Flýtingar og seinkanir í grunnskólum

Viðmið um flýtingar og seinkanir barna milli árganga í grunnskólum Garðabæjar.

Flýtingar milli árganga í grunnskólum


1. Óski foreldrar eftir flýtingu á milli árganga skal rökstudd beiðni berast til skólastjóra grunnskólans. Æskilegt er að ósk um flýtingu berist eigi síðar en 1. febrúar á því ári sem óskað er tilfærslu frá hausti en skólastjóri getur samþykkt að taka við umsóknum á öðrum tíma og setja strax í ferli.
2. Skólastjóri óskar eftir greinargerð starfsfólks skólans áður en hann tekur ákvörðun. 

Í umsögn starfsfólks (umsjónarkennara eða annars aðila) þarf að koma fram:
  • Almenn umögn um náms- og þroskastöðu nemenda, m.a. hæfni út frá viðmiðum sem gilda um jafnaldra.
  • Upplýsingar um félagslega stöðu innan nemendahópsins.
  • Hvort nemendaverndarráð styðji umsókn foreldra/forsjáraðila.

3. Skólastjóri óskar eftir því að skólasálfræðingur meti vitsmunaþroska með viðurkenndu greindarprófi og skili skriflegri greinargerð um niðurstöður. Í mati skólasálfræðings er auk þess horft til fjölskylduaðstæðna og mat lagt á félagslega færni, hegðun og líðan með þar til gerðum matstækjum.
4. Greinargerðir eru ráðgefandi. Ákvörðun um flýtingu liggur endanlega hjá skólastjóra grunnskóla og skal hann svara foreldrum eigi síðar en þremur mánuðum eftir að beiðni berst. Sé umsókn samþykkt tilkynnir skólastjóri það í bréfi til foreldra/forsjáraðila og sendir afrit til grunnskóladeildar. Hyggist skólastjóri synja umsókn um flýtingu skal hann tilkynna foreldrum/forsjáraðilum barnsins um fyrirhugaða synjun, ásamt rökstuðningi.

Gefa skal foreldrum kost á að tjá sig um fyrirhugaða synjun, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Sé ákvörðun tekin um synjun umsóknar, að loknu mati á athugasemdum frá foreldrum/forsjáraðilum, tilkynnir skólastjóri það í bréfi til foreldra/forsjáraðila og leiðbeinir þeim um kæruheimild til menntamálaráðuneytis, sbr. 47. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008. Afrit af bréfi til foreldra/forsjáraðila er sent til grunnskóladeildar.

Seinkanir milli árganga í grunnskólum


1. Óski foreldrar eftir seinkun á milli árganga skal rökstudd beiðni berast til skólastjóra grunnskólans. 

2. Skólastjóri óskar eftir greinargerð starfsfólks skólans áður en hann tekur ákvörðun.

Í umsögn starfsfólks (umsjónarkennara eða annars aðila) þarf að koma fram:

  • Almenn umögn um náms- og þroskastöðu nemnda, m.a. hæfni út frá viðmiðum sem gilda um jafnaldra.
  • Upplýsingar um félagslega stöðu innan nemendahópsins.
  • Hvort nemendaverndarráð styðji umsókn foreldra/forsjáraðila.
3. Skólastjóri óskar eftir því að skólasálfræðingur meti vitsmunaþroska með viðurkenndu greindarprófi og skili skriflegri greinargerð um niðurstöður. Í mati skólasálfræðings er auk þess horft til fjölskylduaðstæðna og mat lagt á félagslega færni, hegðun og líðan með þar til gerðum matstækjum.
4. Umsagnirnar eru ráðgefandi. Ákvörðun um seinkun liggur endanlega hjá skólastjóra grunnskóla og skal hann svara foreldrum eigi síðar en þremur mánuðum eftir að beiðni berst. Sé umsókn samþykkt tilkynnir skólastjóri það í bréfi til foreldra/forsjáraðila og sendir afrit til grunnskóladeildar. Hyggist skólastjóri synja umsókn um seinkun skal hann tilkynna foreldrum/forsjáraðilum barnsins um fyrirhugaða synjun, ásamt rökstuðningi.

Gefa skal foreldrum kost á að tjá sig um fyrirhugaða synjun, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Sé ákvörðun tekin um synjun umsóknar, að loknu mati á athugasemdum frá foreldrum/forsjáraðilum, tilkynnir skólastjóri það í bréfi til foreldra/forsjáraðila og leiðbeinir þeim um kæruheimild til menntamálaráðuneytis, sbr. 47. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008. Afrit af bréfi til foreldra/forsjáraðila er sent til grunnskóladeildar.

Viðmið um flýtingar á lokum náms við grunnskóla Garðabæjar


Samkvæmt grunnskólalögum er skólastjóra heimilt að útskrifa nemanda úr grunnskóla áður en tíu ára skyldunámi er lokið, enda hafi nemandinn náð hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Óski foreldrar eftir flýtingu er það í höndum skólastjóra, með aðstoð skólaþjónustu að meta hvenær og hvernig flýting af þessu tagi fer fram. Foreldrar sækja skriflega um flýtingu á lokum grunnskólagöngu nemanda til skólastjóra viðkomandi grunnskóla. Æskilegt er að ósk um flýtingu á lokum grunnskólanáms berist í lok 8. bekkjar. Skólastjóri grunnskóla óskar eftir umsögn starfsfólks skólans og/eða skólaþjónustu. 

Í umsögn starfsfólks (umsjónarkennara eða annars aðila) þarf að koma fram:
  • Almenn umögn um náms- og þroskastöðu nemenda, m.a. hæfni út frá viðmiðum sem gilda um jafnaldra.
  • Upplýsingar um félagslega stöðu innan nemendahópsins.
  • Upplýsingar um félagslega stöðu og samskipti við börn og fullorðna.

Umsögn er ráðgefandi. Ákvörðun um flýtingu liggur endanlega hjá skólastjóra sem svara foreldrum innan tveggja mánaða frá því beiðni berst.

Ef skólastjóri samþykkir flýtingu er það að því tilskyldu að nemandinn nái hæfniviðmiðum aðalnámskrár við lok 10. bekkjar. Skólastjóri svarar foreldum skriflega og ítrekar skilyrði um hæfniviðmið og sendir afrit til grunnskóladeildar.

Hyggist skólastjóri synja umsókn um flýtingu skal hann tilkynna foreldrum um fyrirhugaða synjun, ásamt rökstuðningi. Gefa skal foreldrum kost á að tjá sig um fyrirhugaða synjun, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Sé ákvörðun tekin um synjun umsóknar, að loknu mati á athugasemdum frá foreldrum/forsjáraðilum, tilkynnir skólastjóri það í bréfi til foreldra/forsjáraðila og leiðbeinir þeim um kæruheimild til menntamálaráðuneytis, sbr. 47. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008. Afrit af bréfi til foreldra/forsjáraðila er sent til grunnskóladeildar.


Engin grein fannst.