Fréttir

Birgitta Haukdal bæjarlistamaður Garðabæjar 2022
Bæjarlistamaður Garðabæjar 2022 er Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur. Tilkynnt var um valið við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi þann 25. maí. Við sama tilefni var Birgittu og félögum hennar í Írafári afhent tvöföld platínuplata fyrir metsöluplötu sína „Allt sem ég sé“ og tóku þau lagið að þessu tilefni.
Lesa meira
Ný menntastefna Garðabæjar
Menntastefna Garðabæjar 2022-2030 hefur nú litið dagsins ljós. Eldri stefna sveitarfélagsins var endurskoðuð og var það gert í víðtæku samráði við börn í leik-, grunn- og tónlistarskólum, starfsfólk, kjörna fulltrúa, forráðamenn og bæjarbúa.
Lesa meira
M-listi hefur kært framkvæmd kosninganna
M-listi Miðflokksins hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ til úrskurðarnefndar kosningamála. Í kærunni er vísað til þess að kjörseðill hafi verið þannig gerður að ekki hafi gætt jafnræðis með framboðum.
Lesa meira
Ærslabelgir í Garðabæ
Ærslabelgir eru gríðarlega vinsælir um þessar mundir. Um er að ræða uppblásnar hoppudýnur sem koma í allskyns stærðum og gerðum. Hugmyndin og virknin er einföld; á ærslabelg eiga allir að geta notið sín og leikið sér við að hoppa og skoppa.
Lesa meiraViðburðir
Bjarni Fritzon -sumarlestursátak hefst
Rithöfundurinn Bjarni Fritzson kemur til okkar laugardaginn 28. maí og hefur sumarlestursátakið okkar.
Leiðsögn með forstöðumanni Laugardagslaugar um SUND
Hefur þú brennandi áhuga á því sem gerist á bak við tjöldin í sundlaugunum? Viltu vita hvernig klór er búinn til? Hversu lengi mega sundverðir í turninum vera á vakt hverju sinni?
Listaveisla í Gróskusalnum og á Garðatorgi
Mikil listaveisla verður í Gróskusalnum við Garðatorg 1 og á Garðatorgi laugardaginn 4. Júní. Í Gróskusalnum verður listasmiðja opin almenningi kl. 14-16 þar sem hægt er að læra að búa til gjafakort, til dæmis lítil blómagjafakort, í sjö skrefum með vatnslitum. Mögulega verða bréfpokar einnig skreyttir með vatnslitum. Louise le Roux myndlistarmaður og varaformaður Grósku stjórnar listasmiðjunni.
Tilkynningar
Malbikun á Bæjarbraut
Á föstudaginn 27. maí mun Loftorka vinna við malbikun á Bæjarbraut, milli Karlabrautar og Krókamýri. ef veður leyfir.
Vörðugata 2
Vörðugata 2, tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts Norðurhluta 4
Kauptún 1
Kauptún 1, tillaga að breytingu deiliskipulags Kauptúns
Háholt - Vinastræti
Háholt - Vinastræti, tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 3
