Bæjarstjórn
Bæjarstjórn Garðabæjar 2022-2026 er skipuð 11 fulltrúum.
Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Hún fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarins, að svo miklu leyti sem hún hefur ekki falið hana öðrum. Á meðal annarra verkefna er kosning í ráð og nefndir á vegum bæjarstjórnar, yfirstjórn á fjárreiðum bæjarins, gerð samþykkta og ákvörðun gjalda, eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.
Fundir bæjarstjórnar Garðabæjar eru fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast kl. 17.
Fundir bæjarstjórnar eru haldnir í Sveinatungu, fundarsal bæjarstjórnar á Garðatorgi 7.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir.
Fundargerðir bæjarstjórnar eru birtar á vef Garðabæjar daginn eftir fund.
Upptökur (myndupptökur og eldri hljóðupptökur) af fundum bæjarstjórnar má sjá hér.
Næsti fundur bæjarstjórnar
Fundurinn verður í beinu streymi af vef Garðabæjar, sjá útsendingu og fundarboð hér.
Fulltrúar í bæjarstjórn
Forseti bæjarstjórnar 2024-2025 er Margrét Bjarnadóttir (D)
Varaforsetar 2024-2025 eru Gunnar Valur Gíslason (D) (1. varaforseti) og Ingvar Arnarson (G) (2. varaforseti).
Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja: