Lóðir í Garðabæ
Upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar og uppbyggingarsvæði í Garðabæ.
Í dag eru lausar lóðir í Garðabæ til ráðstöfunar hjá einkaaðilum í Urriðaholti og Akrahverfi.
Í Breiðumýri er hámarks byggingarmagn 30.000 m2 í
allt að 252 íbúðareiningum í fjölbýlishúsum með möguleika á sérbýli að hluta.
Hönnun gatna við Þórukot á miðsvæði Álftaness er hafin. Í Þórukoti er gert ráð fyrir einbýlishúsum.
Lóðir á vegum Garðabæjar:
Í öllum tilvikum sem lóðir á vegum Garðabæjar eru til úthlutunar verða þær auglýstar á vef Garðabæjar og/eða á annan áberandi hátt. Til að fylgjast með fréttum og auglýsingum frá Garðabæ er hægt að gerast áskrifandi að rafrænu fréttabréfi Garðabæjar sem er sent út vikulega á föstudögum. Skráning á póstlistann er neðst á forsíðu vefs Garðabæjar.
Hesthúsalóðir
Garðabær auglýsir lausar til úthlutunar hesthúsalóðir á Kjóavöllum -Rjúpnahæð.Sjá í auglýsingu hér hvaða lóðir eru lausar.
Uppbyggingarsvæði í Garðabæ:
Miðsvæði Álftaness
Nýtt deiliskipulag fyrir Breiðumýri, Krók, Helguvík og Kumlamýri hefur tekið gildi. Garðabær hefur samið við Húsbygg ehf. um úthlutun lóða í Breiðumýri. Gera má ráð fyrir að uppbygging á lóðum við Lambamýri hefjist á vormánuðum 2021. Nánari upplýsingar um nýtt deiliskipulag Breiðamýris, Krók, Helguvík og Kumlamýri.
Hnoðraholt og Vetrarmýri
Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi í nóvember 2020 nýtt deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga íbúðarbyggðar á norðurhluta Hnoðraholts og Vetrarmýri. Í undirbúningi er að hefja vinnu við hönnun gatna og útboði framkvæmda við gatnagerð.