Hafnarfjarðarvegur
Framkvæmdir við endurbætur á vegum Vegagerðarinnar og Garðabæjar á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar, Vífilsstaðavegar og Lyngáss eru í fullum gangi og standa yfir fram á haust
Framkvæmdir við endurbætur á vegum Vegagerðarinnar og Garðabæjar á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar, Vífilsstaðavegar og Lyngáss eru í fullum gangi og standa yfir fram á haust. Endurbæturnar koma til með að auka öryggi vegfarenda og umferðarflæði Hafnarfjarðarvegar ásamt því að bæta tengingu inná Hafnarfjarðarveg og á milli hverfa í Garðabæ.
Markmið endurbótanna við Hafnarfjarðarveg er að auka öryggi vegfarenda og bæta umferðarflæði með því að bæta aðgengi hliðarvega inn á Hafnarfjarðarveg þar til hafist verður handa við gerð stokks á Hafnarfjarðarveginum. Í samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga frá því í október 2019 er gert ráð fyrir að sú framkvæmd verði á áætlun 2028-2030.
Hér má lesa fréttir sem hafa verið birtar á vef Garðabæjar um framkvæmdirnar.