Tillögur að deiliskipulagsáætlunum á Álftanesi

Kynningarfundur fimmtudaginn 26. apríl kl 17:15

DEILISKIPULAG MIÐSVÆÐIS - FORKYNNING

Í samræmi við 3. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að deiliskipulagi Miðsvæðis á Álftanesi.
Svæðið sem skipulagið nær til eru óbyggð svæði í Breiðumýri, á milli Suðurnesvegar og byggðar, svæðið umhverfis Þorukot og Haukshús, svæðið sunnan Brekku og Tjarnarbrekku og svæði austan við Kirkjubrekku/Tjarnarbrekku að Álftanesvegi. Stefnt er að því að fella núverandi byggð á Suðurnesi inn í deiliskipulagið og á það bæði við um svæði þar sem deiliskipulag er í gildi og þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi eins og Vestri-Skógtjörn og Lambhagi.
Tillagan byggir á vinningstillögu deiliskipulagssamkeppni sem fram fór á síðasta ári. Gert verður ráð fyrir alls um 380 íbúðareiningum á svæðinu sem þar af 2/3 í fjölbýli.
Forkynning stendur yfir til 11. maí 2018.

DEILISKIPULAG BESSASTAÐA - TILLAGA AÐ BREYTINGU-FORKYNNING

Í samræmi við 3. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að breytingu deiliskipulags Bessastaða.
Tillagan gerir ráð fyrir gerir ráð fyrir að breyttri legu og stækkun bílastæðasvæðis og breyttri útfærslu á svæði framan við kirkju.
Forkynning stendur yfir til 11. maí 2018.

NORÐURNES – DEILISKIPULAG – VERKEFNISLÝSING

Í samræmi við 1. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 er verkefnislýsing deiliskipulags Norðurness á Álftanesi hér með auglýst ásamt matslýsingu í samræmi við lög um umhverfismat áætlana.

Kynningarfundur verður haldinn í hátíðarsal íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi, fimmtudaginn 26. apríl klukkan 17:15, boðið verður upp á súpu og brauð.


Þar verða tillögurnar og verkefnislýsing kynntar og fyrirspurnum svarað. Þar verður einnig kynnt tillaga að deiliskipulagi Holtstúns sem nú er í auglýsingu. Athugasemdafrestur þeirrar tillögu rennur út 7. maí. Sjá á heimasíðu Garðabæjar.

Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum á tækni og umhverfissvið á tölvupóstfangið skipulag@gardabaer.is. Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir. Að lokinni forkynningu og úrvinnslu ábendinga verða tillögurnar lagðar fram í skipulagsnefnd og vísað þaðan til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi verður það gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan athugasemdafrests.
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar til 11. maí 2018.

https://www.gardabaer.is/umhverfi/skipulag/skipulag-i-kynningu/nr/8726

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar.