Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
28. (2035). fundur
16.08.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2106536 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2022 - viðauki nr. 3.
Á fund bæjarráðs kom Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022. Um er að ræða breytingar á launaliðum fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðauki nr. 3.
„Í gildandi kjarasamningum Sambands ísl. sveitarfélaga eru tengiákvæði við lífskjarasamninga á almennum markaði um greiðslu hagvaxtarauka.
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur staðfest að hagvaxtarauki að fjárhæð 10.500 kr. komi á öll taxtalaun frá 1. apríl 2022 og greiðist með launum þann 1. maí 2022.

Samband ísl. sveitarfélaga hefur gengið frá kjarasamningum við kennarafélögin um kjarasamninga við grunnskólakennara, leikskólakennara og tónlistarskólakennara. Kjarasamningarnir eru með gildistíma frá 1. janúar 2022.

Hækkun launaliðar sameiginlegs kostnaðar er tilkomin vegna ákvæða kjarasamninga 5,0 mkr og uppgjörs á launum bæjarstjóra 19,5 mkr

Ofangreindar hækkanir á launum á árinu 2022 eru metnar á 226,1 mkr. og skiptast þannig niður á einstaka málaflokka og deildir:

Fjölskyldusvið kr. 15.500.000
Fræðslusvið kr. 170.000.000
Menningarmál kr. 2.500.000
Æskulýðs- og íþróttamál kr. 6.200.000
Tæknideild kr. 2.600.000
Umhverfismál kr. 2.400.000
Sameiginlegur kostnaður kr. 24.500.000
Eignasjóður kr. 100.000
Þjónustumiðstöð kr. 2.000.000
Samveitur kr. 300.000
Samtals kr. 226.100.000





Fjárhagsáætlun 2022 gerir ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 160 mkr. vegna sumarátaks ungs fólks. Áætlað er að raunkostnaður verði um 240 mkr. Ekki varð af þátttöku Vinnumálastofnunar í verkefninu á árinu 2022 eins og var árið 2021.

Sumarátak vegna vinnu ungs fólks kr. 80.000.000
kr.
Samtals hækkun launaliða kr. 306.100.000

Fjármögnun viðauka
Útgjaldaauka er mætt með varasjóði og hækkun á staðgreiðslu útsvars.

Varasjóður kr. -68.000.000 31916-7179
Staðgreiðsla útsvars kr. -238.100.000 00010-0021
Samtals kr. -306.100.000“
2. 2206032 - Lambhagi 20 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Jeta ehf., kt. 530212-0840, leyfi til að byggja sólskála við núverandi einbýlishús að Lambhaga 20.
3. 2206223 - Kauptún 4 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Urriðakoti ehf., kt. 440505-2360, leyfi til að byggja við núverandi atvinnuhúsnæði að Kauptúni 4.
4. 2111148 - Lindarflöt 41 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gunnari Frey Gunnarssyni, kt. 120580-4779, leyfi til að byggja við og gera breytingar á innra skipulagi núverandi einbýlishúss að Lindarflöt 41.
5. 2202488 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi verkefnalýsingu vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir golfvöll Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og útivistarskóg Skógræktarfélags Garðabæjar í Smalaholti.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um verkefnalýsingu deiliskipulagstillögu fyrir svæði golfvallar Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og útivistarskóg Skógræktarfélags Garðabæjar í Smalaholti, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 2207039 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar vegna lóða við Garðatorg.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar varðandi lóðir við Garðatorg nr. 4 og 6, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir heimild fyrir verslanir og veitingastaði að nýta sér útisvæði. Tillagan skal grenndarkynnt samkvæmt 44. gr. skipulagslaga.
7. 2205204 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Víkurgötu 7.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að hafna umsókn lóðarhafa að Víkurgötu 7 um skiptingu raðhúsaeiningar í tvær íbúðir.
8. 2208268 - Tilkynning frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu varðandi samgönguviku 2022.
Lögð fram.
Tilkynning frá umhverfis- orku og loftlagsráðuneytinu um samgönguviku 2022.pdf
9. 2201115 - Innritun í leikskóla haustið 2022.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir minnisblaði, dags. 15. ágúst 2022 um stöðu innritunar í leikskóla en öllum börnum sem fædd eru í júní, júlí og ágúst 2021 hefur verið úthlutað dvöl á leikskóla í Garðabæ.

Halldóra Pétursdóttir, leikskólafulltrúi, sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

Staða innritunar í leikskóla - minnisblað, dags. 15.08.2022..pdf
10. 2203101 - Gjaldskrá Tónlistarskóla Garðabæjar fyrir skólaárið 2022-2023.
Bæjarráð vísar tillögu skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar varðandi gjaldskrá skólárið 2022-2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11. 2208212 - Tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu varðandi drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra samþéttingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerðu grein fyrir stöðu innleiðingar á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hjá Garðabæ.

Tilkynningin lögð fram og vísað til kynningar í fjölskylduráði, skólanefnd grunnskóla og leikskólanefnd.
Tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu varðandi drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra.pdf
12. 2201266 - Framlög til stjórnmálaflokka 2022 - síðari hluti.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi skiptingu á greiðslu til stjórnmálasamtaka síðari hluta ársins samkvæmt fjárhagsáætlun 2022.

Framsóknarflokkur kr. 276.718
Viðreisn kr. 281.182
Sjálfstæðisflokkur kr.1.040.670
Garðabæjarlistinn kr. 443.097
Samtals: kr.2.041.667

Fyrir liggja gögn til staðfestingar á að ofangreind stjórnmálasamtök hafa sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart Ríkisendurskoðun samkvæmt 5. gr. a. laga nr. 162/2006 um starfsemi stjórnmálasamtaka.

13. 2111187 - Tilboð í framkvæmdir við lóð Álftanesskóla.
Eftirfarandi tilboð bárust í framkvæmdir við endurbætur á lóð Álftanesskóla. Tilboðin hafa verið yfirfarin.

Topptækni ehf. kr. 93.771.200
Sumargarðar ehf. kr. 89.645.300
Mostak ehf. kr. 69.470.000
Garðyrkjuþjónustan ehf. kr. 86.551.500
Fagurverk ehf. kr. 94.635.800
Jarðvit ehf. kr. 77.592.890
Kostnaðaráætlun kr. 76.784.500

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Mostaks ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
14. 2208316 - Umhverfishópar 2022 - greinargerð um sumarvinnu ungs fólks.
Lögð fram greinargerð yfirflokkstjóra umhverfishópa sumarið 2022.

Bæjarráð lýsir sérstakri ánægju með framkomna greinargerð um verkefni ungs fólk við umhverfisstörf í Garðabæ í sumar.
Umhverfishópar Garðabæ 2022 Skýrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).