Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
20. (1928). fundur
26.05.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2005339 - Greiðslur til sjálfstætt starfandi skóla - minnisblað SSH.
Á fund bæjarráðs mættu Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH. Hildigunnur gerði grein fyrir minnisblaði um greiðslur til sjálfstætt starfandi skóla vegna skertra greiðslna frá foreldrum vegna áhrifa Covid19.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við sjálfstætt starfandi skóla um greiðslur til skólanna vegna skertra greiðslna frá foreldrum á dvalargjöldum á þeim tíma sem takmörkuð þjónusta var í boði vegna áhrifa Covid19.
2. 2003449 - Covid19 - fjárhagslegar aðgerðir.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir innheimtu staðgreiðslu útsvars í maí og eru tekjur um 8 - 10% lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Á ársgrundvelli nemur áætlaður samdráttur útsvarstekna um 800 - 850 mkr.

Á fundi bæjarráðs 31. mars sl. var samþykkt aðgerðaráætlun að fyrstu viðbrögðum Garðabæjar sem gerði ráð fyrir viðbótarfjárveitingum til eftirfarandi framkvæmda.

Samveitur - verkframkvæmdir 100,0 mkr
Búsetuúrræði fyrir fatlað fólk 100,0 mkr

Bæjarstjóri kynnti tillögur að frestun eftirfarandi framkvæmda.

Bæjargarður-útivistarstígur 50,0 mkr.
Garðatorg 100,0 mkr.
Minjagarður við Hofsstaði 50,0 mkr.

Bæjarráð samþykkir tillögur um breytingar á framkvæmdaáætlun og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun.
3. 2005266 - Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi Covid19 á fjárhag sveitarfélaga, dags. 14.05.20.
Lagt fram.
4. 2003437 - Hraunkot við Álftanesveg - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Nuno Alexandre Bentim Servo, kt. 240676-2069, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús að Hraunkoti við Álftanesveg.
5. 2003173 - Haukanes 24 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Antoni Kristni Þórarinssyni, kt. 140379-4339, leyfi fyrir endurbyggingu og stækkun núverandi einbýlishúss að Haukanes 24.
6. 2003195 - Hraungata 52-Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gunnhildi Hlín Snorradóttur, kt. 260284-2239, leyfi fyrir byggingu parhúss að Hraungötu 52.

7. 2003172 - Hraungata 54 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Nönnu Bryndísi Snorradóttur, kt. 030588-2239, leyfi fyrir byggingu parhúss að Hraungötu 54.
8. 2002219 - Keldugata 6 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðmundi Ásmundssyni, kt. 090360-4509, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Keldugötu 6.
9. 2005305 - Keldugata 8 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðmundi Ásmundssyni, kt. 090360-4509, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Keldugötu 8.
10. 2005304 - Keldugata 10 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðmundi Ásmundssyni, kt. 090360-4509, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Keldugötu 10.
11. 2005303 - Keldugata 12 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðmundi Ásmundssyni, kt. 090360-4509, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Keldugötu 12.
12. 1907114 - Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara í Garðabæ.
Bæjarráð vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13. 2005309 - Tilkynning Kópavogsbæjar um kynningu á breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Traðarreitur-eystri, þróunarsvæði fyrir íbúðarbyggð.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).