Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
4. fundur
30.11.2022 kl. 08:15 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar Í Urriðaholtsskóla.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir aðalmaður, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Jóhann Skagfjörð Magnússon fulltrúi skólastjóra, Hjörtur Jónsson fulltrúi foreldra, Ragnheiður Stephensen fulltrúi kennara.

Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2211059 - Þróunarsjóður grunnskóla 2023
Umræður um áhersluþætti næsta árs. Skólanefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð breytingar á 3. gr. í reglum um Þróunarsjóð grunnskóla.
2. 2211418 - Námsvist nemenda utan lögheimilissveitarfélags skólaársins 2022-2023
Lagt fram til kynningar.
3. 2211417 - Kynning og samtal við skólastjórnendur Urriðaholtsskóla
Skólanefnd þakkar skólastjórnendum Urriðaholtsskóla fyrir áhugaverða kynningu og lýsir ánægju með að kynnast skólanum og skólastarfinum með þessum hætti. Skólastjóri fór yfir nemendafjölda, mönnun, aðstæður og framtíðarhorfur. Skólinn hefur stækkað hratt vegna mikils fjölda barna og ungmenna í hverfinu og mikilvægt er að aðbúnaður sé í takt við þarfir skólans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).