Fréttir

Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

19. okt. : Sundlaugar, íþróttamannvirki og söfn lokuð áfram

Öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verða lokuð áfram. Söfn sem rekin eru á vegum sveitarfélaganna verða einnig lokuð.

Lesa meira
Stálið reist í fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri

16. okt. : Byrjað að reisa stálið í fjölnota íþróttahúsinu

Í vikunni var byrjað að reisa stálið í fjölnota íþróttahúsinu sem er í byggingu í Vetrarmýri. Vinna við húsið hefur gengið vel frá því að framkvæmdir hófust að nýju í sumar. 

Lesa meira
Loftmynd umferð

16. okt. : Ábendingavefur um varasama staði í gatnakerfi opinn til 18. október

Ábendingavefur þar sem íbúar geta sent inn ábendingar um varasama staði og hindranir í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum Garðabæjar í tengslum við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar Garðabæjar er opinn til og með sunnudagsins 18. október nk.

Lesa meira
Jazzstund í Sveinatungu

15. okt. : Jazzstund í Sveinatungu

Jazzstund í Sveinatungu var tekin upp mánudaginn 12. október í því skyni að létta fólki lundina nú þegar 3. bylgja Covid-19 gengur yfir og allt viðburðahald liggur niðri. 

Lesa meira

Fara í fréttasafn


Viðburðir

22. okt. 13:00 - 14:00 Hönnunarsafn - facebook útsending Fuglasmiðja á fésbókarsíðu Hönnunarsafnsins

Sigurbjörn Helgason fuglasmiður býður upp á fuglasmiðju í beinni útsendingu á Fésbókarsíðu Hönnunarsafns Íslands, fimmtudaginn 22. október kl 13:00 - 14:00.

 

Viðburðadagatal


Tilkynningar

Endurbætur á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar - 16. okt.. 2020 Auglýsingar

Unnið er að endurbótum á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar. Akreinum verður fjölgað og ný umferðarljós sett upp. Búast má við töfum á umferð um gatnamótin vegna þessa.

Ný hraðahindrun á Norðurnesvegi, búast má við töfum á umferð vegna framkvæmda - 12. okt.. 2020 Auglýsingar

Verið er að vinna að nýrri hraðahindrun á Norðurnesvegi og stendur hellulögn á henni yfir næstu 2-3 daga. Útbúin var einbreið hjáleið framhjá framkvæmdunum en vegfarendur eru beðnir um að aka með varúð.

Hafnarfjarðarvegur lokaður til suðurs laugardaginn 10. október frá kl. 8-18 - 8. okt.. 2020 Auglýsingar

Vegna framkvæmda við gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar verður Hafnarfjarðarvegur lokaður til suðurs (í átt að Hafnarfirði)  laugardaginn 10. október frá kl. 08-18:00

Lokað fyrir kalda vatnið í Garðahrauni - 2. okt.. 2020 Auglýsingar

Loka þarf fyrir kalda vatnið í Garðahrauni föstudaginn 2. október. Truflun verður á rennsli vatnsins frá kl. 10, en lokað alveg fyrir um kl. 13 og fram eftir degi.  


Gott að vita

Hvatapeningar

Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.

Lesa meira
Ísafold

Ljósmyndavefur Garðabæjar

Á ljósmyndavef Garðabæjar eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum, menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins.

Wapp

Gönguleiðir - beint í símann þinn

Náðu í appið  ,,Wapp-walking app".  Þar eru gönguleiðir í Garðabæ þér að kostnaðarlausu. Leiðsagnarappið er með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.

Lesa meira

Kortavefur

Á kortavefnum map.is/gardabaer er að finna ýmsar upplýsingar um staðsetningu lagna, snjómokstur, fornminjar og skipulag í Garðabæ. Þar er einnig hægt að nálgast teikningar af húsum.

Lesa meira