Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
6. (2059). fundur
07.02.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri, Hulda Hauksdóttir deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar.

Fundargerð ritaði: Hulda Hauksdóttir deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2211090 - Jafnlaunavottun 2022.
Á fund bæjarráðs mættu Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri og Auður Jóhannsdóttir, deildarstjóri kjaradeildar og gerðu þær grein fyrir endurvottun jafnlaunakerfis, fóru yfir sögu jafnlaunavottunar hjá Garðabæ og yfir niðurstöðu úttektarskýrslu vegna endurvottunar á jafnlaunakerfi Garðabæjar. Fyrir liggur staðfesting á að Garðabær starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012 og nær til allra starfsmanna sveitarfélagsins og gildir sú staðfesting til 16. desember 2025.
iCe190314_JK Vottunarákvörðun Garðabær Endurvottun.pdf
iCe190314_JK Vottunarskírteini Garðabær.pdf
2. 2302045 - Ásgarður Garðaskóli - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita umhverfissviði Garðabæjar leyfi til að staðsetja færanlegar kennslustofur tímabundið á lóð Garðaskóla.
3. 2301167 - Kumlamýri 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gunnari Val Guðbrandssyni, kt. 261151-4809, leyfi til byggingar parhúss að Kumlamýri 14.
4. 2301168 - Kumlamýri 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hauki Gunnarssyni, kt. 120586-3359, leyfi til byggingar parhúss að Kumlamýri 16.
5. 2210434 - Grásteinsmýri 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Grásteinsmýri ehf., kt. 510220-1960, leyfi til að byggja fyrsta áfanga fjölbýlishúss með 30 íbúðum að Grásteinsmýri 1-3.
6. 2301429 - Vetrarbraut 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vetrarmýrinni ehf., kt. 550121-1580, leyfi til jarðvegskannana á lóðinni við Vetrarbraut 2.
7. 2205465 - Opnun tilboða í framkvæmdir við stígagerð, veitulagnir og frágang í Hraunhólum.
Eftirfarandi tilboð bárust í framkvæmdir við stígagerð, veitulagnir og frágang í Hraunhólum.

Óskatak ehf. kr. 80.911.950
Emkan ehf. kr. 127.500.000
Grafa og grjót ehf. kr. 59.343.300
Stjörnugarðar ehf. kr. 94.734.975
JJ pípulagnir ehf. kr. 86.277.380
Berg verktakar ehf. kr. 96.528.100
Stéttafélagið ehf. kr. 78.485.700
SS Verktak ehf. kr. 136.526.700

Kostnaðaráætlun kr. 68.297.890

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Gröfu og grjóts ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
8. 2212136 - Aðgerðir varðandi áhrif á skólastarf vegna viðgerða á skólahúsnæði.
Eins og upplýst hefur verið um var, í framhaldi af niðurstöðum úr sýnatökum sem bárust á fimmtudaginn, tekin ákvörðun um að loka Flataskóla til miðvikudagsins 8. febrúar. Hafnar eru framkvæmdir við viðgerðir og verða næstu tvær vikur nýttar með áhlaup til viðgerða þannig að skólastarf geti hafist á nýju í hluta húsnæði skólans að loknu vetrarfríi mánudaginn 20. febrúar nk.
Svör við fyrirspurnum Garðabæjarlistans og Viðreisnar frá 19. janúar sl. lögð fram.
Fyrirspurn Garðabæjarlistans varðandi úttekt Eflu á húsnæði Flataskóla_svör060223.pdf
Fyrirspurn Viðreisnar_svör060223.pdf
9. 2301648 - Bréf Seltjarnarnesbæjar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
10. 2209382 - Bréf íbúa við Holtsveg 14-18 varðandi byggingu leikskóla að Holtsvegi 20.
Í bréfinu er farið yfir niðurstöður úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem byggingarleyfi leikskólans var fellt úr gildi þar sem byggingin var að hluta talin fara upp fyrir hámarkshæð samkvæmt skilmálum. Þá er í bréfinu gerð krafa um að ekki verði gerð breyting á deiliskipulagi lóðarinnar í þeim tilgangi að hækka hæð byggingarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Yfirlýsing-íbúa-að-Holtsvegi-14-18-vegna-mögulegra-breytinga-á-deiliskipulagi.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).