Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
14. (910). fundur
20.10.2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Fundargerð fundar bæjarstjórnar frá 4. október 2022 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2210015F - Fundargerð bæjarráðs frá 11/10 ´22.
Björg Fenger, ræddi 8. tl., fundargerðir ungmennaráðs frá 15/2 og 26/9 ´22.

Fundargerðin sem er 9 tl., er samþykkt samhljóða.
2. 2210027F - Fundargerð bæjarráðs frá 18/10 ´22.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 1. tl., upplýsingar um stöðu mála í Miðgarði og 2. tl., fjárhagsáætlun 2023 (2023-2026).

Þorbjörg lagði fram eftirfarandi bókun varðandi fjárhagsáætlun.

„Í því árferði sem nú er verður að horfa sérstaklega til þess við gerð fjárhagsáætlunar hvaða áhrif forgangsröðun og ákvarðanir bæjarstjórnar hafa á útgjöld tekjulægstu hópanna innan samfélagsins okkar, t.d. ungs barnafólks og eldri borgara. Garðabæjarlistinn vill halda aftur af gjaldskrárhækkunum eins og kostur er.“

Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., upplýsingar um stöðu mála í Miðgarði, 2. tl., fjárhagsáætlun 2023 (2023-2026) og 3. tl., tillögu um lækkun á leyfðum hámarkshraða á Garðaholti.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 3. tl., tillögu um lækkun á leyfðum hámarkshraða á Garðaholti.

Fundargerðin sem er 15 tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2003434 - Tillaga um lækkun á leyfðum hámarkshraða á Garðaholti.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu um lækkun á leyfðum hámarkshraða í 30 km/klst á Garðavegi frá afleggjara að Garðakirkju að afleggjara að bæjunum Dysjar/Pálshús. Einnig er lagt til að lækka hámarkshraða í 30 km/klst. á Garðaholtsvegi um 50 metra frá gatnamótunum að Garðavegi.
Fyrir liggur minnisblað Eflu verkfræðistofu, dags. 26.09.222 og jákvæð umsögn lögreglu. Auglýsing skal birt í B-deild Stjórnartíðinda varðandi sérákvæði fyrir umferð í Garðabæ í samræmi við framlagða tillögu, sbr. 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.“ (Mál nr. 2003434)
 
3. 2210004F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 5/10 ´22.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 1. tl., tillögur um nýtingu á óráðstöfuðu rými í Miðgarði.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., tillögur um nýtingu á óráðstöfuðu rými í Miðgarði.

Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., tillögur um nýtingu á óráðstöfuðu rými í Miðgarði.

Fundargerðin lögð fram.
4. 2210014F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 12/10 ´22.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 1. ? 27. tl., úthlutun styrkja vegna landsliðsverkefna íþróttafólks úr Garðabæ og önnur mál þar sem fjallað var um forvarnarviku í Garðabæ og dansleik eldri borgara á Garðaholti.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi önnur mál, dansleik eldri borgara á Garðaholti og forvarnarviku.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi önnur mál, dansleik eldri borgara á Garðaholti.

Fundargerðin lögð fram.
5. 2209060F - Fundargerð leikskólanefndar frá 4/10 ´22.
Almar Guðmundson, ræddi 1. tl., ársskýrslur leikskóla bæjarins 2021-2022.

Fundargerðin lögð fram.
6. 2210019F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 12/10 ´22.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 1. tl., fegrun og nafngiftir hringtorga í bænum, 2. tl., hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Garðabæjar og 5. tl., listahátíðina Rökkvu á Garðatorgi 28. október nk.

Fundargerðin lögð fram.
7. 2209061F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 30/9 ´22.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., starfsáætlanir grunnskóla 2022-2023, 2. tl., Menntadaginn í Garðabæ og 4. tl. kynningu og samtal við stjórnendur Álftanesskóla.

Fundargerðin lögð fram.
8. 2210016F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 12/10 ´22.
Stella Stefánsdóttir, ræddi 1. tl., mengunarmælingar við ylströnd á Sjálandi, 2. tl., ályktun Skógræktarfélags Íslands varðandi græna stíginn og 6. tl., tillögur umhverfisnefndar til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

Fundargerðin lögð fram.
9. 2210026F - Fundargerð öldungaráðs frá 13/10 ´22.
Harpa Rós Gísladóttir, ræddi 2. tl., aukið félagsstarf fullorðinna árið 2022, 3. tl., stefnu í málefnum eldri borgara, 4. tl., heilsugæslu og heilsuvernd eldri borgara og 5. tl., tillögur um nýtingu á óráðstöfuðu rými í Miðgarði. Þá Ræddi Harpa Rós hugmyndir sem til umræðu komu á fundinum um sameiningu félaga eldri borgara í bænum.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi hugmyndir um sameiningu félaga eldri borgara í bænum.

Almar Guðmundsson, ræddi hugmyndir að sameiningu félaga eldri borgara í bænum.

Fundargerðin lögð fram.
10. 2203020 - Fundargerð 39. eigendafundar Sorpu bs. frá 3/10 ´22.
Fundargerðin lögð fram.
11. 2201292 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 26/8, 23/9 og 29/9 ´22.
Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi stöðu mála varðandi urðunarstað, stöðu gallamála í GAJU, og uppsögn lóðarleigusamnings fyrir endurvinnslustöð við Dalveg.

Fundargerðin lögð fram.
12. 2201214 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16/9 ´22.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi málefni og þjónustu Strætó bs. Sara Dögg lagði fram eftirfarandi bókun.

„Það gengur engan veginn upp að endurtekið komi fram ákvarðanir stjórnar Strætó bs. um skerðingu á þjónustu. Þjónustu sem er almenningsþjónusta, mjög mikilvæg þjónusta sem varðar ekki bara mikilvægt val í sjálfu sér um samgöngumáta heldur mjög mikilvæg þegar horft er til, jafnréttissjónarmiða. Almenningssamgöngur eru jafnréttistæki. Þá ber að horfa til öryggissjónarmiða en það varðar öryggi íbúa að komast á milli staða með öruggum hætti og síðast en ekki síst eru almenningssamgöngur lykill í stýringu á að ná fram markmiðum í loftslagsmálum.“

Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi málefni og þjónustu Strætó bs.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi málefni og þjónustu Strætó bs.

Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi að nýju málefni og þjónustu Strætó bs.

Björg Fenger ræddi málefni og þjónustu Strætó bs.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi að nýju málefni og þjónustu Strætó bs.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju málefni og þjónustu Strætó bs.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi að nýju málefni og þjónustu Strætó bs.

Björg Fenger, ræddi að nýju málefni og þjónustu Strætó bs.

Almar Guðmundsson, ræddi málefni og þjónustu Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

13. 2201365 - Fundargerð stjórnar SSH frá 3/10 ´22.
Fundargerðin lögð fram.
14. 2203017 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 14/10 ´22.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., samþykkt nefndarinnar á skipulagslýsingu varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna tillögu um breytingu á vaxtarmörkum í Rjúpnahlíð í Garðabæ og 5. tl. ályktun Skógræktarfélags Íslands varðandi græna stíginn.

Fundargerðin lögð fram.
15. 2201281 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsv. frá 12/10 ´22.
Fundargerðin lögð fram.
16. 2210262 - Samstarfssamningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um velferðarþjónustu.
Almar Guðmundsson, fylgdi úr hlaði tillögu að samstarfsamning sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um velferðarþjónustu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.

„Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti drög að nýjum samstarfssamningi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um samráð og samstarf á sviði velferðarþjónustu og felur bæjarstjóra undirritun hans.“
17. 2210197 - Gjaldskrá heilbrigðiseftirlits vegna leyfisveitinga, eftirlits og annarrar gjaldskyldrar starfsemi.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsins árið 2023.
18. 2210197 - Gjaldskrá fyrir hundahald.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá hundahalds árið 2023.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).