Hagnýtar upplýsingar
Leikskólar Garðabæjar starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, aðalnámskrá leikskóla 2011, skólastefnu Garðabæjar og skólanámskrá viðkomandi leikskóla.
Innra starf
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur dvalarsamnings er einn mánuður og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.
Börn eru slysatryggð í leikskólunum.
Leikskólar í Garðabæ eru opnir á sumrin en börnin skulu taka fjórar vikur í sumarfrí og fellur greiðsla fyrir júlímánuð niður. Leikskólarnir eru lokaðir á skipulagsdögum starfsfólks sem eru 4 dagar á ári. Einnig er lokað á aðfangadag og gamlársdag.
Allir leikskólarnir eru með eigin vefsíðu þar sem finna má nánari upplýsingar um starfsemi hvers þeirra um sig.
Sérfræðiþjónusta
Starfsemi leikskóla heyrir undir fræðslu- og menningarsvið. Þar starfa sérfræðingar sem veita leikskólakennurum og foreldrum ráðgjöf.
Innritun
Sótt er um leikskólavist á Þjónustugátt Garðabæjar. Leikskóladvöl er úthlutað eftir aldri barna. Leitast er við að veita þeim börnum leikskólavist sem eru orðin 12 mánaða þegar skólaárið hefst, 1. september ár hvert.
Gjöld
Gjaldskrá leikskóla er aðgengileg hér.
Reglur um greiðslur vegna dvalar barna á leikskólum sem ekki eru reknir af Garðabæ.
Systkinaafsláttur
Ef fleiri en eitt barn eru í dvöl á leikskóla, í tómstundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga foreldrar rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið. Foreldrar sem eiga tvö eða fleiri börn fá 50% afslátt af grunngjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% af grunngjaldi fyrir hvert barn umfram tvö. Afsláttur er veittur af grunngjaldi, fullt verð er greitt fyrir fæði.
Sækja þarf um systkinaafslátt á Þjónustugátt Garðabæjar. Athugið að endurnýja þarf umsókn um systkinaafslátt þegar elsta barn flyst frá dagforeldri á leikskóla eða frá leikskóla á tómstundaheimili grunnskóla.