Rammaskipulag

Með gerð rammaskipulags eru lagðar meginlínur í skipulagi svæða eða bæjarhluta.  Þar kemur fram stefnumörkun sveitarfélagsins fyrir áframhaldandi deiliskipulagsvinnu.  

Rammahluti aðalskipulags er sá hluti aðalskipulags þar sem útfærð eru ákveðin afmörkuð svæði sveitarfélagsins með það að markmiði að ákvarða nánar landnotkun, svo sem um meginþætti þjónustukerfa og að afmarka byggingarsvæði eða áfanga deiliskipulagsáætlana.

Rammahluti aðalskipulags er nánari útfærsla á stefnu aðalskipulags og ekki sérstök skipulagsáætlun.

Heimilt er að útfæra nánar stefnu aðalskipulags fyrir afmarkað svæði í rammahluta aðalskipulags í þeim tilgangi að gefa ítarlegri leiðsögn fyrir mótun deiliskipulags, þ.m.t. skiptingu svæðisins í deiliskipulagsreiti og áfangaskiptingu þeirra.

Viðfangsefni rammahluta eru þau sömu og í aðalskipulagi eftir því sem við getur átt fyrir það svæði sem rammahlutinn nær til en með nákvæmari ákvæðum svo sem um landnotkun, meginþætti þjónustukjarna, gerð húsnæðis, skiptingu á milli mismunandi tegunda íbúða, yfirbragð byggðar, umferðarskipulag og fyrirkomulag almenningsrýma, blöndun íbúða og annarrar landnotkunar. Gera þarf grein fyrir því hvort gerð rammahluta og breytingar á honum, hafi áhrif utan þess svæðis sem hann tekur til, svo sem á samgöngur, veitur og landnotkun.

Um rammahluta gildir sama málsmeðferð og um aðalskipulag, þ.m.t. breytingar á rammahluta.


Skjamynd-2025-01-29-104613

Rammaskipulag fyrir byggð í Garðabæ hefur verið unnið fyrir:

Rammahluti aðalskipulags hefur lögformlegt gildi og gildir sama málsmeðferð og um aðalskipulag.