Lóðir í Garðabæ

Í dag eru lausar lóðir í Garðabæ til ráðstöfunar hjá einkaaðilum í Urriðaholti og Akrahverfi.
Þá hefur Íslandsbanki auglýst til sölu einbýlishúsalóðir við Sveinskot á Álftanesi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á vegum Garðabæjar við gatnagerð við Sveinskot hefjist haustið 2019 og að lóðir verði byggingarhæfar vorið 2020.

Lóðir á vegum Garðabæjar:

Í öllum tilvikum sem lóðir á vegum Garðabæjar eru til úthlutunar verða þær auglýstar á vef Garðabæjar og/eða á annan áberandi hátt.

Atvinnulóð í Molduhrauni - Garðahraun 1 - sjá auglýsingu og upplýsingar hér.  

Uppbyggingarsvæði í Garðabæ:

Miðsvæði Álftaness

Nýtt deiliskipulagi fyrir miðsvæði Álftaness hefur ekki tekið gildi en gera má ráð fyrir að uppbygging á svæðinu hefjist seinni hluta árs 2019. Í fyrstu verða til ráðstöfunar lóðir fyrir fjölbýlishús í Breiðumýri en síðar hefst uppbygging á öðrum svæðum þar sem lóðir eru fyrir einbýli, par- og raðhús.

Hnoðraholt og Vetrarmýri

Unnið er að gerð deiliskipulagsáætlana fyrir Vífilsstaðasvæðið, Hnoðraholt og Vetrarmýri.
Gera má ráð fyrir að samþykkt tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir fyrsta áfanga íbúðarbyggðar á Hnoðraholti liggi fyrir veturinn 2019. Tillögurnar verða kynntar og auglýstar á vef Garðabæjar. Í framhaldinu verður unnið að hönnun gatna og undirbúningi útboðs framkvæmda við gatnagerð.
Samhliða fer fram undirbúningur að úthlutun lóða sem gera má ráð fyrir að auglýst verður vorið 2020 og að fyrstu lóðir á svæðinu verði byggingarhæfar haustið 2020.