Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Urriðaholt, Austurhluti 1. áfangi

Athugasemdir berist fyrir lok dags 4. júlí 2018.

Auglýsing deiliskipulagstillögu

Skipulagsnefnd Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á deiliskipulagi Urriðaholts Austurhluta 1. áfanga í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið nær til 22,1 ha svæðis í austurhluta Urriðaholts, þar sem gert er ráð fyrir íbúðahverfi fyrir u.þ.b. 493 íbúðir í fjölbýli (2-5 hæðir), rað-, par- og einbýlishúsum (1-2 hæðir). Íbúðirnar eru af mismunandi stærð og geta hentað fyrir alla aldurshópa. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir almenningsgarði með íþróttaaðstöðu.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 23. maí 2018 til og með 4. júlí 2018. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á því að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Arinbjörn Vilhjálmsson
Skipulagsstjóri Garðabæjar

Deiliskipulag Austurhluti 1, Urriðaholt – Tillaga greinargerð

Deiliskipulagsuppdráttur Austurhluti 1, Urriðaholt – Tillaga

Skýringaruppdrættir Austurhluti 1, Urriðaholt – Tillaga