Lóðir í Garðabæ
Upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar og uppbyggingarsvæði í Garðabæ.
Í dag eru lausar lóðir í Garðabæ til ráðstöfunar hjá einkaaðilum í Urriðaholti og Akrahverfi.
Garðabær vinnur nú að gatnagerð á miðsvæði Álftaness við Breiðumýri og Kumlamýri . Í Breiðumýri er hámarks byggingarmagn 30.000 m2 í
allt að 252 íbúðareiningum í fjölbýlishúsum með möguleika á sérbýli að hluta. Í Kumlamýri er gert ráð fyrir parhúsum.
Hönnun gatna við Þórukot á miðsvæði Álftaness er hafin. Í Þórukoti er gert ráð fyrir einbýlishúsum.
Lóðir á vegum Garðabæjar:
Í öllum tilvikum sem lóðir á vegum Garðabæjar eru til úthlutunar verða þær auglýstar á vef Garðabæjar og/eða á annan áberandi hátt. Til að fylgjast með fréttum og auglýsingum frá Garðabæ er hægt að gerast áskrifandi að rafrænu fréttabréfi Garðabæjar sem er sent út vikulega á föstudögum. Skráning á póstlistann er neðst á forsíðu vefs Garðabæjar.
Kumlamýri - parhúsalóðir
Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt 26 parhúsalóða í Kumlamýri á Álftanesi.
Kumlamýri liggur í suðurátt frá Suðurnesvegi og frá henni kvíslast botnlangar. Parhúsin eru staðsett saman í þyrpingu með sameiginlegu götu- og íverusvæði í miðju. Húsin verða 1 hæð og ris.
Einungis einstaklingar geta gert tilboð í lóðirnar og þurfa tveir einstaklingar saman að gera sameiginlegt tilboð í tvær samliggjandi parhúsalóðir og eru sameiginlega ábyrgir fyrir greiðslu byggingarréttargjalds fyrir báðar lóðirnar.
Sjá auglýsingu með úthlutunarskilmálum og nánari upplýsingum hér.
Vetrarmýri - miðsvæði - fjölbýli og atvinnuhúsnæði
Íslandsbanki, fyrir hönd Garðabæjar, auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum byggingarreitum við Vetrarmýri í Garðabæ.
Sjá auglýsingu hér á vef Garðabæjar.
Vetrarmýri er 20 hektara byggingaland, að fullu í eigu Garðabæjar, sem markast af Hnoðraholti til norðurs, Reykjanesbraut til vesturs, Vífilsstaðavegi til suðurs og golfvelli GKG til austurs.
Áætluð heildarstærð byggðar í Vetrarmýri er um 66.000 fermetrar af fjölbýli og 36.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði með 664 íbúðum að hámarki. Í þessum fyrsta áfanga eru boðnir út u.þ.b. 26.000 fermetrar af fjölbýli og 26.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum reitum auk möguleika fyrir bjóðendur í atvinnuhúsnæði að bjóða í bílastæðahús við Reykjanesbraut.
Atvinnulóðir í Garðabæ - Þorraholt 2 og 4
Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði á lóðunum Þorraholt 2 og 4 í Hnoðraholti norður. Sjá auglýsingu hér.Hesthúsalóðir
Garðabær auglýsir lausar til úthlutunar hesthúsalóðir á Kjóavöllum -Rjúpnahæð.Sjá í auglýsingu hér hvaða lóðir eru lausar.
Uppbyggingarsvæði í Garðabæ:
Miðsvæði Álftaness
Nýtt deiliskipulag fyrir Breiðumýri, Krók, Helguvík og Kumlamýri hefur tekið gildi. Garðabær hefur samið við Húsbygg ehf. um úthlutun lóða í Breiðumýri. Gera má ráð fyrir að uppbygging á lóðum við Lambamýri hefjist á vormánuðum 2021. Nánari upplýsingar um nýtt deiliskipulag Breiðamýris, Krók, Helguvík og Kumlamýri.
Hnoðraholt og Vetrarmýri
Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi í nóvember 2020 nýtt deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga íbúðarbyggðar á norðurhluta Hnoðraholts og Vetrarmýri. Í undirbúningi er að hefja vinnu við hönnun gatna og útboði framkvæmda við gatnagerð.