20. ágú. 2004

Sundlaugin opnuð eftir viðhald og breytingar

Sundlaugin opnuð eftir viðhald og breytingar
  • Séð yfir Garðabæ

Íþróttamiðstöðin í Ásgarði var lokuð dagana 16. til 18. ágúst sl. og var þá lagfærð og þrifin. Einnig var sett upp ný rennibraut fyrir eldri börn í dýpri enda laugarinnar.

Sundlaugin var tæmd og þrifin, flísar í henni lagfærðar, skipt um sundlaugarljós og annað sem lagað sem þörf var á. Nýja rennibrautin í dýpri enda laugarinnar á ekki að raska miklu í lauginni því svæðið hefur verið notað sem leiksvæði barna í dágóðan tíma.  Einnig er fyrirhugað að setja upp færanlega körfu sem hægt er að skella upp með lítlum fyrirvara.

Starfsfólkið tók jafnframt alla íþróttamiðstöðina í gegn; þreif, moppaði og dittaði að eins og vaninn er. 

Að loknum góðum dagsverkum var slegið upp grillveislu þar sem Gunnar Örn íþróttafulltrúi grillaði lamb og svín í allan mannskapinn.

 



Sundlaugin var tæmd og þrifin.

 

Nýja rennibrautin vekur lukku.