Fréttir

Fimni á fimmtudögum - skapandi smiðja í bókasafninu

24. jún. : Skapandi sumarsmiðjur á bókasafninu

Á Bókasafni Garðabæjar við Garðatorgi verður boðið upp á fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni í sumar.  Á fimmtudögum kl.13 verður boðið upp á sérstakar lista- og sköpunarsmiðjur og á föstudögum eru sumarsmiðjur frá 10-12. 

Lesa meira
Krókur sumarmynd

24. jún. : Sumaropnun í Króki á Garðaholti

Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923.Eins og undanfarin sumur er opið hús í burstabænum Króki alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst frá kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira
Sumarnámskeið fyrir börn

22. jún. : Sumarnámskeið fyrir börn

Á vef Garðabæjar má sjá upplýsingar um sumarnámskeið fyrir börn sem eru í boði í Garðabæ í sumar. Þar eru helstu upplýsingar um námskeiðin og hlekkir yfir á vefsíður/skráningarsíður þeirra félagasamtaka sem halda námskeiðin.

Lesa meira
Tjaldafjölskyldan á þaki Garðatorgs.

22. jún. : Tjaldungar í fæði hjá tölvudeild Garðabæjar

Á þaki Garðatorgs 7, á bæjarskrifstofum Garðabæjar, mætir tjaldapar ár eftir ár og verpir á þaki hússins. Tjaldurinn hefur ekki farið framhjá starfsfólki á svæðinu en tölvudeild Garðabæjar er með gott útsýni yfir varpstaðinn og fylgist með parinu ár hvert.

Lesa meira

Fara í fréttasafn


Viðburðir

26. jún. 12:00 - 17:00 Krókur á Garðaholti Opið hús í Króki á Garðaholti

Burstabærinn Krókur á Garðaholti er opinn alla sunnudaga í sumar (júní, júlí, ágúst) frá kl. 12-17.

 

30. jún. 13:00 Bókasafn Garðabæjar Fimni á fimmtudögum - Sköpunarsmiðjur á Bókasafni Garðabæjar

Fimnisdagar - fimni á fimmtudögum. Sex fimmtudaga í sumar, frá 23. júní - 28. júlí verður boðið upp á sköpunarsmiðjur kl. 13:00 á Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi.

 

01. júl. 10:00 - 12:00 Bókasafn Garðabæjar Sumarsmiðjur Bókasafns Garðabæjar

Fjölbreyttar smiðjur í boði fyrir börn á Bókasafni Garðabæjar alla föstudaga í sumar milli kl. 10 og 12.

 

Viðburðadagatal


Tilkynningar

Kaldavatnslaust í Lundum - 23. jún.. 2022 Auglýsingar

Vegna viðgerðar á vatnsæð er kaldavatnslaust í hluta Lundahverfis frá um kl 17 fimmtudaginn 23. júní. 

Útboð - Hesthúsahverfi Kjóavöllum – Gatnagerð og lagnir - 23. jún.. 2022 Útboð í auglýsingu

Garðabær óskar eftir tilboðum í útboðið Hesthúsahverfi Kjóavöllum – Gatnagerð og lagnir

Snyrtilegar lóðir 2022 - 20. jún.. 2022 Auglýsingar

Umhverfisnefnd óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um snyrtilegar lóðir íbúðarhúsnæðis og fyrirtækis 2022. Einnig er leitað ábendinga um snyrtileg opin svæði, snyrtilega götu og framlag til umhverfismála.

Malbiksviðgerðir á Nýbýlavegi - 15. jún.. 2022 Auglýsingar

Miðvikudaginn 15.06 er stefnt á malbiksviðgerðir á Nýbýlavegi í tveimur áföngum sem eru vestan megin með hringtorg Nýbýlavegur / Lundur og austan megin við það.


Gott að vita

Hvatapeningar

Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.

Lesa meira
Ísafold

Ljósmyndavefur Garðabæjar

Á ljósmyndavef Garðabæjar eru birtar myndir af náttúru, íbúðahverfum, mannlífi, framkvæmdum, menningarviðburðum sem og myndum sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins.

Wapp

Gönguleiðir - beint í símann þinn

Náðu í appið  ,,Wapp-walking app".  Þar eru gönguleiðir í Garðabæ þér að kostnaðarlausu. Leiðsagnarappið er með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.

Lesa meira

Kortavefur

Á kortavefnum map.is/gardabaer er að finna ýmsar upplýsingar um staðsetningu lagna, snjómokstur, fornminjar og skipulag í Garðabæ. Þar er einnig hægt að nálgast teikningar af húsum.

Lesa meira