Eignaskiptayfirlýsing
Byggingarfulltrúi áritar eignaskiptayfirlýsingar eftir yfirferð.
Eignaskiptayfirlýsing er lögboðinn skriflegur gerningur eigenda fjöleignarhúss sem gerður er á grundvelli fyrirmæla fjöleignarhúsalaga og geymir lýsingu á húsinu og lóð þess og mælir fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og ákvarðar hlutdeild hvers eiganda í sameign og markar með því grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar.
Hvað er eignaskiptayfirlýsing?
Eignaskiptayfirlýsing er lögboðinn skriflegur gerningur eigenda fjöleignarhúss sem gerður er á grundvelli fyrirmæla fjöleignarhúsalaga og geymir lýsingu á húsinu og lóð þess og mælir fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og ákvarðar hlutdeild hvers eiganda í sameign og markar með því grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar. Eignaskiptayfirlýsing er m.ö.o. skjal sem kveður á um skiptingu fjöleignarhúss í eignarhluta. Hverjum séreignarhluta er lýst og tilgreint hvað honum fylgir sérstaklega. Þá kemur fram hvaða hlutar húss séu í sameign og hvort sú sameign tilheyri öllum eigendum eða einungis sumum og þá hverjum. Þá er kveðið á um atriði eins og hlutfallstölur, kvaðir, réttindi til bílskúra, bílastæða og byggingar. Eignaskiptayfirlýsing er því aðalheimildin um skiptingu fjöleignarhúss í séreign og sameign og getur komið í veg fyrir margvíslegan ágreining milli eigenda.
Eignaskiptayfirlýsingu er þinglýst og á grundvelli hennar ganga eignarhlutar kaupum og sölum, eru veðsettir, kvaðabundnir, á þá lögð opinber gjöld, tilteknum kostnaði í húsinu skipt niður, vægi atkvæða metið á húsfundum í vissum tilvikum o.fl.
Hverjir gera eignaskiptayfirlýsingu?
Þeim einum er heimilt að taka að sér að gera eignaskiptayfirlýsingar sem uppfylla lögmælt skilyrði og hafa fengið til þess leyfi frá ráðherra. Lista yfir leyfishafa er að finna á www.velferdarraduneyti.is
Efnisatriði og innihald eignaskiptayfirlýsingar
Í eignaskiptayfirlýsingu skal skipting húss koma glöggt fram og tilgreint hvað tilheyrir hverjum eignarhluta,hvortum sé að ræða séreign, sameign allra eða sameign sumra og hvaða eignarhlutum slík sameign tilheyrir. Í eignaskiptayfirlýsingu skal og greina frá forsendum hennar og þeim gögnum sem hún er byggð á og fylgja henni. Sé um að ræða frávik eða afbrigði frá venjulegri tilhögun eða útfærslu skal þeirra glögglega getið. Í eignaskiptayfirlýsingu skulu auk þess koma fram þau atriði sem upp eru talin í 8. gr. reglugerðar nr. 910/2000.
Fylgigögn
Með eignaskiptayfirlýsingu skulu fylgja lóðaruppdráttur, grunnmyndir og sniðmyndir af hverri hæð húss, þar sem hvert rými er merkt í samræmi við skráningarreglur. Skráningartafla skal og fylgja eignaskipta-yfirlýsingu. Öll ofangreind gögn sem fylgja eignaskiptayfirlýsingu skulu vera af stærð inni A4.
Eignaskiptayfirlýsingu skal skila í .pdf og skráningartöflu á excel formi hér
Staðfesting og meðferð byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi áritar eignaskiptayfirlýsingar eftir yfirferð áður en þeim er þinglýst, til staðfestingar á því að þær séu í samræmi við samþykktar teikningar og að þær séu unnar í samræmi við reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar. Nánari upplýsingar um eignaskiptayfirlýsingu má finna á vef VelferðarráðuneytisinsReglugerð um eignaskiptayfirlýsingu, útreikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleignarhúsum nr. 910/2000 .