Matjurtagarðar

Garðbæingum gefst kostur á að leigja matjurtakassa til ræktunar matjurta á fjórum stöðum í sumar. Þeir eru staðsettir í Hæðahverfi, á Álftanesi og á tveimur stöðum í Urriðaholti.

  • Leigutími er 10. maí - 15. október
  • Matjurtakassarnir sem eru í boði eru 2m x 4m eða 8mað stærð og eru merktir með númerum. 
  • Vatn til vökvunar er á öllum stöðunum. 
  • Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með kössunum.
  • Leiguverð sumarið 2024 er 5.500 kr

ATH opnað var fyrir leiguna föstudaginn 10. maí kl. 14:00. 

Leiga á matjurtagörðum sumarið 2024- smelltu hér!


Umsókn um matjurtakassa

 Hægt er að sækja um matjurtakassa með því að smella á hlekk hér.
Smellt er á þann matjurtakassa á myndinni sem óskað er eftir og um leið og hann hefur verið valinn er farið í gegnum greiðsluferli og garðurinn merktur sem seldur.

Leigutímabil gróðurkassanna er frá 10. maí - 15. október. Að leigutíma loknum þarf að vera búið að taka upp allar matjurtir úr matjurtakössunum (og skila þeim tómum).  

Athugið að hver einstaklingur getur aðeins leigt einn matjurtakassa. 

Hæðahverfi


Matjurtagarðar í Hæðahverfi

Í Hæðahverfi er 21 matjurtakassar í boði til ræktunar. Aðkoma að svæðinu er sunnan leikskólans Hæðarbóls.
Sjá staðsetningu á kortavef Garðabæjar, og einnig hér á mynd. 

Álftanes

Matjurtakassar Álftanesi

Á Álftanesi eru 10 matjurtakassar við hliðina á gervigrasvellinum og aðkoma að þeim er frá Breiðamýri.

Sjá staðsetningu á kortavef Garðabæjar og einnig hér á mynd.

Urriðaholt - Kauptún


Matjurtakassar í UrriðaholtiVið Kauptún eru 10 matjurtakassar. Aðkoma að þeim er frá bílastæðinu í Kauptúni þaðan sem göngustígur er að kössunum.    

Staðsetning sýnd á kortavef Garðabæjar, sjá einnig mynd hér fyrir neðan. 

Urriðaholt - neðan Dýjagötu

Matjurtagarðarnir neðan Dýjagötu eru 28 talsins. Margir göngustígar liggja að kössunum en þeir eru staðsettir fyrir neðan botnlanga Dýjagötu og Kinnargötu. Staðsetning sýnd á kortavef Garðabæjar, sjá einnig mynd hér fyrir neðan.

Urridaholt_Dyjagata_matjurtakassar

Skólagarðar í Silfurtúni

Skólagarðar eru í Silfurtúni og er aðkoma að þeim við leikskólann Bæjarból. Skólagarðarnir eru fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára.  Sjá nánari upplýsingar hér um skólagarðana.

Eldri borgurum býðst að leigja garð í skólagörðunum eftir 7. júní.

Nánari upplýsingar veitir:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri,
netfang: smarig@gardabaer.is