Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2018-2030

Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Verkefnalýsing

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með verkefnislýsingu á fyrirhugaðri breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 í Vífilsstaðalandi í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin gerir ráð fyrir að breytingin felist í að unnið verði með aðalskipulagsbreytinguna sem rammahluta aðalskipulagsins. Breytingin mun ná til Vífilsstaðalands. (Hnoðraholt, Vetrarmýri, Smalaholt, Rjúpnahæð, Vífilsstaðir og Vífilsstaðahraun).

Í verkefnislýsingu kemur fram hvert viðfangsefni, markmið og helstu áherslur aðalskipulagsbreytingarinnar skuli vera. Einnig er gerð grein fyrir tengslum hennar við aðrar áætlanir og við vinningstillögu rammaskipulagssamkeppninnar sem lá fyrir í lok síðasta árs. Gerð er grein fyrir því með hvaða hætti kynning og samráð skipulagsferlisins skulu vera. Þá eru tilgreindir helstu umhverfisþættir og með hvaða hætti áhrifamat skuli unnið.

Í kjölfar aðalskipulagsbreytingar verða deiliskipulagsáætlanir unnar í áföngum.

Verkefnalýsing

 

Deiliskipulagsbreytingartillagan og verkefnislýsing aðalskipulagsbreytingarinnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá  11. júní 2018 til og með 20. ágúst 2018.  Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is

Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla  miðvikudaginn 27. júní kl. 17:15. Þar verður deiliskipulagsbreytingin og verkefnislýsingin kynnt ásamt fyrirliggjandi tillögu að fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagsbreytingartillöguna og koma með ábendingar vegna verkefnislýsingar aðalskipulagsbreytingarinnar.  Frestur til þess að skila inn athugasemdum og ábendingum rennur út mánudaginn 27. ágúst 2018.

Skila skal athugasemdum og ábendingum á bæjarskrifstofur Garðabæjar eða á skipulag@gardabaer.isog skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar