Fréttir

Rúmlega 100 nemendur og kennarar á gítarhátíð í Tónlistarskóla Garðabæjar
Haldin verður gítarhátíð í Tónlistarskóla Garðabæjar dagana 14. – 16. mars. Áætlað er að um 100 gítarnemendur muni koma saman á hátíðinni til sitja námskeið og æfa saman ásamt því að og spila á lokatónleikum.
Lesa meira
Þjónustugáttin óvirk á mánudaginn
Þjónustugátt Garðabæjar verður óvirk á mánudaginn, 17. mars. Ekki verður hægt að skila inn né fara yfir rafrænar umsóknir þann dag
Lesa meira
Kennir leikskólabörnum stærðfræði í gegnum leiki og tilraunir
14. mars er alþjóðlegur dagur stærðfræðinnar eða pí-dagurinn. Nicoleta Mihai, stærðfræðikennari við 5 ára leikskóladeildar í Sjálandsskóla, og kollegar hennar í Sjálandsskóla ætla að halda hátíðlega upp á daginn. Hún segir afar skemmtilegt að kenna yngstu kynslóðinni stærðfræði í gegnum leiki og spennandi tilraunir.
Lesa meira
Almar býður upp á kaffi og spjall
„Með þessu fyrirkomulagi fæ ég tækifæri til að tala við bæjarbúa á aðeins persónulegri nótum.“
Lesa meira
Hofsstaðaskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita í skák
Hofsstaðaskóli varð um helgina Íslandsmeistari barnaskólasveita í skák.
Lesa meira
Hópur nemenda í Tónlistarskóla Garðabæjar skemmtu sér á landsmóti
Í febrúar fór hópur nemenda frá Tónlistarskóla Garðabæjar til Akureyrar og tók þar þátt í Landsmóti skólalúðrasveita. Linda Margrét Sigfúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Garðabæ, var framkvæmdastjóri mótsins. Hún segir ferðina hafa gengið eins og í sögu og að nemendur hafi bæði haft gagn og gaman af þátttökunni.
Lesa meiraViðburðir
Foreldramorgunn: skyndihjálp
Hagnýtur fyrirlestur með Hrafnhildi Helgadóttur hjúkrunarfræðingi þar sem frætt verður um skyndihjálp ungra barna.
Fundur bæjarstjórnar Garðabæjar
Fundur bæjarstjórnar verður næst haldinn 20. mars kl. 17 í Sveinatungu og í beinni útsendingu á netinu.
Tilkynningar
Arnarland deiliskipulag, Arnarland - Miðsvæði - breyting á aðalskipulagi og Arnarnesland - Akrar deiliskipulagsbreyting
Þann 6. mars sl. samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögur að skipulagsáætlunum sem tengjast fyrirhugaðri uppbygging á svæði því sem kallast hefur Arnarnesháls en nú Arnarland.
Hnoðraholtsræsi- Fráveita
Verkið felst í að endurnýja fráveitulögn frá Hnoðraholti um Hæðarbraut, sem sameinast núverandi fráveitulögnum við Gilsbúð.
Ástandsmat fráveitu – Hreinsun og myndun
Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Ástandsmat fráveitu – Hreinsun og myndun
Tækifærin í Haukshúsi: Ertu með hugmynd að starfsemi?
Garðabær óskar eftir áhugasömum rekstraraðilum til samstarfs um leigu og rekstur Haukshúss á Álftanesi
