• 18.5.2024, 12:00 - 17:00, Hönnunarsafn Íslands

Safnadagurinn: Hönnunarsafnið með opið hús

  • Siggasoffia03minni

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum er frítt inn á Hönnunarsafn Íslands laugardaginn 18 maí.

Í safninu standa nú yfir þrjár sýningar.

Untitled-design-1-_1715595769268

Sýningin Skart sem haldin er í samstarfi við Textílfélagið sem fagnar 50 ára afmæli á árinu. Þar sýna þrír meðlimir félagsins skartgripi. Ingiríður Óðinsdóttir og Jóna Sigríður Jónsdóttir eiga það sameiginlegt að vera í grunninn textílhönnuðir en Helga Mogensen er menntaður skartgripahönnuður. Það sem tengir verkin helst saman er vísun í ferðalag. Helga vinnur með landakort þar sem staðarnöfn, strandir og hæðarlínur koma við sögu. Verk Ingiríðar hafa tenginu við gönguferð um íslenska náttúru með óvæntum snúningi og verk Jónu vekja hugrenningatengsl við skartgripi ættbálka á framandi slóðum.



From-exhibition-smaller

 

 

Á sýningunni, Hönnunarsafnið sem heimili, má finna um 200 dæmi um íslenska hönnun. Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mismunandi tímabilum. Húsgögn, borðbúnaður, fatnaður, bækur og textíll frá ólíkum tíma koma saman og varpa ljósi á brot af því sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hefur skapað.

 

Siggasoffia03minni

Eldbóm – hvernig dans varð að vöruhönnun er sýning sem varpar ljósi á það hvernig hugmyndir kvikna og taka flugið, springa út í allar áttir og falla í mismunandi jarðveg. Við köllum rýmið þar sem þessi sýning er sett upp „Safnið á röngunni“. Það er hugsað sem rými til tilrauna, rannsókna og samtals. Hér gefst tækifæri til að líta yfir farinn veg, skoða hugmyndir sem hafa orðið að veruleika, þær sem enn bíða og tækifærin fram undan. Sigga Soffía Níelsdóttir útskrifaðist sem listdansari frá samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2009 og stundaði einnig nám í sirkuslistum við École Supérieure des Arts du Cirque í Brussel. Árið 2021 útskrifaðist hún með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað víðsvegar sem dansari og danshöfundur en er einnig þekkt fyrir flugeldasýningahönnun og blómalistaverk.

Safnið er opið alla daga frá 12-17 nema mánudaga