Mannauðsstefna í fáum orðum

Ráðningarferlið

 • Gera áætlanir um starfsmannaþörf 
 • Ráða hæft starfsfólk og viðhafa vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar 
 • Taka skal vel á móti nýjum starfsmönnum 

Laun og kjarasamningar

 • Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitafélaga og þess stéttarfélags sem er samningsaðili fyrir viðkomandi starf 
 • Ákvarðanir um launagreiðslur skulu vera gagnsæjar og málefnalegar og gæta skal jafnræðis 

Starfsþróun og fræðsla

 • Starfsmenn fá tækifæri til að þróast í starfi og hvatningu til að sækja sér sí- og endurmenntun 

Samskipti og upplýsingamiðlun

 • Samskipti starfsmanna skulu byggjast á gagnkvæmu trausti og virðingu 
 • Markviss upplýsingamiðlun og skýrar boðleiðir 
 • Fylgjast skal með viðhorfum starfsmanna og vinna að úrbótum 
 • Siðareglur starfsmanna 

Heilsa, öryggismál, einelti og vinnuvernd

 • Skapa skal aðlaðandi vinnuumhverfi þar sem vinnuaðstæður eru heilsusamlegar og öryggis er gætt í hvívetna til að tryggja vellíðan og árangur starfsmanna 
 • Bregðast skal við kynferðislegri áreitni og einelti um leið og mál kemst upp eða ef grunur liggur fyrir 

Fjölskyldan og jafnrétti

 • Garðabær er fjölskylduvænn vinnustaður 
 • Tryggja skal jafnvægi milli starfs og fjölskylduábyrgðar 
 • Lögð skal áhersla á jafnrétti í víðu samhengi svo sem jafnrétti kynja, vegna þjóðernis, trúarskoðana, fatlana og út frá aldri 

Starfslok

 • Standa skal faglega að starfslokum starfsmanna 

Mælingar og eftirfylgni

 • Tryggja skal markvissar mælingar og skýra eftirfylgni með þáttum mannauðsstjórnunar