Útboð - Álftanesskóli - viðbygging

Garðabær óskar eftir tilboðum í byggingu 2ja hæða viðbyggingu með kjallara við Álftanesskóla, v/Breiðumýri, Álftanesi. Verkið felst í tilheyrandi jarðvinnu, uppsteypu, frágangi að innan og utan þar með talið lagnir, loftræsilagnir, raflagnir ásamt tengingu við núverandi skóla og íþróttahús.

Álftanesskóli – viðbygging


Nr. 1803379

Lýsing á útboði:
Garðabær óskar eftir tilboðum í byggingu 2ja hæða viðbyggingu með kjallara við Álftanesskóla, v/Breiðumýri, Álftanesi. Verkið felst í tilheyrandi jarðvinnu, uppsteypu, frágangi að innan og utan þar með talið lagnir, loftræsilagnir, raflagnir ásamt tengingu við núverandi skóla og íþróttahús. Skila skal byggingunni fullbúinni að utan sem innan.
Byggingin er staðsteypt skólabygging og er 1925m2 að flatarmáli.

Helstu magntölur:
Steypa 850 m3
Mótafletir 7000 m2
Steypustyrktarjárn 60 tonn

Helstu tímasetningar:
  
Áætlað upphaf framkvæmda er 28. maí 2018.
Áætluð verklok eru 18. nóvember 2019.

Útboðsgögn er hægt að nálgast endurgjaldslaust hér á vef Garðabæjar.

Tilboð skulu hafa borist Mannvit hf, Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi fyrir opnun tilboða, miðvikudaginn 2. maí 2018 kl. 13:00.