Garðakortið - aðgöngukort í sundlaugar

Garðakort

Gestir sundlauganna í Garðabæ geta afgreitt sig sjálfir með GARÐAKORTINU. Kortið er á stærð við krítarkort og er útgefið af Garðabæ í samstarfi við Curron ehf. Hver korthafi kaupir þá sundmiða eða aðgang sem hann/hún vill og þá er inneign hlaðið inn á kortið. Kortin eru gefin út á tiltekinn einstakling. Við komu í sund er kortið lagt að skanna sem gefur grænt ljós ef inneign er fyrir hendi en annars rautt.

Umsóknir

Sótt er um GARÐAKORTIÐ í afgreiðslu Ásgarðs eða Álftaneslaugar. Stofnkostnaður er kr. 800,-. Öll ný árskort og endurnýjun árskorta ásamt aðgangi að Gym Heilsu á Álftanesi er á GARÐAKORTI.
Öll árskort eru gefin út á nafn og kennitölu sem prentað er á kortið.

Þeir sem kaupa 10 miða kort og GARÐAKORTIÐ í fyrsta skipti fá einn frímiða í sund í kaupbæti.

Eldri borgarar og öryrkjar

Þeir sem hafa gjaldfrjálsan aðgang s.s. eldri borgarar og öryrkjar verða að sækja um og hafa Garðakortið til að fá aðgang að sundlaug. Stofnkostnaður er kr. 800,- sem greiðist aðeins í fyrsta skipti og ef kort glatast og þarfnast endurnýjunar. Þessir hópar fá ársmiða inn á sín kort endurgjaldslaust áfram sem hingað til. Slík persónugerð kort erfast ekki til annarra.

Afhending korta

Ný kort eru afhent vikulega, í fyrsta lagi síðdegis á föstudögum hafi verið sótt um þau á miðvikudeginum í sömu viku.

Skilmálar Garðabæjar vegna Garðakorts

Engin grein fannst.