Matjurtagarðar
Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða og matjurtakassa til ræktunar matjurta á þremur stöðum í sumar í Hæðahverfi, á Álftanesi og í Urriðaholti.
Hægt er að leigja matjurtagarða (í Hæðahverfi) sem er 5 mx3m eða 15 m² eða matjurtakassa (í Hæðahverfi, Álftanesi og í Urriðaholti) sem er 2m x 4m eða 8m². Verið er að undirbúa garðana fyrir sumarið 2023. Verðið er 5.500 kr.
- Garðar og matjurtakassar eru merktir með númerum.
- Vatn til vökvunar er á öllum stöðunum.
- Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.
- Í Hæðahverfi er hægt að fá lánuð garðverkfæri og þar er aðstaða með snyrtingu.
Leiga á matjurtagarði eða matjurtakassa - smellið hér
Hæðahverfi
Í Hæðahverfi eru matjurtagarðar og gróðurkassar til ræktunar. Aðkoma að svæðinu er sunnan leikskólans Hæðarbóls.
Góð aðstaða er á svæðinu með snyrtingu og garðverkfærum sem hægt er að fá lánuð. Vatn til vökvunar á staðnum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum. Aðgengi að aðstöðu verður læst með talnalásum sem leiguhafar fá númer að.
Álftanes
Á Álftanesi er aðkoma að matjurtakössunum frá Breiðamýri við hliðina á gervigras fótboltavellinum. Það eru alls 10 gróðurkassar á svæðinu. Vatn til vökvunar er aðgengilegt á svæðinu. Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með matjurtakössunum.
Urriðaholt
Í Urriðaholti verða tvö svæði með matjurtakassa sumarið 2023. Á eldra svæðið er aðkoma að kössunum frá bílastæði í Kauptúni þar sem gengið er upp göngustíg til að komast að matjurtakössunum, þar eru 10 kassar. Á nýja svæðinu, sem staðsett er við enda Dýjagötu, verða allt að 28 gróðurkassar til leigu. Vatn til vökvunar er aðgengilegt á svæðunum. Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með matjurtakössunum.Umsókn um matjurtagarð eða kassa
Áhugasamir sem vilja sækja um matjurtagarð eða kassa smella á hlekk hér þegar undirbúningi lýkur fyrir sumarið 2023 og opnað verður fyrir pantanir, og fara í gegnum pöntunar- og greiðsluferli þar. Velja þarf lausan garð á þeim stað sem kosið er, smella á garðinn og fara í gegnum greiðsluferli. Þegar búið er að greiða fyrir garð/kassa eru þeir fráteknir en en bíða þarf eftir upplýsingum frá garðyrkjudeild um að þeir séu tilbúnir til notkunar.
Verð fyrir sumarið 2023 verður auglýst á sama tíma og opnað verður fyrir pantanir. Athugið að aðeins er hægt að leigja einn ræktunarreit eða matjurtakassa. Matjurtagarðarnir verða opnaðir um miðjan maí.
Frekari upplýsingar um gróðurreiti/matjurtakassa má fá í þjónustuveri Garðabæjar í síma 525 8500 eða í netfangið gardabaer@gardabaer.is.
Skólagarðar í Silfurtúni
Skólagarðar eru í Silfurtúni og er aðkoma að þeim við leikskólann Bæjarból. Skólagarðarnir eru fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára. Sjá nánari upplýsingar hér um skólagarðana.
Eldri borgurum býðst að leigja garð í skólagörðunum eftir 7. júní.
Nánari upplýsingar veitir:
Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri,
netfang: smarig@gardabaer.is