Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Auglýsing um deiliskipulag í Garðabæ

Holtstún - Kinnargata 27 - Urriðaholtsstræti 34

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögur á eftirfarandi deiliskipulagsáætlun í samræmi við 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Holtstún. Tillaga að deiliskipulagi (Eyvindarholt, Stekkur, Asparvík og Tjörn)
Tillagan gerir ráð fyrir 4 íbúðareiningum í 2 parhúsum á milli Stekkjar og Asparvíkur og 6 íbúðareiningum við Evindarholt í einu parhúsi og raðhúslengju

Holtstún - greinagerð

Holtstún - deiliskipulag

 

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu á breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kinnargata 27. Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Urriðaholt-Vesturhluti.
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 6 í 7.

Deiliskipulags breytingar uppdráttur

Urriðaholtsstræti 34. Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Urriðaholt – Norðurhluti 3.
Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 12 í 15.

Deiliskipulags breytingar uppdráttur

 

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 26.03 2018 til og með 07.05.2018. Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 07.05.2018.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim.


Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar