Vinnuskóli Garðabæjar

Upplýsingar fyrir Vinnuskólann sumarið 2024

 

IMG_0044

Aldur:

Vinnuskólinn er fyrir 14 - 16 ára ungmenni (fædd árin 2010, 2009 og 2008).


Skráning:

Forráðamenn þurfa að skrá unglinginn sinn í Vinnuskólann. Skráningin fer fram á ráðningarvef Garðabæjar hér:   https://starf.gardabaer.is/rcf3/Default.aspx
Athugið að við skráningu þarf nemandi að eiga bankareikning sem stofnaður er á kennitölu hans.
Vakin er athygli á að árið sem 16 ára aldri er náð verður skattskylda eins og hjá fullorðnum og þarf launþegi að ráðstafa persónuafslætti til vinnuveitanda. Ráðstöfun persónuafsláttar er á ábyrgð launþega. Upplýsingar um hvernig ráðstafa eigi persónuafslætti verða sendar með tölvupósti. Einnig má finna þær hér: https://www.gardabaer.is/stjornsysla/stjornsyslan/fyrir-starfsfolk/

Dagsetningar:

Skólinn hefst mánudaginn 10. júní kl. 8.30 hjá nemendum sem fæddir eru 2008 og 2009 og miðvikudaginn 12. júní hjá þeim sem eru fæddir árið 2010.
Nemendur búsettir á Álftanesi mæta í Félagsmiðstöðina Elítuna.
Aðrir mæta í Garðaskóla, norðurbyggingu.
Áætlaður lokadagur í garðvinnuhópum vinnuskólans er miðvikudaginn 24. júlí.
Ekki er unnið 17. júní né mánudaginn 1. júlí.

Vinnutími:

14 ára (fædd 2010): Mætt er fyrir hádegi fjóra daga í viku, frá kl.8:30 til kl.12. Fimmta dag vikunnar er í boði þátttaka í forvarna- og hópeflisverkefninu Egó. Hópar fá úthlutað í upphafi sumars hvaða vikudag þeir eiga í Egó. Daglegur vinnutími reiknast 3,5 klst. en 2 klst. þegar mætt er í Egó. Samtals 16 tímar á viku.

15-16 ára (fædd árin 2009 og 2008 ): Unnið frá kl.8:30 til 12 og frá kl. 13:00 til 15
Daglegur vinnutími reiknast 5.5 klst. Á föstudögum er stytt hádegi og unnið frá kl. 8.30 til 12 og 12.30-14.30.
Samtals möguleiki á 27,5 klst. vinnu á viku.
Vinnuskólinn áskilur sér rétt til að takmarka frekar vinnutíma ef skráning fer fram úr áætlunum.

Dagskrá:

Almenn störf og áherslur í Vinnuskóla eru garðyrkja, gróðursetning, hirðing á lóðum og opnum svæðum bæjarins og skipulagt tómstundastarf.
Einnig eru í boði nokkur aðstoðarstörf hjá stofnunum og æskulýðsfélögum, s.s. leikskólum, leikjanámskeiðum og námskeiðum skáta o.fl. fyrir þá sem fæddir eru árin 2008 og 2009.
Hægt er að merkja í vali við þessi aðstoðarstörf inni á ráðningarvef Garðabæjar við skráningu. Ofangreindir aðilar fá síðan vallista og fá til sín af honum. Ekki er tryggt að allir fáir það val sem óskað er eftir og gildir þar framboð og eftirspurn.
Athugið að vinnutími unglinga í aðstoðarstörfum hjá félögum er í einhverjum tilvikum aðlagaður að tímasetningu sumarnámskeiða sem sum hver eru fram í ágúst.

Laun:

Allar tölur eru án orlofs:
  • Unglingar 13-14 ára (f.2010) 30% af lfl. 117 kr. 798 pr.klst. 3,5 klst. á dag mán. - fös
  • Unglingar 14-15 ára (f.2009) 40% af lfl. 117 kr. 1.064 pr.klst. 5,5, klst. á dag mán - fös
  • Unglingar 16-16 ára (f.2008) 50% af lfl. 117 kr. 1.330 pr.klst. 5,5, klst. á dag mán. - fös

Launatímabilin eru: 

  • 10. júní – 20. júní
  • 21. júní – 20. júlí
  • 21. júlí – 20. júlí
  • 21.júlí – 20.ágúst 


Netfang: vinnuskolinn@gardabaer.is
Símanúmer:  590-2575