Stefanía greindi frá styrk til FEBG frá landssambandi eldri borgara. FEBG hefur nýverið skrifað undir samning við Garðabæ um styrk til að halda úti heilsurækt og félagsstarfi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).