Lóðir í Garðabæ

Upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar og uppbyggingarsvæði í Garðabæ.

Í dag eru lausar lóðir í Garðabæ til ráðstöfunar hjá einkaaðilum í Urriðaholti og Akrahverfi.
Garðabær vinnur nú að gatnagerð á miðsvæði Álftaness við Breiðumýri. Hámarks byggingarmagn svæðisins er 30.000 m2 í allt að 252 íbúðareiningum í fjölbýlishúsum með möguleika á sérbýli að hluta.

Hönnun gatna við Þórukot og Kumlamýri á miðsvæði Álftaness er hafin. Í Þórukoti er gert ráð fyrir einbýlishúsum og parhúsum í Kumlamýri. Stefnt er að því að þær lóðir verði auglýstar til úthlutunar í maí /júní 2021.

Lóðir á vegum Garðabæjar:

Í öllum tilvikum sem lóðir á vegum Garðabæjar eru til úthlutunar verða þær auglýstar á vef Garðabæjar og/eða á annan áberandi hátt.  
Til að fylgjast með fréttum og auglýsingum frá Garðabæ er hægt að gerast áskrifandi að rafrænu fréttabréfi Garðabæjar sem er sent út vikulega á föstudögum.  Skráning á póstlistann er neðst á forsíðu vefs Garðabæjar. 

Hesthúsalóðir til úthlutunar á Kjóavöllum - sjá nánar hér.  Umsóknarfrestur var til og með 11. maí 2021.

Uppbyggingarsvæði í Garðabæ:

Miðsvæði Álftaness

Nýtt deiliskipulag fyrir Breiðumýri, Krók, Helguvík og Kumlamýri hefur tekið gildi. Garðabær hefur samið við Húsbygg ehf. um úthlutun lóða í Breiðumýri. Gera má ráð fyrir að uppbygging á lóðum við Lambamýri hefjist á vormánuðum 2021. 

Nánari upplýsingar um nýtt deiliskipulag Breiðamýris, Krók, Helguvík og Kumlamýri.

Hnoðraholt og Vetrarmýri

Unnið er að gerð deiliskipulagsáætlana fyrir Vífilsstaðasvæðið, Hnoðraholt og Vetrarmýri.
Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi í nóvember 2020 nýtt deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga íbúðarbyggðar á norðurhluta Hnoðraholts. Í undirbúningi er að hefja vinnu við hönnun gatna og útboði framkvæmda við gatnagerð.

Samhliða fer fram undirbúningur að úthlutun lóða og stefnt er að því að hægt verði að auglýsa þær í maí/júní 2021.