Garðakortið - aðgöngukort í sundlaugar
Garðakort
Gestir sundlauganna í Garðabæ geta afgreitt sig sjálfir með Garðakortinu. Það eru 2 tegundir af Garðakortum - stafrænt kort sem fer í síma og eldri gerð plastkorta. Til þess að kaupa kort í símann er farið á gardakort.is, aðgangur sem kaupa á valinn og greitt fyrir með greiðslukorti. Síminn er svo borinn upp að séstökum skanna til þess að fá aðgang að sundlauginni. Plastkortin eru á hinn bóginn keypt í afgreiðslum sundlauganna og þar er einnig hægt að fylla á þau. Plastkortið er á stærð við krítarkort. Báðar tegundir korta eru gefin út á tiltekinn einstakling og eiga einungis að vera notuð af þeim einstaklingi. Við komu í sund er annað hvort síminn eða plastkortið lagt að skanna sem gefur grænt ljós ef inneign er fyrir hendi en annars kemur rautt ljós.
Umsóknir
Sótt er um stafrænu kortin á vefsíðunni gardakort.is og plastkortið í afgreiðslu Ásgarðs eða Álftaneslaugar. Stofnkostnaður fyrir plastkort er kr. 800, en enginn stofnkostnaður er fyrir stafræn kort. Öll árskort eru gefin út á nafn og kennitölu sem prentað er á kortið.
Þeir sem kaupa 10 miða plastkort og GARÐAKORTIÐ í fyrsta skipti fá einn frímiða í sund í kaupbæti.
Gjaldfrjáls aðgangur
Þeir sem hafa gjaldfrjálsan aðgang í sund vegna aldurs, þ.e. börn 17 ára og yngri og eldri borgarar frá 67 ára aldri, verða að
sækja sér árskort, annað hvort stafrænt eða plastkort til að fá aðgang að sundlaugunum. Stofnkostnaður á plastkortum er
kr. 800,- sem greiðist aðeins í fyrsta skipti og ef kort glatast og þarfnast
endurnýjunar. Enginn stofnkostnaður er á stafrænu kortunum. Þessir aldurshópar fá ársmiða inn á sín kort endurgjaldslaust áfram sem
hingað til. Slík persónugerð kort erfast ekki til annarra. Aðrir hópar sem fá gjaldfrjálst í sund, t.d. öryrkjar geta nú einnig fengið stafræn kort eftir að hafa skráð sig hjá afgreiðslu sundlauganna.
Afhending korta
Ný plastkort eru afhent vikulega, í fyrsta lagi síðdegis á föstudögum hafi verið
sótt um þau á miðvikudeginum í sömu viku.