Lausar lóðir

Í öllum tilvikum sem lóðir á vegum Garðabæjar eru til úthlutunar verða þær auglýstar á vef Garðabæjar og/eða á annan áberandi hátt.

Urriðaholt

Á vegum Garðabæjar eru ekki til úthlutunar lóðir fyrir íbúðarhús en í bæjarfélaginu á sér stað uppbygging byggðar í Urriðaholti.  Að undanförnu hefur verið mest uppbygging á fjölbýlishúsum en i undirbúningi er að hefja uppbyggingu á svæði fyrir einbýlishúsalóðir. Varðandi nánari upplýsingar er vísað á Urriðaholt ehf.   Urriðaholt 

Akrahverfi

Í Akrahverfi á sér stað uppbygging á vegum verktaka á fjölbýlis- og raðhúsum við Breiðakur og Byggakur.  Þá eru í Akrahverfi óbyggðar einbýlishúsalóðir í eigu einkaðila.

Á döfinni

Prýðahverfi

Samkvæmt skipulagi sem gildir fyrir Prýðahverfi er gert ráð fyrir viðbótarlóðum á svæði milli gamla Álftanesvegar og norðurbæjar Hafnarfjarðar.  Í undirbúningi er að auglýsa þrjár lausar lóðir í eigu bæjarins á svæðinu við götu sem heitir Garðprýði.

Garðahverfi

Í undirbúningi er að auglýsa lóðir í Garðahverfi en þar er gert ráð fyrir einu til tveimur viðbótarhúsum við bæjartorfurnar á svæðinu.  Í fyrstu verða auglýstar lóðir við Holt og á svæði þar sem áður var Háteigur.

Álftanes

Í undirbúning er verið að vinna nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði Álftaness og má gera ráð fyrir að svæðið geti að hluta verið byggingarhæft á árinu 2018.  Þá er í undirbúning að hefja sölu á lóðum við Sveinskot en þar er um að ræða alls 15 lóðir í eigu Íslandsbanka.

Hnoðraholt – Vífilsstaðir

Verið er að vinna rammahluta aðalskipulags fyrir Vífilsstaðarland, byggt á niðurstöðum samkeppnar sem haldin var 2017.