Fjölnota íþróttahús

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið sem nú er að rísa í Vetrarmýri hafa gengið vel. Heildarkostnaður við verkið er um fjórir milljarðar og er ein stærsta framkvæmd sem Garðabær hefur ráðist í. 

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið sem nú er að rísa í Vetrarmýri hafa gengið vel. Heildarkostnaður við verkið er um fjórir milljarðar og er ein stærsta framkvæmd sem Garðabær hefur ráðist í. Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) hanna og byggja húsið skv. verksamningi við Garðabæ sem var gerður eftir alútboð á verkinu í lok árs 2018 en framkvæmdir hófust í byrjun árs 2019.

Gera má ráð fyrir að húsið sjálft verði tilbúið í lok árs 2021 skv. áætlun.
Fjölnota íþróttahúsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og klifurvegg innanhúss auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Stærð íþróttasalarins verður um 80x120 m, með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 18.200m².

Hér má sjá fréttir sem birtar hafa verið um framkvæmdirnar á vef Garðabæjar.