Hesthús

Garðabær auglýsti lausar til úthlutunar hesthúsalóðir á Kjóavöllum, við göturnar Sunnuvelli og Æsuvelli.  Umsóknarfrestur er liðinn.

Garðabær auglýsti lausar til úthlutunar hesthúsalóðir á Kjóavöllum, við göturnar Sunnuvelli og Æsuvelli. Einstaklingar sem og lögaðilar geta sótt um hesthúsalóðirnar. 

Umsóknarfrestur var til og með 11. maí 2021.  

Á Kjóavöllum er hesthúsahverfi og athafnasvæði hestamannafélagsins Spretts með reiðhöll og íþróttaleikvangi fyrir hestaíþróttir.

Garðabær og Kópavogsbær hafa sameiginlega staðið að samþykkt deiliskipulags fyrir hesthúsahverfi og íþróttaleikvang að Kjóavöllum. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að innan bæjarmarka Garðabæjar muni rísa 85 ný hesthús með að hámarki 1600 hross sem byggjast upp á næstu árum. Fyrir eru 23 hesthús í Andvarahverfi.

Auglýsingu um úthlutun má finna hér ásamt fylgigögnum.