Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
22. (2075). fundur
06.06.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2302055 - Vesturtún 55A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Erlu Lilju Kristjánsdóttur, kt. 030183-4609, leyfi til stækka kvisti á núverandi parhúsi að Vesturtúni 55A.
2. 2303518 - Vesturtún 55b - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Tinnu Rán Ægisdóttur, kt. 201180-5629, leyfi til stækka kvisti á núverandi parhúsi að Vesturtúni 55B.
3. 2302108 - Sunnuvellir 8A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Jóni Gunnari Stefánssyni, kt. 250567-3919, leyfi til að byggja hesthús að Sunnuvöllum 8A.
4. 2302114 - Sunnuvellir 8B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Jóni Gunnari Stefánssyni, kt. 250567-3919, leyfi til að byggja hesthús að Sunnuvöllum 8B.
5. 2306011 - Þorraholt 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Reir þróun ehf., kt. 520422-1450, leyfi til jarðvegsframkvæmda og landmótunar á lóðinni að Þorraholti 1.
6. 2303517 - Þorraholt 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Reir þróun ehf., kt. 520422-1450, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 49 íbúðum að Þorraholti 1.
7. 2303393 - Æsuvellir 11- Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sveini Yngva Valgeirssyni, kt. 070887-2909, leyfi til byggja hesthús að Æsuvöllum 11.
8. 2210425 - Kaup á stakstæðum lofræstisamstæðum fyrir kennslustofur í Hofsstaðaskóla.
Sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti nánar eiginleika stakstæðra loftræstisamstæða sem skoðaðar hafa verið þar sem þær hafa verið settar upp í leikskóla í Reykjanesbæ. Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga um kaup á stakstæðum loftræstisamstæðum fyrir kennslustofur í Hofsstaðaskóla til viðbótar við þær sem hafa þegar verið keyptar.
9. 2301443 - Opnun tilboða í framkvæmdir við viðhald og endurbætur í Flataskóla sumarið 2023.
Eftirfarandi tilboð bárust í framkvæmdir við viðhald og endurbætur í Flataskóla sumarið 2023.

Málningarþjónusta Hannesar og Valgeirs ehf. kr. 142.061.410
Verkfar ehf. kr. 134.933.040
K16 ehf. kr. 154.945.900
E. Sigurðsson ehf. kr. 126.666.152

Kostnaðaráætlun kr. 186.456.285

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda E. Sigurðssonar ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.

10. 2305578 - Bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands varðandi Íþróttaviku Evrópu 2023, dags. 25.05.23.
Í bréfinu er vakin athygli á Íþróttaviku Evrópu og því beint til sveitarfélaga að taka þátt, með hvatningu til íbúa um að stunda hreyfingu við sitt hæfi. Í bréfinu kemur fram að hægt er að sækja um styrk vegna þátttöku í verkefninu.

Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundaráðs og skólanefndar með hvatningu um að taka þátt og kynna íbúum íþróttir og almenna hreyfingu sem er markmið með Íþróttaviku Evrópu.


Sveitarfélög.pdf
11. 2305624 - Bréf Veðurvaktarinnar varðandi beiðni um styrk til grunnrannsóknar á veðurálagi og myglu, dags. 30.05.23.
Í bréfinu er sótt um styrk að fjárhæð 1,0 mkr. til að kaupa á úrkomumæli sem staðsettur verður á Urriðavelli í Urriðavatnsdölum. Um er að ræða lið í rannsókn sem miðar að því að fá upplýsingar um á hvern hátt veðurálag tengist leka í húsum.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
Garðabær_bréf_Slagregn_30maí2023.pdf
12. 2304460 - Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Garðabæjar.
Í gær hófst vinnustöðvun félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar sem starfa á leikskólum og á bæjarskrifstofum og gildir til 5. júlí nk. Ótímabundin vinnustöðvun hófst einnig hjá starfsmönnum í Starfsmannafélagi Garðabæjar sem starfa í íþróttamannvirkjum og sundlaugum í Ásgarði og við Breiðumýri.

Sundlaugar í Garðabæ eru lokaðar í verkfallsaðgerðum, bæði í Ásgarði og Álftanesi. Það sama gildir um íþróttamiðstöðvarnar í Ásgarði og við Breiðumýri á Álftanesi og falla allar íþróttaæfingar niður sem eiga þar að vera. Hluti starfsfólks á bæjarskrifstofum er einnig í verkfalli. Þjónustuver lokað og takmörkuð símsvörun.
Skerðingar á þjónustu leikskóla í Garðabæ er í svipuðum mæli og verið hefur undanfarnar vikur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).