Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Lyngás, svæði L1 og L2

Skipulagslýsing deiliskipulagsbreytinga

Skipulagslýsing deiliskipulagsbreytinga
Garðabær kynnir verkefnalýsingu deiliskipulagsbreytingar við Lyngás, svæði L1 og L2, í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Markmið skipulagsbreytinganna er að gera ráð fyrir að skipulagðar verði 250-350 íbúðir auk þess sem áfram verði 1.000-2.000 m2 í atvinnuhúsnæði.

Skipulagslýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 25. september 2018 til og með 9. október 2018. Einnig er hún aðgengileg á vef Garðabæjar www.gardabaer.is . Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn ábendingar. 
Frestur til að skila inn ábendingum rennur út þriðjudaginn 9. október 2018. 

Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða skipulag@gardabaer.is og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.