Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
1. fundur
16.01.2020 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1804367 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030-Breyting 1-Vífilstaðaland-rammahluti.
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Vífilsstaðalands (Þróunarsvæðis B) að lokinni forkynningu.
Einnig lagðar fram tillögur að deiliskipulagi Hnoðraholts norðurhluta, Vetrarmýrar og Rjúpnadals sem forkynntar voru samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Lagðar fram ábendingar sem borist hafa. Skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundum með skipulagsráði Kópasvogs og með Vegagerðinni og SSH þar sem tillögurnar voru ræddar. Umsagnir þessara aðila hafa enn ekki borist en þær eru væntanlegar innan skamms.
Ábendingum vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
2. 1912229 - Kirkjugarður í Rjúpnadal - Tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum
Lögð fram drög að matsáætlun vegna kirkjugarðs í Rjúpnadal sem um leið er haugsetningarsvæði.
3. 1504148 - Lundahverfi - nýtt deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Lundahverfis að lokinni auglýsingu. Athugasemdir sem borist hafa lagðar fram. Vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.
4. 1909193 - Kajak klúbburinn Sviði - aðstaða
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir lóð fyrir uppsátur og naust á fjörukambi í landi Katrínarkots. Lóðin er 100 m2 að stærð og gert ráð fyrir byggingarreit 5,25x6 m. Þar verði heimilt að reisa naust sem verði 30 m2 að hámarksgrunnfleti, mænishæð 3 m, vegghæð 1,5 m. Lóðin er utan marka friðlýsts svæði búsvæðaverndar Skerjafjarðar. Garðahverfi nýtur verndar sem verndarsvæði í byggð og samkvæmt 4.mgr. 6.gr.laga um verndarsvæði í byggð skal auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd. Skipulagsnefnd vísar breytingartillögunni til auglýsingar skv. 1.mgr.43.gr.Skipulagslaga. Leita skal umsagnar Minjastofnunar vegna verndarsvæðis í byggð og Umhverfisstofnunar vegna nálægðar við friðlýst svæði.
Baldur Ó.Svavarsson bókar eftirfarandi: "Enn er verið að leggja til breytingar á deiliskipulagi Garðahverfis. Bendi á að hér þarf byggingarskilmála sem horfa til byggðamynsturs 20.aldar og þeirra furðulegu kvaða sem gilda um nýbyggingarnar á svæðinu."
5. 2001154 - Eskiás - óveruleg breyting á deiliskipulagi Ása og Grunda.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda (svæði L1 og L2) sem gerir ráð fyrir því að B-rými reiknist til grundvallar nýtingarhlutfalli og að ákvæði um kjallara verði fellt út úr tillögunni. Skipulagsnefnd metur breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Þar sem að grenndaráhrif breytingarinnar eru eru hverfandi að mati nefndarinnar er grenndarkynning felld niður sbr. 3.mgr.44.gr.sömu laga.
6. 1910415 - Arnarnes deiliskipulagsbreyting vegna aðkomutákns
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Arnarness sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir aðkomutákn við Hafnarfjarðarveg að lokinni grenndarkynningu. Lögð fram athugasemd sem borist hefur en þar er spurt hvort táknið sé ekki of stórt og myndi hugsanlega hvin undir ákveðnum veðurskilyrðum.
Skipulagsnefnd telur táknið ekki of stórt og bendir á að upphaflega hafi það verið hugsað talsvert miklu stærra. Ekki er unnt að meta til fullnustu hvort hvinur myndist við ákveðin skilyrði. Ef til þess kemur þarf að ráðast í aðgerðir til þess að koma í veg fyrir hvin ef sýnt verður fram á að hann valdi íbúðum aðliggjandi húsa óþægindum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
7. 1911282 - Krókamýri 46 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi að Krókamýri 46 að lokinni grenndarkynningu í samræmi við 44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Ekkert deiliskipulag telst í gildi í Mýrum. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd gerir ekki athhugasemd við að byggingarleyfi verði veitt.
8. 1910311 - Kjóavellir-Garðabæjarhluti, dsk breytingar
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Kjóavalla sem gerir m.a. ráð fyrir breytingum á legum byggingarreita ofan götu í Rjúpnahlíð og svæði fyrir heygeymslu. Ekki er gert ráð fyrir breytingum innan lögsögu Kópavogs í þessari tillögu. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Tillögunni vísað til umfjöllunar hjá skipulagsráði Kópavogs.
9. 1706258 - Hraungata 8 (áður 10) - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Urriðaholts vesturhluta sem nær til lóðarinnar Hraungata 8. Tillagan var grenndarkynnt og bárust tvær athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 4. október 2019 var mælt með að hafna tillögunni með vísan til athugasemda sem höfðu borist. Á fundi bæjarstjórnar 17. október 2010 var málinu vísað að nýju til skipulagsnefndar með vísan til þess að ný gögn höfðu borist frá eiganda Hraungötu 8.
Tillagan gerir ráð fyrir sólskýli á svölum 2.hæðar.
Athugsemdir sem bárust lagðar fram ásamt erindi frá umsækjanda.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Vísað er til þess að lokað svalarými hefði verið heimilt án grenndarkynningar ef útfærsla þakskyggnis hefði verið með öðrum hætti og þá hefðu áhrif hins lokaða rýmis verið þau sömu á aðliggjandi lóð.
Baldur Ó.Svavarsson óskar eftir því að í bókun komi fram að hann hafi lagt til við fyrri afgreiðslu málsins að þetta væri skynsamlegasta niðurstaðan.

10. 1907083 - Víkurgata 19 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að útfærslu sem gerir ráð fyrir svölum sem ná út fyrir ytri bygginarreit.
Skipulagsstjóri gerir grein fyrir útfærslu ytri byggingarreits á viðkomandi lóð sem er með öðrum hætti en annarra einbýlishúslóða við Víkurgötu að neðanverðu. Er hér um mistök við gerð skipulagsins að ræða. Skipulagsnefnd leggur til að ytri byggingarreit verði breytt til samræmis við útfærslu annarra lóða. Nefndin metur þá breytingu sem óverulega breytingu deiliskipulags Urriðaholts vesturhluta og vísar henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum Víkurgötu 10, 12, 17 og 21. Skipulagsstjóra er heimilt að stytta tíma grenndarkynningar er hlutaðeigandi hafa með áritun sinni staðfest að þeir gerir ekki athugasemd við tillöguna. Skipulagsnefnd mælir með því að byggingarleyfisumsókn verði innan heimilda deiliskipulagsins eftir breytinguna.
11. 1911057 - Víkurgata 2 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram fyrirspurn hönnuðar um það hvort heimilað verði að þak bílageymslu verði útfært með viðapöllum og hellulögn í stað grasþekju eins og deiliskipulag kveður á um. Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar sem Urriðaholt ehf er samþykk. Umsögn er jákvæð. Með vísan til umsögnina gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað þessi atriði varðar.
12. 1912164 - Holtsvegur 53 - stækkun bílageymslu - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
13. 1911109 - Hraungata 15, 17 og 19. Deiliskipulagsbreyting. Urriðaholt, austurhluti 1.
Lögð fram umsókn lóðarhafa um fjölgun íbúða um 3 ásamt breytingum sem þeirri fjölgun fylgir. Lögð fram umsögn deiliskipualgshöfundar sem Urriðaholt ehf er samþykk.
Þó að koma megi auknu magni íbúða fyrir á lóð án aukins byggingarmagns þá eru lóðirnar seldar miðað við ákveðið byggingarmagn og ákveðin fjölda íbúða og því má telja eðlilegt er að þeir sem kaupa slikar lóðir haldi sig innan þessara heimilda. Enda telur skipulagsnefnd slíkt skipta miklu með tilliti til uppbyggingar samgangna, skóla og leikskóla í hverfinu. Eins þarf hlutfall á milli stærða ibuða að haldast.Tillögunni er því hafnað.
Baldur Ó. Svavarsson vék af fundi undir þessum fundarlið.
14. 1808350 - Svæðisskipulagsbreyting á höfuðborgarsvæðinu - Vaxtarmörk á Álfsnesi
Lögð fram breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og meðfylgjandi umhverfsisskýrsla sem samþykkt hefur verið í svæðisskipulagsnefnd. Breytingin gerir ráð fyrir útfærslu vaxtarmarka svæðisskipulagsins í Álfsnesi á Kjalarnesi sem er innan lögsögu Reykjavíkur. Lögð fram gögn málsins þar sem finna má athugasemdir og umsagnir sem bárust í auglýsingarferli og viðbrögð svæðisskipulagsnefndar við þeim. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna í 2.mgr.25.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 og 9.gr.laga um umhverfismat áætlana nr.105/2006.
15. 1910423 - Bláfjöll skíðasvæði, skipulags- og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags
Lögð fram tillaga að breytingu sveitarfélagsins Ölfus sem gerir ráð fyrir breytingu á landnotkun við sveitarfélagsmörk í Bláfjöllum. Einnig lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Skíðasvæðis Bláfjalla. Tillögurnar eru nú í samhliða auglýsingu.
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillögurnar.
16. 1912287 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Vinnslutillaga að breytingu og nýtt deiliskipulag sama svæðis. Traðarreitur -austur.
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 sem nær til svokallaðs Traðarreits austan við Hamraborg sem nú er í forkynningu. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið er forkynnt samhliða. Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur ekkert við tillögurnar að athuga.
17. 2001084 - Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar
Lagðar fram hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið unnar á vegum Vegagerðarinnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
18. 1911304 - Tillaga um skipun starfshóps til að vinna að framgangi stafrænnar framþróunar og þjónustu hjá Garðabæ.
Lögð fram tillaga að skipun starfshóps til að vinna að framgangi stafrænnar framþróunar og þjónustu hjá Garðabæ. Skipulagsnefnd mælir með því að starfshópurinn fjalli einnig um stafræna framsetningu skipulags í samráði við tækni-og umhverfissvið.
19. 1911082 - Drög að breytingum á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi.
Lögð fram drög að breytingum á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi. Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
20. 1912040F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 13
Fundargerð lögð fram.
 
1909193 - Kajak klúbburinn Sviði - aðstaða
 
 
 
1910415 - Arnarnes deiliskipulagsbreyting vegna aðkomutákns
 
 
 
1912277 - Þrastanes 14 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra
 
 
 
1802197 - Sjónarvegur 10- Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1910059 - Keldugata 1 -Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1912213 - Urriðaholt norðurhluti 3 - afmörkun svæðis - deiliskipulagsbreyting
 
 
 
1912216 - Urriðaholt vesturhluti - skjólveggir - deiliskipulagsbreyting
 
 
 
1912214 - Urriðaholt austurhluti 1 - afmörkun svæðis - deiliskipulagsbreyting
 
 
 
1912217 - Urriðaholt norðurhluti 1 - skjólveggir - deiliskipulagsbreyting
 
 
 
1912218 - Urriðaholt norðurhluti 2 - skjólveggir - deiliskipulagsbreyting
 
 
 
1912219 - Urriðaholt norðurhluti 3 - skjólveggir - deiliskipulagsbreyting
 
 
 
1912220 - Urriðaholt austurhluti 1 - skjólveggir - deiliskipulagsbreyting
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).