Vinnuskóli Garðabæjar

Vinnuskóli Garðabæjar starfar á sumrin og er fyrir 14-16 ára ungmenni

 

IMG_0044

Mikilvægar dagsetningar fyrir Vinnuskóla Garðabæjar:

 

Skólinn hefst þriðjudaginn 11. júní kl. 8.30 hjá nemendum sem fæddir eru 2003 og 2004 og fimmtudaginn 13. júní hjá þeim sem eru fæddir árið 2005. Nemendur búsettir á Álftanesi mæta í Félagsmiðstöðina Elítuna. Aðrir mæta í Garðaskóla, norðurbyggingu. Áætlaður lokadagur Vinnuskólans er fimmtudaginn 25. júlí.

Upplýsingar fyrir Vinnuskólann sumarið 2019

Símanúmer Vinnuskólans er: 590-2575

 

Tímakaup í Vinnuskólanum:

14 ára 548 kr.   
15 ára 730 kr. 
16 ára 913 kr.

Tímakaupið er án orlofs, sem er 10,17%

 

Skráning:

Forráðamenn þurfa að skrá unglinginn sinn í vinnuskólann. Skráningin fer fram á ráðningarvef Garðabæjar. Athugið að við skráningu þarf nemandi að eiga bankareikning sem stofnaður er á kennitölu hans.

Skráning í Vinnuskólann - hlekkur á Ráðningavef Garðabæjar (ath. farið neðst á síðuna sem opnast þegar smellt er á hlekkinn).