Alþingiskosningar 2024
Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember 2024.
Upplýsingar almennt um kosningar til Alþingis má finna á vefsíðu landskjörstjórnar kosning.is.
Kjörskrá Garðabæjar
Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fara fram laugardaginn 30. nóvember 2024 mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg 7, frá og með föstudeginum 8. nóvember 2024 til kjördags.
Kjósendur á kjörskrá í Garðabæ eru 15.008 og hefur fjölgað um 387 frá forsetakosningum 1. júní sl.
Á kjörskrá Garðabæjar eru allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og voru með lögheimili hér á landi 29. október 2024.
Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis, sem náð hafa 18 ára aldri og hafa átt lögheimili hér á landi, eiga kosningarrétt í sextán ár í því sveitarfélagi sem þeir fluttu lögheimili frá.
Eftir þann tíma þarf hann að sækja um að vera settur aftur á kjörskrá til Þjóðskrár Íslands. Fyrir alþingiskosningar 30. nóvember næstkomandi þarf umsóknin að berast Þjóðskrá Íslands fyrir 19. nóvember 2024. Ef umsækjandi uppfyllir skilyrðin verður hann skráður á kjörskrá til næstu fjögurra ára.
Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt og eru því ekki á kjörskrá.
Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands, skra.is, er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hvort aðilar eru á kjörskrá eða ekki. Leiðbeiningar og upplýsingar um kosningarnar er einnig að finna á vefsíðunni kosning.is.
Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands sem tekur þær þegar til meðferðar og gerir viðeigandi leiðréttingar ef við á. Slíkar leiðréttingar má gera fram á kjördag.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Kjörfundur í Garðabæ - kjörstaðir
Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni (við Hofsstaðskóla) og Álftanesskóla.
Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands, skra.is, er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá.
Kjósendur sem búsettir eru á Álftanesi, Garðahverfi, Hleinum og í Prýðahverfi kjósa í Álftanesskóla. Kjósendur búsettir á öðrum svæðum í bæjarfélaginu kjósa í Mýrinni.
Kjörstaðir í Garðabæ opna kl. 09:00 á kjördag og loka kl. 22:00.
Fyrirkomulag á kjörstað verður með svipuðum hætti og áður.
Í Mýrinni koma kjósendur inn um aðalinngang hússins við bílastæðin en ganga út um vesturgafl og til baka meðfram húsinu og að bílastæðum. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða er næst inngangi hússins. Kjördeildum í Mýrinni hefur verið fjölgað um tvær og eru nú tíu. Skipulagi verður breytt og í stað þess að kjördeildir hafa verið þvert á salinn verða þær staðsettar langsum með gangi á milli.
Í Álftanesskóla verða eins og áður kjördeildar staðsettar í hátíðarsal skólans. Bílastæði við íþróttahús og sundlaug verða sérstaklega merkt fyrir kjósendur og þá verður tryggt að þeir sem þurfa á því að halda geti átt aðgang að bílastæðum á svæði innan við hlið við inngang skólans.
Kjördeildir
Í íþróttamiðstöðinni Mýrinni verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.
I. Kjördeild Aftanhæð – Birkiás + Íslendingar búsettir erlendis
II. Kjördeild Birkihæð - Dyngjugata
III. Kjördeild Dýjagata - Gullakur
IV. Kjördeild Hagaflöt - Holtsvegur 2-35
V. Kjördeild Holtsvegur 37-57 - Jökulhæð
VI. Kjördeild Kaldakur - Langalína
VII. Kjördeild Langamýri - Marargrund
VIII. Kjördeild Maríugata - Rúgakur
IX. Kjördeild 17. Júnítorg - Strikið
X. Kjördeild Sunnakur - Ögurás
Í Álftanesskóla verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.
I. Kjördeild Asparholt – Litlabæjarvör
II. Kjördeild Lyngholt – Þóroddarkot
Nánar hér:
Álftanesskóli
Mýrin
Utankjörfundarkosning
Ef kjósendur geta ekki kosið á kjördag er hægt að kjósa utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumönnum, í íslenskum sendiráðum og hjá ræðismönnum. Staðsetning utankjörfundaratkvæðagreiðslu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er í Holtagörðum.
Kosning erlendis
Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er. Kjósendur bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæði sínu til skila.
Hér má finna lista af íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.
Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.
Kjósendur sendi atkvæðabréfið til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi var síðast á kjörskrá.
Sent til Garðabæjar: Ráðhús Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabær