Spurt og svarað
Dagforeldrar
Get ég verið með dagforeldri í öðru sveitarfélagi en samt fengið niðurgreiðslu?
Já það er hægt, viðkomandi dagforeldri þarf að vera með gilt leyfi frá því sveitarfélagi sem það starfar í, skrifa undir þjónustusamning við Garðabæ og skrifa undir vistunarsamning við foreldri og Garðabæ.
Sjá upplýsingar um dagforeldra hér á vefnum.
Hvar sé ég lista yfir dagforeldra?
Hér má sjá lista yfir starfandi dagforeldra í Garðabæ.
Hver er niðurgreiðsla vegna dagforeldragjalda?
Garðabær greiðir niður gæslu barna úr Garðabæ frá 10 mánaða aldri hjá dagforeldri. Markmiðið er að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl.
Gjaldskrár í Garðabæ (sjá þar Reglur um greiðslur vegna dvalar barna úr Garðabæ hjá dagforeldrum)
Hvernig gerist ég dagforeldri?
Til að sækja um að gerast dagforeldri þarf að sækja um hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Sjá nánar hér.
Leikskólar
Hvenær kemst barnið mitt inn í leikskóla?
Leikskóladvöl er úthlutað eftir aldri barna. Leitast er við að veita þeim börnum leikskólavist sem eru orðin 12 mánaða þegar skólaárið hefst, 1. september ár hvert.
Sjá nánar um innritun í leikskóla hér.
Er systkinaafsláttur?
Ef fleiri en eitt barn eru í dvöl á leikskóla, í frístundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga foreldrar rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið. Foreldrar sem eiga tvö eða fleiri börn fá 50% afslátt af grunngjaldi eldra/elsta barnsins og 75% af grunngjaldi fyrir hvert barn umfram tvö. Afsláttur er veittur af grunngjaldi, fullt verð er greitt fyrir fæði.
Sjá upplýsingar hér um systkinaafslátt.
Get ég sótt um leikskólapláss þó ég búi ekki í Garðabæ?
Já, þú getur sótt um en forsenda úthlutunar er að lögheimili sé komið í Garðabæ og að barn sé búsett í bænum. Sjá nánar hér um innritun í leikskóla.
Hvaða leikskólar eru í Garðabæ og hvar eru þeir?
Hér má finna allar upplýsingar um leikskóla í Garðabæ.
Hvar sæki ég um leikskólapláss?
Sótt er um leikskóladvöl í þjónustugátt Garðabæjar (tenging þaðan yfir í Völu leikskólakerfi). Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Garðabæ og sé búsett í bænum.
Hvar sæki ég um systkinaafslátt?
Ekki þarf lengur að sækja um systkinaafsláttinn heldur á hann að reiknast út sjálfkrafa.
Foreldrar, sem hafa tvö eða fleiri börn á leikskóla, í frístundaheimili eða hjá dagforeldrum fá 50% afslátt af grunngjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% af grunngjaldi fyrir hvert barn umfram tvö.
Afsláttur er veittur af grunngjaldi, fullt verð er greitt fyrir fæði. Systkinaafsláttur gildir alltaf fyrir eldra/elsta barn óháð fjárhæðum.
Hvenær er hægt að sækja um leikskólapláss?
Hægt er að sækja um leikskóladvöl allt árið inni á þjónustugátt Garðabæjar
Aðalinnritun í leikskóla hefst í mars/apríl en innritað er allt árið eftir því sem leikskólapláss losna. Við innritun í leikskóla er tekið mið af kennitölu barna, þau elstu fá úthlutað fyrst.
Hverjar eru reglurnar um úthlutun leikskólaplássa?
Leikskóladvöl er úthlutað eftir aldri barna. Nánast öll börn sem eru orðin 12 mánaða þegar skólaárið hefst, 1. september ár hvert, eiga kost á leikskóladvöl.
Sótt er um leikskóladvöl í þjónustugátt Garðabæjar.
Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Garðabæ og sé búsett í bænum.
Aðalinnritun í leikskóla hefst í mars/apríl en innritað er allt árið eftir því sem leikskólapláss losna. Við innritun í leikskóla er tekið mið af kennitölu barna, þau elstu fá úthlutað fyrst. Leitast er við að innrita systkini í þann leikskóla sem eldra systkini dvelur í þegar að úthlutun er komið samkvæmt aldursröð.
Sjá nánar hér um innritun í leikskóla.
Hvernig breyti ég dvalartíma eða segi upp leikskóladvöl?
Til að breyta umsóknum leikskólavist, senda inn flutningsbeiðnir um leikskóla eða breyta dvalartíma er farið inn á umsóknarvef Völu leikskóla, sjá nánar hér. Til að segja upp leikskóladvöl þarf að fara inn á
þjónustugátt Garðabæjar og fylla þar út umsókn sem heitir ,,Uppsögn á leikskóla".
Verða leikskólar opnir í sumar?
Leikskólar í Garðabæ eru opnir á sumrin en börnin skulu samt sem áður taka fjórar vikur í sumarfrí og fellur greiðsla fyrir júlímánuð niður.
Þarf barnið að vera komið með kennitölu til að hægt sé að sækja um leikskólapláss?
Já, kennitala er forsenda umsóknar.
Sjá nánar hér um innritun í leikskóla.
Þarf ég að sækja um á hverjum leikskóla fyrir sig?
Nei, einungis er sótt um einu sinni fyrir barn. Umsóknin gildir fyrir alla leikskóla bæjarins en hægt er að setja fram óskir um leikskóla í umsókninni.
Sjá nánar hér um innritun í leikskóla.
Eru afslættir af leikskólagjöldum, s.s. tekjutengdir afslættir?
Ef fleiri en eitt barn eru í dvöl á leikskóla, í frístundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga foreldrar rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið.
Foreldrar með tekjur undir viðmiðunarmörkum geta sótt um tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra.
Sjá nánar hér
Grunnskólar
Er skólaakstur barna í skólavist utan lögheimilis á milli sveitarfélaga?
Nei, það er ekki skólaakstur á milli sveitarfélaga.
Hvaða grunnskólar eru í Garðabæ?
Hér má finna upplýsingar um grunnskóla í Garðabæ.
Hvar sæki ég um í frístundaheimili?
Innritun er rafræn og hægt er að finna hlekk í umsókn um dvöl á frístundaheimili í Þjónustugátt Garðabæjar (tenging þar yfir í Völuumsóknarkerfið).
Hvar sæki ég um í grunnskóla í Garðabæ?
Innritun er rafræn og umsókn er í Þjónustugátt Garðabæjar.
Hvar sæki ég um mötuneyti?
Upplýsingar um skráningu í mat í grunnskólum Garðabæjar má finna inn á vef hvers grunnskóla.
Hér má sjá hlekki á vefi skólanna.
Verður barnið mitt að vera í hverfisskólanum?
Nei. Í Garðabæ velja foreldrar skóla fyrir barn sitt og bera ábyrgð á að innrita barnið í þann skóla sem þeir velja.
Skólarnir sem innrita börn í 1. bekk kynna starf sitt fyrir foreldrum verðandi grunnskólanemenda í febrúar/mars ár hvert. Einnig fer fram kynning fyrir nemendur sem eru að fara í 8. bekk og foreldra þeirra á þeim kostum sem nemendur í Garðabæ hafa á efsta stigi grunnskóla.
Íþróttir og tómstundir
Er frístundabíll?
Já, frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Til að börn geti nýtt sér frístundabílinn þarf að skrá sig, annað hvort eina önn í einu eða allt skólaárið. Tekið er gjald fyrir hverja önn.
Sjá nánar um frístundabílinn hér.
Hvaða tómstundastarf er í boði fyrir börn í Garðabæ?
Hér má finna upplýsingar um tómstundastarf sem er í boði í Garðabæ.
Hvað eru hvatapeningar (frístundastyrkur)?
Hvatapeningar eru fyrir börn á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Garðabæ. Hvatapeningana er hægt að nýta til að lækka kostnað við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf sem nær yfir 10 vikur að lágmarki. Undantekning er 5 og 6 ára börn þar sem lágmarkstímalengd námskeiða er 20 kennslustundir óháð vikufjölda. Hægt er að nýta hvatapeningana beint hjá félögum innan Garðabæjar sem og í öðrum sveitarfélögum.
Sjá nánar hér um hvatapeninga.
Eldri borgarar
Er afsláttur af fasteignagjöldum fyrir eldri borgara?
Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi skv. viðmiðunarfjárhæðum sem bæjarráð hefur samþykkt. Upplýsingar um fasteignagjöld og afslátt af þeim má finna hér.
Er akstursþjónusta fyrir eldri borgara í Garðabæ?
Markmið með akstursþjónustu eldri borgara er að auka sjálfstæði þeirra og stuðla að því að þeir geti búið lengur heima.
Einnig er hægt að sækja um skriflega á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má í þjónustuveri Garðabæjar á Garðatorgi 7 eða skrifstofu stuðningsþjónustu Garðabæjar í Strikinu 3.
Sjá einnig upplýsingar hér.
Er félagsstarf fyrir aldraða í Garðabæ?
Félagsstarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar fer fram í Jónshúsi í Sjálandshverfi, í Litlakoti á Álftanesi og í Smiðjunni, í kjallara Kirkjuhvols, safnaðarheimilis Vídalínskirkju. Íþróttastarf fer fram í íþróttamiðstöðinni Ásgarði, íþróttasal og sundlaug Sjálandsskóla auk annarra íþróttamannvirkja.
Boðið er upp á fjölbreytt félagsstarf, tómstundanámskeið, vinnustofur og opin hús fyrir eldri borgara. Þá halda hópar eldri borgara uppi félagsstarfi í sjálfboðastarfi í húsnæði á vegum Garðabæjar. Dagskrá félags- og íþróttastarfs er auglýst í Vikudagskránni, Morgunblaðinu og facebooksíðu Jónshúss. Í Jónshúsi og Litlakoti fer einnig fram félagsstarf á vegum Félags eldri borgara í Garðabæ og Félags eldri borgara á Álftanesi.
Sjá einnig upplýsingar hér.
Geta eldri borgarar í Garðabæ fengið heitan mat í hádeginu?
Hægt er að kaupa heitan mat i hádeginu í Jónshúsi. Maturinn þarf að panta hann með dags fyrirvara í síma 512-1501. Einnig er hægt að panta mat og taka hann með heim í matarbakka. Greitt er fyrir mat í Jónshúsi samkvæmt gjaldskrá Garðabæjar.
Sjá einnig upplýsingar hér.