Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
8. fundur
16.06.2021 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Kjartan Örn Sigurðsson varamaður, Ingvar Arnarson varamaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2006646 - Glaðheimar vesturhluti. Breytt deiliskipulag í Kópavogi.
Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi Kópavogs kynnti tillögu að breytingum deiliskipulags vesturhluta Glaðheima sem liggja að bæjarmörkum Garðabæjar norðan Arnarnesvegar og austan Reykjanesbrautar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna en vísar í minnisblað um tillöguna á fyrri stigum sem lagt var fram í nefndinni í ágúst á síðasta ári og sent bæjarskipulag Kópavogs.
2. 2104528 - Vatnsendahvarf - Skipulagslýsing
Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi Kópavogs kynnti skipulagslýsingu og þau áform sem uppi erum um skipulags í Vatnsendahvarfi.
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasem við lýsinguna en leggur áherslu á að unnin verði umferðargreining á fyrstu stigum deiliskipulagsmótunar sem horfi sérstaklega til áhrifa á Arnarnesveg og Elliðavatnsveg.
3. 2105485 - Lambhagi 20 Sólskáli- Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
4. 2105498 - Þorraholt, dsk breyting, Hnoðraholt norður
Lögð fram drög að tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem nær til fjölbýlishúsa við Þorraholt. Tillagan er unnin af Arkþing á vegum uppbyggingaraðlia.
Drögum vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar og til kynningar í samráðshópi Garðabæjar og íbúa í Hnoðraholti.
5. 2102023 - Eskiás, br á dsk Ása og Grunda
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til lóða við Eskiás og hefur verið í auglýsingu.
Lagt fram minnisblað deiliskipulagshöfundar með viðbrögðum við innsendum athugasemdum sem einnig eru lagðar fram.
Vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði.
6. 2010078 - Garðahverfi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna lóðarmarka og byggingareita.
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Garðahverfis að lokinni forkynningu. Lagðar fram þær ábendingar sem borist hafa.
Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til þess að víkja frá ákvæðum gildandi deiliskipulags hvað varðar flatarmál nýrra íbúðarhúsa. Í kynningu Alta ehf á síðasta fundi nefndarinnar voru sýnd dæmi um íbúðarhús frá þeim tíma sem flest íbúðarhús í Garðahverfi voru byggð en grunnflötur þeirra var jafnan minni en deiliskipulag heimilar. Auk Garðahverfis voru tekin dæmi úr Hafnarfirði.
Vandað var til deiliskipulags Garðahverfis þegar það var í mótun og nefndin leggur áherslu á að ákvæðum deiliskipulagsins sé fylgt fast eftir til þess að markmiðum þess um yfirbragð byggðarinnar náist. Skipulagsnefnd bendir hinsvegar á að full ástæða er til þess að skoða tillögur að íbúðarhúsum með opnum hug þegar þar að kemur og útilokar ekki að vikið verði að einhverju leyti frá ákvæðum skipulags ef það er mat nefndarinnar að útfærsla byggingar falli vel að markimiðum deiliskipulagsins.
Eins og fram kom í kynningu Alta ehf þá var við deiliskipulagningu Garðahverfis lögð áhersla á að nýbyggingar yrðu hnappsettar ásamt þeim býlum sem eru þar fyrir með það að tilgangi að túnin milli bæjanna haldi sér og að hver þyrping myndi endurspegla það búsetulandslag sem deiliskipulaginu er ætlað að viðhalda. Þessvegna leggur nefndin til að nýjar byggingar verði staðsettar eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til að ákvæði um göngustíg beint frá Garðaholti að Garðakirku verði óbreytt en að einnig verði gert ráð fyrir tengingu meðfram Garðavegi og aðkomuvegi að Görðum. Stígur þvert yfir túnið verði hinsvegar ekki lagður nema með samþykki eigenda að Görðum.
Skipulagsnefnd leggur til að gert verði ráð fyrir nýrri lóð fyrir íbúðarhús við Nýjabæ 2 og Eystri Dysjar í samræmi við óskir ábúenda. Sömu ákvæði skulu gilda um þær byggingar og um önnur íbúðarhús innan þess svæðis í Garðahverfi sem skilgreint er sem landbúnaðarland í aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að vísa tillögu að breytingu deiliskipulags Garðahverfis með ofangreindum breytingum til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr.Skipulagslaga. Skal hún auglýst samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Garðaholts og Garðahverfis.
Ingvar Arnarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
7. 2102113 - Hraunhólar. Breyting á deiliskipulagi Hraunsholts eystra.
Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
8. 2104468 - Hæðarbyggð 10 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrir spurn um gerð og útlit girðinga að lóðarmörkum að götu. Spurt er hvort heimiluð yrði girðing að lóðarmörkum að götu sem er 1,8 m há á 2,5 m kafla.
Svar: Samkvæmt nýsamþykktum reglum um girðingar og skjólveggi í Garðabæ eru girðingar að lóðarmörkum í götu heimilaðar í allt að 1,2 m hæð en að opnum svæðum og stígum 1,5 m. Skipulagsnefnd mælir með því að veggur að lóðarmörkum á þessum stað verði heimilaður 1,5 m á umræddum 2,5 m kafla þar sem að álag á þessum stað vegna umferðar í beygju, t.d. vegna bílljósa er umtalsvert. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skjólveggur sé 1,8 m í 1 m fjarlægð frá lóðarmörkum að götu eins og teikning sýnir enda komi gróður á milli lóðarmarka og skjólveggjar.
9. 2102539 - Blikanes 9 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir bílastæði í norð-austurhorni lóðar að götu.
Skipulagsnefnd metur breytinguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 og vísar til grenndarkynningar skv 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal öllum eigendum í Blikanesi.
10. 2003384 - Aratún 36 - stækkun byggingarreits - Ósk um dsk breytingu
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits bílageymslu til vesturs um 1,5 m.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skipulagsstjóri vísi tilögunni til grenndarkynningar sem óverulegri deiliskipulagsbreytingu samhliða tillögu að breytingu deiliskiplags sem gerir ráð fyrir auknu nýtingarhlutfalli á öllum lóðum í Silfurtúni og samþykkt var að vísa til mótunar á fundi skipulagsnefndar í vor.
11. 2105626 - Seinakur 8 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn sem gerir ráð fyrir steyptri girðingu við lóðarmörk að götu sem er allt að 1.96 m að hæð.
Með vísan í nýsamþykktar reglur um girðingar og skjólveggir hafnar skipulagsnefnd svo hárri girðingu að götu.
12. 2104191 - Hönnun - Útboð - Leikskóli Mánahvoll
Kynnt frumdrög að bráðabirgðaleikskólanum Mánahvoli sem stefnt er að því að rísi austan við leikskólan Sunnuhvol við Spítalaveg hjá Vífilsstöðum. Til að mæta brýnni þörf fyrir leikskólarými í Garðabæ hefur verið ákvæðið að ráðast í uppbyggingu leikskólans.
Skipulagsefnd gerir ekki athugasemd við að skipulagsstjóri vísi umsókn um byggingarleyfi til grenndarkynningar þegar að afmörkun lóðar liggur fyrir í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
13. 2106080 - Nýsköpunarverkefni Pikkoló - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Vísað til skoðunar hjár tækni-og umhverfissviði.
14. 2003434 - Umferð í Garðabæ
GUðbjörg Brá Gísladóttir gerði grein fyrir tillögum Eflu um uppsetningu á bilskyldumerkingum í Molduhrauni og Urriðaholti.-
Skipulagsnefnd (umferðarnefnd) vísar tillögum til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
Afla skal umsagna frá skipulagsráðgjöfum og Lögreglunni.
15. 2103104 - Hönnun - Útboð - Stígur í Garðahverfi
Lögð fram umsókn tækni-og umhverfissviðs Garðabæjar um framkvæmdaleyfi fyri gerð göngustígs neðan kirkjugarðsins í Görðum og að Garðavör.
Lega stígsins og gerð er í samræmi við deiliskipulag Garðahverfis.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
16. 2103105 - Stígur í gegnum ungmennafélagslund Vífilsstöðum
Lögð fram umsókn tækni-og umhverfissviðs Garðabæjar um framkvæmdaleyfi fyri gerð göngustígs frá stíg við Vífilsstaðaveg austan gamla Vífilsstaðafjóssins um svokallaðan Ungmennafélagslund að barnaskóla Hjallastefnunnar. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu en nauðsynlegt er að ráðast í gerð stígsins til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst nemenda í barnaskólanum.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis til bráðabirgða í samræmi við 13.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til að tækni-og umhverfissvið Garðabæjar undirbúi lagningu göngustígs frá Barnaskólanum að golfskála GKG sem þveri Vífilsstaðaveg á öruggan hátt.
17. 2105738 - Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).