29. sep. 2022 Barnasáttmálinn Leikskólar Skólamál Stjórnsýsla

Samstarfssamningur Garðabæjar og RannUng

Í vikunni skrifuðu Garðabær og RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) undir samstarfssamning vegna innleiðingar ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (2013) í leikskóla Garðabæjar.

  • Samstarfssamningur Garðbæjar og RannUng undirritaður.
    Samstarfssamningur Garðbæjar og RannUng undirritaður. F.v: Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi, Margrét Bjarnadóttir formaður leikskólanefndar, Anna Magnea Hreinsdóttir aðjúnkt, Kristín Karlsdóttir dósent, Margrét Björnsdóttir aðjúnkt og starfsmaður RannUng .Sitjandi eru þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri og Sara Margrét Ólafsdóttir dósent.

Í vikunni skrifuðu Garðabær og RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) undir samstarfssamning vegna innleiðingar ákvæða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (2013) í leikskóla Garðabæjar.

Markmið verkefnisins er að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins í leikskóla Garðabæjar en þátttakendur verkefnisins eru allir leikskólar í Garðabæ og munu þeir vinna saman að innleiðingu Barnasáttmálans. Stuðst verður við verkefnið Barnvæn sveitafélög, sem er alþjóðlegt verkefni UNICEF og er hannað til að veita sveitafélögum stuðning, fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu sáttmálans með markvissum hætti.

Innleiðingin felur í sér átta skref sem miða að því að virða og uppfylla réttindi barna en skrefin eru staðfesting sveitafélags um innleiðingu sáttmálans. Verkefnið verður sem fyrr segir unnið í samvinnu leikskólanna og RannUng sem starfrækt er við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þátttakendur á vegum RannUng eru; Dr. Sara M. Ólafsdóttir dósent, Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir aðjúnkt, Dr. Kristín Karlsdóttir dósent og Margrét S. Björnsdóttir aðjúnkt og starfsmaður RannUng.

Verkefnið hefur skýra tengingu við menntastefnu og jafnréttisstefnu Garðabæjar. Um er að ræða mikinn ávinning fyrir skólasamfélagið í Garðabæ, einkum og sér í lagi fyrir börn þar sem réttindi þeirra séu höfð að leiðarljósi í virkri framkvæmd þar sem að allir þekki þau og virði.