Stjórnkerfi Garðabæjar

Stjórnsýslan skiptist í fjögur svið.

Aðsetur stjórnsýslunnar er í Ráðhúsi Garðabæjar, Garðatorgi 7.

Fjármála- og stjórnsýslusvið


Fjármála- og stjórnsýslusvið er stoðsvið sem vinnur þvert á önnur svið stjórnsýslunnar. Á fjármála- og stjórnsýslusviði fer fram innheimta á öllum kröfum bæjarsjóðs, þ.m.t. fasteignagjöldum, leikskólagjöldum og gatnagerðargjöldum. Forstöðumaður sviðsins er  jafnframt skrifstofustjóri bæjarskrifstofanna og staðgengill bæjarstjóra. 

Fjármála- og stjórnsýslusvið skiptist í fjármálaþjónustu, mannauðsdeild, tölvudeild og upplýsingadeild. 
Forstöðumaður er Guðjón E. Friðriksson, bæjarritari

 Fjölskyldusvið

Fjölskyldusvið fer með framkvæmd þeirra mála er lúta að félagslegri þjónustu bæjarins, barnavernd og jafnréttismálum. Til félagslegrar þjónustu teljast m.a. félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagsleg heimaþjónusta, málefni barna og ungmenna, málefni aldraðra, málefni fatlaðs fólks og húsnæðismál.

Settur forstöðumaður sviðsins er Hildigunnur Árnadóttir.

Fræðslu- og menningarsvið

Fræðslu- og menningarsvið fer með yfirstjórn málefna grunnskóla og leikskóla bæjarins, tónlistarskóla, íþrótta-, tómstunda- og menningarmála.

 Forstöðumaður sviðsins er Eiríkur Björn Björgvinsson.

Tækni- og umhverfissvið


Tækni- og umhverfissvið hefur umsjón með öllum verklegum framkvæmdum bæjarins, annast undirbúning framkvæmda, gerð kostnaðaráætlana og framkvæmdaeftirlit. Undir sviðið heyra m.a. byggingarmál, skipulagsmál og umhverfismál. Tæknisviðið sér einnig um eftirlit með húseignum bæjarins og annast byggingareftirlit vegna nýbygginga í bænum. Undir sviðið heyra einnig þjónustumiðstöð bæjarins og garðyrkjudeild. 

Forstöðumaður sviðsins er Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur.