Tómstundastarf fyrir börn

Æskulýðs- og íþróttastarf í Garðabæ

Í Garðabæ er boðið upp á fjölbreytt æskulýðs- og íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.

Garðabær veitir öllum börnum 5-18 ára hvatapeninga árlega til að greiða niður æskulýðs- og íþróttastarf. Hvatapeninga er hægt að nota vegna starfs sem tekur að lágmarki 10 vikur.

Upplýsingar um hvatapeninga

Munið frístundabílinn!

Félög og aðrir sem bjóða æskulýðs- og íþróttastarf í Garðabæ:

Barna- og æskulýðsstarf Bessastaðasóknar

Brekkuskógum 1, safnaðarheimili Bessastaðakirkju
Sími: 577-1205
 http://bessastadasokn.is

Barna- og æskulýðsstarf í Vídalínskirkju

Vídalínskirkja við Kirkjulund, 210 Garðabæ
Sími: 565 6380
Netfang: gardasokn@gardasokn.is
http://www.gardasokn.is/

Barnakór Garðasóknar

Vídalínskirkja, v/Kirkjulund, 210 Garðabær
Sími: 565 6380
Netfang: gardasokn@gardasokn.is
http://www.gardasokn.is/

Barnakórinn er fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Æfingar eru í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Ekkert þátttökugjald.

Dansskóli Birnu Björns

Ásgarði, 210 Garðabæ
Sími: 694-5355
Netfang: birna@dansskolibb.is
http://www.dansskolibb.is/

Dansskóli Birnu Björnsdóttur býður upp á fjölbreytta danskennslu í Ásgarði. Skólinn er einnig starfræktur í Héðinshúsinu, Egilshöll og Sporthúsinu. Kennt er frá 6 ára aldri og er skipt í byrjenda- og framhaldshópa.

Dansskóli Brynju Péturs

Kennt er í Sjálandsskóla
Sími: 821-4499

Netfang: brynjapeturs@gmail.com
http://www.brynjapeturs.is/

Elítan, félagsmiðstöð

Í Álftanesskóla
Sími: 540 4700 og 8215017
Netfang: elitan@alftanesskoli.is
http://alftanesskoli.is/nemendur/felagslif-nemenda/felagsmidstodin-elitan/

Félagsmiðstöðin Elítan í Álftanesskóla er staðsett í íþróttamiðstöðinni Álftanesi.

Garðalundur, félagsmiðstöð

Í Garðaskóla
Sími: 590 2575
Netfang: gardalundur@gardalundur.ishttp://www.gardalundur.is/

Í félagsmiðstöðinni Garðalundi fer fram félagsstarf fyrir nemendur í 8.-10. bekk í Garðaskóla.

Golfklúbbur Álftaness

Haukshús, 225 Álftanes
Sími: 565 4747
Netfang: golfalftanes@gmail.com

https://www.facebook.com/golfklubburalftaness


Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

Vífilsstaðavegi, 210 Garðabær
Sími: 565-7373
Netfang: gk@gk.ishttp://www.gkg.is/

https://gkg.is/barna-og-unglingastarf/

GKG heldur uppi æfingum fyrir félagsmenn 8-21 árs rúmlega 10 mánuði á ári. Vetraræfingar hefjast hvert ár í byrjun nóvember og sumaræfingum lýkur um miðjan september.

Golfklúbburinn Oddur

Urriðavöllur
Sími: 565 9092
Netfang: skrifstofa@oddur.is

http://www.oddur.is/

Barna- og unglingaæfingar GO eru ætlaðar félagsmönnum á aldrinum 10 til 18 ára (yngri iðkendur eru þó vel velkomnir í samráði við þjálfara).

Hestamannafélagið Sóti

við Breiðumýri, 225 Álftanes 
Sími: 618-0266 & 898-8903
Netfang: hestamannafelagidsoti@gmail.com

http://www.hmfsoti.com/

Hestamannafélagið Sóti er á facebook: https://www.facebook.com/groups/48966342609/#!/HestamannafelagidSoti?fref=ts  Hestamannafélagið Sóti er með fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni á sviði hestaíþrótta. Starfsemin fer að mestu leyti fram frá janúar - júní og er fyrir börn sem hafa aðgang að hestum.

Hestamannafélagið Sprettur (sameinað félag Andvara og Gusts)

Kjóavöllum, 210 Garðabær
http://www.sprettarar.is/

Hestamannafélagið Sprettur er með fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni á sviði hestaíþrótta

Klakinn, félagsmiðstöð

Sjálandsskóli
Sími: 590 3109 / 617 1542

http://sjalandsskoli.is/nemendur/felagslif/felagsmidstodin-klakinn/

Félagsmiðstöðin Klakinn í Sjálandsskóla er staðsett inni í unglingadeild skólans og er opin á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá 19.30-22.

Klifið, skapandi fræðslusetur

Garðatorgi 7, Garðabæ
Sími: 565 0600 - 858 1543 - 696 6808 
Netfang: klifid@klifid.is

http://www.klifid.is/

Klifið býður upp á fjölbreytt og skapandi námskeið fyrir börn jafnt sem fullorðna. Námskeiðin snúa að tækni og vísindum, myndlist, tónlist, listdansi, leiklist, sjálfsrækt og allir eru velkomnir Hugmyndafræði Klifsins byggir á eflandi kennslufræði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og kenningum um hæfniþróun.

Klifið er hugsjónafélag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni (non-profit association).

Leikfélagið Draumar

Garðaskóli v/ Vífilsstaðaveg og Ásgarður, 210 Garðabæ
Netfang: draumar@draumar.com
http://www.draumar.com/

Leikfélagið Draumar heldur söngleikjanámskeið fyrir börn í fjórum aldurshópum, frá 5-11 ára. Námskeiðin eru kennd í Garðaskóla og íþróttamiðstöðinni Ásgarði og enda með sýningu í lok annar. Á námskeiðunum er kennd leiklist, spuni, framkoma, söngtækni og grunnatriði í dansi. Eitt meginmarkmið námskeiðanna er að börn styrki sjálfsmynd sína, læri að koma fram og hafi gaman af.

Lyftingadeild Stjörnunnar

Þreksalurinn Ásgarði
Netfang: lyftingar@stjarnan.is
https://www.facebook.com/KFGHeidrun#!/stjarnanlyftingar

Kraftlyftingafélag Garðabæjar - Heiðrún, hefur verið sameinað við UMF Stjörnuna til að mynda nýja deild innan félagsins; Lyftingadeild Stjörnunnar. Markmiðið er að kenna og iðka kraftlyftingar og bæta aðstöðu til styrktarþjálfunar í Garðabæ. Íþróttin er fyrir alla, karla jafnt sem konur og unglingar mega hefja keppni í kraftlyftingum 14 ára, keppt er í þyngdarflokkum frá -43kg upp í 120+kg

Rauði krossinn - Ungmennastarf í Garðabæ og Hafnarfirði

Sími: 5659494
Netfang: hafnarfjordur@redcross.is
https://www.raudikrossinn.is/deildir/hofudborgarsvaedid/hafnafj.-og-g.baer-deild/

Reiðskólinn Eðalhestar

Andvaravellir 5
Sími: 867-1180
Netfang: dynfari@hotmail.com
http://edalhestar.weebly.com/reiethskoacutelinn.html

Reiðskólinn Eðalhestar býður upp á sumarnámskskeið fyrir börn, bæði byrjendur og þau sem eru vön hestamennsku. Námskeiðin eru ætluð fyrir börn á aldrinum frá 5/6 ára til 10/12 ára. 

https://www.facebook.com/Edalhestar

Skátafélagið Svanir

Breiðumýri, 225 Álftanes
Sími: 555-6877 / 895-6877
Netfang: svanir@svanir.is
www.svanir.is

Hjá Skátafélaginu Svönum er skátastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 8-18 ára.

Skátafélagið Vífill

Jötunheimar, Bæjarbraut 7
Sími: 565-8820, 565-898
Netfang: vifill@vifill.is
http://www.vifill.is/

Skátafélagið Vífill býður upp á öflugt skátastarf fyrir bön og ungmenni frá 7 ára aldri. Vífill var fyrst skátafélaga til að fá viðurkenninguna ,,Fyrirmyndarfélag Bandalags íslenskra skáta”.

Taflfélag Garðabæjar

Miðgarður, Vetrarmýri
Netfang: tg@tafl.is
https://tafl.is

Taflfélag Garðabæjar heldur uppi skákæfingum fyrir börn og unglinga. Æfingarnar fara fram í fjölnota íþróttahúsinu Miðgarði í Vetrarmýri.

Tennisfélag Garðabæjar

Sími: 8256484
Netfang: eythor@ru.is
http://www.tfg.is/

Félagið er með æfingar fyrir börn í Ásgarði og í íþróttahúsi Álftaness. Einnig er félagið með æfingar fyrir börn, ungmenni og fullorðna í Tennishöllinni í Kópavogi.

Ungmennafélag Álftaness

v/Breiðumýri, 225 Álftanes
Sími: 564 0505
Netfang: umfa@umfa.is
http://www.umfa.is/

Starfi félagsins er skipt í deildir eftir íþróttagreinum. Um þessar mundir er æfð knattspyrna, körfubolti, blak, tennis og frjálsar íþróttir. Auk þess starfar Íþróttaskóli barnanna á veturna en þann skóla er öllum börnum á Álftanesi á aldrinum 3-6 ára frjálst að sækja.

Ungmennafélagið Stjarnan

Stjörnuheimilið, 210 Garðabær
Sími: 565-1940
Netfang: stjarnan@stjarnan.is
http://www.stjarnan.is/

Stjarnan býður íþróttastarf fyrir börn og ungmenni í sex deildum. Á vef Stjörnunnar eru æfingatöflur, upplýsingar um verð og fleira.

Æfingar í Hafnarfirði - Badmintonfélag Hafnarfjarðar 

Íþróttahúsinu við Strandgötu, 220 Hafnarfjörður
Sími: 868 6361
Netfang: bhbadminton@hotmail.com
http://bh.sidan.is/

Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður uppá æfingar í badminton fyrir alla aldurshópa í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Yngstu iðkendurnir eru á fjórða ári og þeir elstu komnir vel á efri ár. Skipt er í hópa eftir aldri og getu og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Æskulýðsfélag Garðasóknar

Vídalínskirkju, v/Kirkjulund, 210 Garðabær
Sími: 565 6380
Netfang: gardasokn@gardasokn.is
http://www.gardasokn.is/

Æskulýðsfélagið er fyrir ungmenni í 8.-10. bekk, þar fer fram fjölbreytt starf og er þátttaka ókeypis. Á mánudögum er starf fyrir unglinga en á miðvikudögum er leiklist.


Á upplýsingavef Reykjavíkurborgar http://www.fristund.is/ eru upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf sem í boði er hjá félögum í Reykjavík og  í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.