Svæðisskipulag

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040

Höfuðborgarsvæðið 2040 er samvinnuverkefni sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Kjósarhrepps, Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar.

Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins nefnist Höfuðborgarsvæðið 2040 og er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu 25 árin, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru.