Fréttir

Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

25. sep. : Ábendingar og tillögur íbúa vegna fjárhagsáætlunar

Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2021-2024. Ábendingarnar geta t.d. snúið að tillögum til hagræðingar í starfsemi Garðabæjar, nýjum verkefnum sem bærinn ætti að sinna eða verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi bæjarins.

Lesa meira
Lokun við Elliðavatnsveg frá kl. 12-17 helgina 26.-27. september

25. sep. : Truflun á umferð um helgina við Vífilsstaðavatn

Um helgina, 26.-27. september, fara fram fjallahjólakeppnin Landsnet MTB og utanvegahlaupið Eldslóðin í upplandi Garðabæjar. Lokað verður inn á Elliðavatnsveginn (í átt að Hafnarfirði) fyrir neðan Vífilsstaði á meðan á keppnunum stendur frá kl. 12-17 á laugardag og sunnudag. 

Lesa meira
Umferðaröryggi - ábendingagátt

24. sep. : Ábendingavefur um varasama staði í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum

Garðabær leitar nú til íbúa sveitarfélagsins með því að opna ábendingavef sem verður opinn fram í miðjan október 2020. Þar er hægt að senda inn ábendingar um varasama staði og hindranir í gatnakerfi, göngu- og hjólastígum.

Lesa meira
Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2020

17. sep. : Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2020

Eigendur 6 lóða íbúarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2020, við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi miðvikudaginn 16. september sl. á Degi íslenskrar náttúru. Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækja og stofnana fékk Toyota í Kauptúni og Kaldakur var útnefnd snyrtilegasta gatan í ár. 

Lesa meira

Fara í fréttasafn


Viðburðir

26. sep. 14:00 Garðabær Fjallahjólakeppnin Landsnet MTB

Um helgina, 26.-27. september, fara fram fjallahjólakeppnin Landsnet MTB og utanvegahlaupið Eldslóðin í upplandi Garðabæjar.

 

27. sep. 12:00 Garðabær Utanvegahlaupið Eldslóðin

Um helgina, 26.-27. september, fara fram fjallahjólakeppnin Landsnet MTB og utanvegahlaupið Eldslóðin í upplandi Garðabæjar.

 

27. sep. 13:00 - 17:00 Krókur á Garðaholti Haust í burstabænum Króki - opið aftur

Opið hús í burstabænum Króki sunnudagana 20. og 27. september frá 13-17. 

 

Viðburðadagatal


Tilkynningar

Urriðaholtsstræti malbikað föstudagsmorgun 25. september - 25. sep.. 2020 Auglýsingar

Vegna malbikunar á Urriðaholtsstræti verður gatan lokuð föstudaginn 25. september frá morgni og til hádegis

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks - 24. sep.. 2020 Auglýsingar

Garðabær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks sem þarfnast sértæks stuðnings vegna fötlunar sinnar til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. 

Rafmagnslaust á svæði í kringum Ásgarð aðfaranótt föstudagsins 25. september - 23. sep.. 2020 Auglýsingar

Vegna vinnu við viðhald þurfa Veitur að taka rafmagn af svæðinu í kringum Ásgarð aðfaranótt föstudagsins 25. september, frá miðnætti á fimmtudegi til kl 07:00 á föstudagsmorgni

Vífilsstaðavegur fræstur frá Litlatúni að Hafnarfjarðarvegi fimmtudaginn 24. september - 23. sep.. 2020 Auglýsingar

Unnið er að breikkun Vífilsstaðavegar frá Litlatúni að Hafnarfjarðarvegi. Götuhlutinn verður fræstur fimmtudaginn 24. september og má reikna með töfum á umferð á meðan á framkvæmdunum stendur.


Gott að vita

Hvatapeningar

Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.

Lesa meira
Ísafold

Ljósmyndavefur Garðabæjar

Á ljósmyndavef Garðabæjar eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum, menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins.

Wapp

Gönguleiðir - beint í símann þinn

Náðu í appið  ,,Wapp-walking app".  Þar eru gönguleiðir í Garðabæ þér að kostnaðarlausu. Leiðsagnarappið er með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.

Lesa meira

Kortavefur

Á kortavefnum map.is/gardabaer er að finna ýmsar upplýsingar um staðsetningu lagna, snjómokstur, fornminjar og skipulag í Garðabæ. Þar er einnig hægt að nálgast teikningar af húsum.

Lesa meira