21. okt. 2003

Aðalfundur SSH haldinn í Garðabæ

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var haldinn í Garðabæ föstudaginn 16. nóvember sl. Á aðalfundinn mættu bæjarfulltrúar allra aðildarsveitarfélaga ásamt bæjarstjórum og var vel mætt á fundinn sem var haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

  • Aðalfundur SSH
    Aðalfundur SSH (ljósmynd: Valdimar Kristófersson)

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var haldinn í Garðabæ föstudaginn 16. nóvember sl. Á aðalfundinn mættu bæjarfulltrúar allra aðildarsveitarfélaga ásamt bæjarstjórum og var vel mætt á fundinn sem var haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, var fundarstjóri og Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs Garðabæjar bauð gesti velkomna í Garðabæinn.

Fjölbreytt viðfangsefni og umræður

Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem m.a. var farið yfir skýrslu stjórnar um liðið starfsár. Einnig var haldin kynning á sameiginlegri vinnu SSH, Vegagerðar og Samgönguráðuneytis við mótun tillagna að aðgerðum til úrbóta á samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á fundinum var farið yfir nýjar áskoranir og áherslur við upphaf nýs kjörtímabils þar sem m.a. var rætt um samgöngumál, jöfnunarsjóð sveitarfélaga og nýjar leiðir og lausnir í úrgangsmálum. Einnig var farið yfir núverandi stöðu og verkefni hjá SSH og almennar umræður voru um ýmis mál er varða samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 

Aðalfundur SSH

Nýr formaður SSH

Á fundinum tók Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði við stjórnarformennsku hjá SSH í stað Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra í Kópavogi. Hefð er fyrir því að sveitarfélögin skiptist á að skipa formann SSH og situr formaður til tveggja ára í senn.

Aðalfundur SSH

Upplýsingar um Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu má finna á vef SSH.