13. jún. 2002

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fyrsta fundar fimmtudaginn 21. júní sl. í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

  • Fyrsti fundur bæjarstjórnar
    Fyrsti fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fyrsta fundar fimmtudaginn 21. júní sl. í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.  Í úrslitum síðustu sveitarstjórnarkosnina fengu tveir listar menn kjörna í bæjarstjórn, D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 8 menn og G-listi Garðabæjarlistans fékk 3 menn.  Sjá frétt um úrslit sveitarstjórnarkosninganna. 

Gunnar Valur Gíslason sem var aldursforseti þeirra sem áttu að baki lengsta setu í bæjarstjórn setti fyrsta fund bæjarstjórnar. Á fundinum var kosið í embætti, nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar
Gunnar Valur Gíslason var kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs. Gunnar Einarsson var áfram ráðinn bæjarstjóri kjörtímabilið 2018-2022. 


Í bæjarráð Garðabæjar voru kjörnir:
Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður,  Sigríður Hulda Jónsdóttir, varaformaður,  Sigurður Guðmundsson, Almar Guðmundsson og Ingvar Arnarsson.

Formenn nefnda til fjögurra ára voru kjörnir:
Fjölskylduráð:  Almar Guðmundsson
Íþrótta- og tómstundaráð: Björg Fenger
Leikskólanefnd:  Kristjana Sigursteinsdóttir
Menningar- og safnanefnd:  Gunnar Valur Gíslason
Skipulagsnefnd:  Sigurður Guðmundsson
Skólanefnd grunnskóla:  Sigríður Hulda Jónsdóttir
Skólanefnd tónlistarskóla:  Eiríkur Þorbjörnsson
Umhverfisnefnd:  Jóna Sæmundsdóttir
Stjórn Hönnunarsafns Íslands:  Stella Stefánsdóttir

Upplýsingar um nefndaskipan

Hér má sjá fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda í Garðabæ. 
  
Meðfylgjandi mynd með frétt er tekin á fyrsta fundi bæjarstjórnar. Á myndinni eru frá vinstri:
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi,  Valborg Ösp Á Warén varabæjarfulltrúi, Harpa Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi, Guðjón E. Friðriksson bæjarritari,  Gunnar Einarsson bæjarstjóri og bæjarfulltrúi,  Gunnar Valur Gíslason forseti bæjarstjórnar, Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Guðfinnur Sigurvinsson varabæjarfulltrúi,  Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi, Jóna Sæmundsdóttir bæjarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi og Björg Fenger bæjarfulltrúi.