Matjurtagarðar
Garðbæingum gefst kostur á að leigja garða til ræktunar matjurta á tveimur stöðum sumarið 2018.
Matjurtagarðar í Hæðahverfi
Í Hæðahverfi eru fjölskyldugarðar til ræktunar matjurta. Aðkoma að görðunum er sunnan leikskólans Hæðarbóls. Stærðir reitanna eru 3 x 5m og er kostnaður við hvern reit 4.500 kr.
Góð aðstaða er í görðunum með snyrtingu og garðverkfærum sem hægt er að fá lánuð. Vatn er til vökvunar á staðnum. Aðgengi að aðstöðu verður læst með talnalásum sem leiguhafar fá númer að.
Enginn starfsmaður er á staðnum, en hægt er að hafa samband við Smára Guðmundsson, garðyrkjustjóra, í síma 820 8579.
Skráning fer fram í þjónustuveri Garðabæjar í síma 525 8500 eða í netfanginu: gardabaer@gardabaer.is
Athugið að aðeins er hægt að leigja einn ræktunarreit. Fjölskyldugarðarnir verða opnaðir í maí, eftir að jarðvinnslu er lokið sem áætlað er að fari fram um miðjan maí. Hér má sjá staðsetningu garðanna.
Skólagarðar í Silfurtúni
Skólagarðar eru í Silfurtúni og er aðkoma að þeim við leikskólann Bæjarból. Skólagarðarnir eru fyrir börn á aldrinum 6 - 13 ára. Leiðbeinandi verður á staðnum börnum til aðstoðar.
Skráning í skólagarða fer fram á staðnum frá 1 júní, forráðamenn eru skráðir fyrir skólagjaldinu. Eftir skráningu og val barnsins á garði, verður forráðamanni sendur greiðsluseðill fyrir skólagjaldi, 4.500 kr sem er efnisgjald.
Garðarnir eru opnir á virkum dögum kl. 8:00-16:00 og er þar góð aðstaða til dvalar og leikja. Athugið að skólagarðar eru ekki daggæsla.
Eldriborgurum býðst að leigja garð í skólagörðunum eftir 7. júní.
Nánari upplýsingar veitir:
Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri,
netfang: smarig@gardabaer.is