Útgáfa byggingarleyfa

Frá og með 15. apríl 2013 er gefið út formlegt byggingarleyfi fyrir hverri framkvæmd sem sótt er um, samþykkt hefur verið af byggingarfulltrúa og staðfest í bæjarráði.

Áður en hægt er að gefa út byggingarleyfi þarf eftirfarandi að liggja fyrir:

  • Samþykktar aðalteikningar
  • Innsendar sérteikningar
  • Uppáskrift byggingarstjóra með staðfestingu um réttindi frá Mannvirkjastofnun og staðfestingu um tryggingu
  • Uppáskriftir meistara með staðfesta löggildingu, sem að verkinu koma.

Að öllu ofanskráðu uppfylltu er hægt að gefa út formlegt byggingarleyfi.

Byggingarleyfi undirritast af byggingarfulltrúa.

Öll gjöld skulu greidd við afhendingu byggingarleyfa. Þá eru að auki afhentir samþykktir aðaluppdrættir og séruppdrættir.