Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Garðabæjar 2018-2022 er skipuð 11 fulltrúum.

Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Hún fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarins, að svo miklu leyti sem hún hefur ekki falið hana öðrum. Á meðal annarra verkefna er kosning í ráð og nefndir á vegum bæjarstjórnar, yfirstjórn á fjárreiðum bæjarins, gerð samþykkta og ákvörðun gjalda, eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.

Fundir bæjarstjórnar Garðabæjar eru fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar.
Fundir bæjarstjórnar eru haldnir í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefjast kl. 17.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir.

Fundargerðir bæjarstjórnar eru birtar á vef Garðabæjar daginn eftir fund.
 
Fréttir af ákvörðunum bæjarstjórnar eru birtar á vef Garðabæjar. Hægt er að gerast áskrifandi að fréttum frá bænum með því að skrá sig á fréttalista á vefnum.

Næsti fundur bæjarstjórnar

Boðað er til næsta fundar bæjarstjórnar fimmtudaginn 6. desember 2018 kl. 17:00 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

Fundarboð bæjarstjórnar má sjá hér.


Fulltrúar í bæjarstjórn

Í kosningum vorið 2018 voru eftirtaldir fulltrúar kjörnir í bæjarstjórn: