Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Lunda

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi Lundahverfis.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Lundahverfis

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt tillögu skipulagsnefndar að auglýsa til kynningar að nýju tillögu að deiliskipulagi Lundahverfis, samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. 

Deiliskipulagstillagan gerir nú ráð fyrir ákvæðum um bílageymslur sem eru óbreyttar frá því sem verið hefur. Þ.e. að almennt verði gert ráð fyrir bílgeymslum fyrir tvær bifreiðar fyrir einbýlishús. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun deilda í leikskólanum Lundabóli.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdráttum og í greinargerð.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7 frá 25. september til og með 6. nóvember 2018. Einnig er hún aðgengileg á vef Garðabæjar www.gardabaer.is  

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 6. nóvember 2018. 

Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á skipulag@gardabaer.is og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.