Urriðaholt, Austurhluti 1. áfangi. Forkynning deiliskipulagstillögu

Kynningarfundur 3. apríl í Urriðaholtsskóla kl 17:30

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur vísað tillögu að deiliskipulagi Urriðaholts Austurhluta 1. áfanga til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið nær til 21,5 ha svæðis í austurhluta Urriðaholts, þar sem gert er ráð fyrir íbúðahverfi fyrir u.þ.b. 495 íbúðir í fjölbýli (2-5 hæðir), rað-, par- og einbýlishúsum (1-2 hæðir). Íbúðirnar eru af mismunandi stærð og geta hentað fyrir alla aldurshópa. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir almenningsgarði með íþróttaaðstöðu.

Forkynning stendur til 10. apríl 2018. Meðan á forkynningu stendur er tillagan aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar, www.gardabaer.is og á heimasíðu Urriðaholts, www.urridaholt.is . Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á því að koma með ábendingar sem verða teknar til umfjöllunar við endanlega mótun tillögunnar. Skal þeim skilað skriflega til skipulagstjóra Garðabæjar fyrir 10. apríl.

Almennur kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 3. apríl í Urriðaholtsskóla og hefst hann klukkan 17:30.
Á fundinum verður tillagan kynnt, spurningum svarað og opnað fyrir umræður.

Arinbjörn Vilhjálmsson
Skipulagsstjóri Garðabæjar

Deiliskipulag Austurhluti 1, Urriðaholt - Tillaga

Skýringaruppdráttur Austurhluti 1, Urriðaholt – Tillaga