Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Miðhraun 24

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns vegna lóðarinnar Miðhraun 24

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga, vegna lóðarinnar við Miðhraun 24.

Í breytingunni felst stækkun lóðar, breytingar á aðkomu, breyting á byggingarreit o.fl.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 25. september 2018 til og með 6. nóvember 2018. Hún er einnig aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 6. nóvember 2018.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar eða á skipulag@gardabaer.is og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar