Fréttir

4. ágú. : Álftaneslaug lokuð 9.-20. ágúst vegna viðhalds

Álftaneslaug, bæði inni og útilaug, verður lokuð frá 9. ágúst til og með 20. ágúst vegna árlegs viðhalds og hreinsunar. Stefnt er að því að opna laugina aftur laugardaginn 21. ágúst kl, 9:00. Líkamsrækt og salir verða opnir fyrir æfingar þrátt fyrir lokun sundlaugarinnar.

Lesa meira
Sorptunnur_heimilistunnur01-Medium-

3. ágú. : Sorphirðudagatal - uppfletting eftir götum

Á vef Garðabæjar er nú hægt að slá inn heiti á götum og sjá hvenær næsta sorp- eða pappírshirðing er í götunni. Búið er að setja upp einfalt form til að hægt sé að fletta upp og sjá næstu losun í einstaka götum. 

Lesa meira
Göngustígur eftir Búrfellsgjá

29. júl. : Út að ganga með Wapp-inu

Í Garðabæ eru margar skemmtilegar gönguleiðir bæði í þéttbýli sem og utan. Undanfarin ár hafa Garðabær og Wapp (Walking app) verið í samstarfi um birtingu gönguleiða eða svokallaðra söguleiða auk hreyfileiða, þ.e. hjóla- og hlaupaleiða, í Garðabæ í leiðsagnarappinu Wappinu. 

Lesa meira
Kristín Þorkelsdóttir SÝNING

27. júl. : Fjölbreyttar sýningar í Hönnunarsafninu

Í Hönnunarsafni Íslands eru margar fjölbreyttar sýningar í sýningarsölum safnsins.

Lesa meira

Fara í fréttasafn


Viðburðir

04. ágú. 11:00 - 11:45 Qigong í Bæjargarðinum í sumar

Í sumar ætla Garðabær og Tveir heimar að bjóða upp á Qigong hreyfilist í Bæjargarðinum í Garðabæ, íbúum bæjarins og öðrum gestum að kostnaðarlausu. Alla miðvikudaga kl. 11-11:45 frá 23. júní - 18. ágúst

 

05. ágú. 13:00 - 14:00 Bókasafn Garðabæjar Tik Tok á bókasafninu

Aðstoð við að gera skemmtilegt TikTok alla miðvikudag kl. 13 í sumar.

 

05. ágú. 16:00 Hönnunarsafn Íslands Hönnunarsafn Íslands: Útgáfa og uppskeruhátíð - Náttúrulitun í nútíma samhengi

Útgáfuhátíð - bókverk um rannsókn á textíllitum. Fimmtudaginn 5. ágúst kl. 16 í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg 1.

 

Viðburðadagatal


Tilkynningar

Hafnarfjarðarvegur lokaður í suður milli Vífilsstaðavegs og Lyngáss fimmtudaginn 29. júlí frá kl. 18:00-06:00 - 29. júl.. 2021 Auglýsingar

Vegna malbikunarframkvæmda á Hafnarfjarðarvegi í suðurátt verður vegkaflinn frá Vífilsstaðavegi að Lyngási lokaður fimmtudaginn 29. júlí á milli klukkan 18:00 og 06:00 á föstudagsmorgun. Hjáleið verður í gegnum Sjáland og Ásahverfi.

Lokað fyrir kalda vatnið í hluta Hraungötu kl. 13:00 miðvikudaginn 28. júlí. - 28. júl.. 2021 Auglýsingar

Lokað verður fyrir kalda vatnið í hluta Hraungötu frá kl. 13 miðvikudaginn 28. júlí. Áætlað er að lokunin standi yfir í um klukkustund. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi lokun getur valdið.

Framkvæmdir við Holtsveg - 21. júl.. 2021 Auglýsingar

Mánudaginn 26. júlí nk. verður Holtsvegur lokaður að hluta vegna framkvæmda. Hjáleið um Lynggötu.

Malbikun í Urriðaholti - 21. júl.. 2021 Auglýsingar

Næstu daga verður malbikað í Urriðaholti ef veður leyfir.  Truflun á umferð verður um aðra akrein Urriðaholtsstrætis fyrir helgi og í næstu viku verður truflun á umferð um Hraungötu.  


Gott að vita

Hvatapeningar

Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.

Lesa meira
Ísafold

Ljósmyndavefur Garðabæjar

Á ljósmyndavef Garðabæjar eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum, menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins.

Wapp

Gönguleiðir - beint í símann þinn

Náðu í appið  ,,Wapp-walking app".  Þar eru gönguleiðir í Garðabæ þér að kostnaðarlausu. Leiðsagnarappið er með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.

Lesa meira

Kortavefur

Á kortavefnum map.is/gardabaer er að finna ýmsar upplýsingar um staðsetningu lagna, snjómokstur, fornminjar og skipulag í Garðabæ. Þar er einnig hægt að nálgast teikningar af húsum.

Lesa meira