Vinnuskóli Garðabæjar

Vinnuskóli Garðabæjar starfar á sumrin og er fyrir 14-16 ára ungmenni

IMG_0044

Mikilvægar dagsetningar fyrir Vinnuskóla Garðabæjar:

Skólinn hefst þriðjudaginn 11. júní kl. 8.30 hjá nemendum sem fæddir eru 2003 og 2004 og fimmtudaginn 13. júní hjá þeim sem eru fæddir árið 2005. Nemendur búsettir á Álftanesi mæta í Félagsmiðstöðina Elítuna. Aðrir mæta í Garðaskóla, norðurbyggingu. Áætlaður lokadagur Vinnuskólans er fimmtudaginn 25. júlí.

Upplýsingar fyrir Vinnuskólann sumarið 2019

Símanúmer Vinnuskólans er: 820-8572

Skráning:

Forráðamenn þurfa að skrá unglinginn sinn í vinnuskólann. Skráningin fer fram á ráðningarvef Garðabæjar. Athugið að við skráningu þarf nemandi að eiga bankareikning sem stofnaður er á kennitölu hans.

Skráning í Vinnuskólann - hlekkur á Ráðningavef Garðabæjar (ath. farið neðst á síðuna sem opnast þegar smellt er á hlekkinn).

Vinnuleiðbeiningar fyrir sumarstarfsfólk

Garðyrkjudeild, vinnuskóli, áhaldahús og umhverfishópar.

Vinnuleiðbeiningar þessar eru ætlaðar starfsmönnum Garðabæjar sem sinna garðyrkju- og umhverfistengdum verkefnum. Í leiðbeiningunum er farið yfir framkvæmdina, tilgang og verklag. Einnig er framkvæmdinni lýst í þeirri vinnuröð sem ætlast er til að verkið sé unnið. Verkfæri, tæki og efni sem nota skal við vinnuna eru listuð upp á skýran hátt. Einnig fylgja hverri leiðbeiningu lýsandi myndir vegna verkefnis.

Leiðbeiningarnar eru ekki tæmandi heldur eru um að ræða stuttar lýsingar þar sem aðalatriði eru dregin saman. Komi upp vafaatriði eða ef hlutir koma ekki nægilega skýrt fram í leiðbeiningum skal ávallt leita til verkstjóra.

Vinnuleiðbeiningar fyrir sumarstarfsfólk - gefið út árið 2015 af EFLU hf. fyrir Garðabæ (uppfært maí 2017) (38 MB)