Biðlistagreiðslur

Reglur um greiðslurnar má sjá hér. 

Um er að ræða reglur sem gefur foreldrum barna með lögheimili í Garðabæ kost á því að sækja um þátttöku Garðabæjar í kostnaði vegna vistunar barns, þar til því býðst vistun á leikskóla í bænum, enda njóti þeir ekki annarra niðurgreiðslna vegna vistunar barnsins.

Reglur þessar voru samþykktar í því skyni að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þangað til barn fær vistun í leikskóla. Þau börn sem verða orðin 12 mánaða og ekki komin með boð um vistun falla þá undir ofangreindar reglur.

Umsóknir á þjónustugátt Garðabæjar

Umsóknir um greiðslur til forráðamanna vegna barna 12 mánaða og eldri á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ eru rafrænar inni á Þjónustugátt Garðabæjar (undir umsóknir og leikskólar)

  • Ef barn sem er orðið 12 mánaða og eldri er ekki byrjað í leikskóla en búið að fá úthlutað plássi er hægt að sækja um greiðslur þar til barnið byrjar í aðlögun á leikskólanum, t.d. ef barn sem er 12 mánaða í júní 2022 byrjar í aðlögun í ágúst 2022 er hægt að sækja um greiðslur. 
  • Miðað er við mánuðinn sem barnið er fætt þannig að barn fætt t.d. 27. júní 2021 getur sótt um greiðslur fyrir júní mánuð 2022 ef barnið er ekki byrjað í leikskóla. 
  • Greiðsla kemur til útborgunar fyrsta virkan dag hvers mánaðar og greiðist eftirá fyrir nýliðinn mánuð.
  • Greiðslur miðast við almenna niðurgreiðslu hjá dagforeldrum fyrir átta stunda vistun sem er kr. 90.269 á mánuði en greiðslur falla niður þegar barni býðst leikskóladvöl í Garðabæ.
  • Ef barn er með niðurgreiðslur frá Garðabæ vegna vistunar hjá dagforeldri er ekki hægt að sækja um biðlistagreiðslurnar.


Engin grein fannst.