Félög og samtök í Garðabæ
Forsvarsmenn félaga og samtaka í Garðabæ eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna um breytingar á starfsemi og vefföngum félaga í netfangið gardabaer@gardabaer.is.
Efnisyfirlit
- AA-samtökin
- Byggingarfélag eldri íbúa í Garðabæ
- Félag eldri borgara á Álftanesi (Febá)
- Félag eldri borgara í Garðabæ
- Félag um sögu Bessastaðaskóla
- Gideonfélagið á Íslandi
- Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
- Golfklúbbur Oddfellowa og Golfklúbburinn Oddur
- Golfklúbbur Álftaness
- Golfklúbburinn Setberg
- Gróska
- Hestamannafélagið Sóti
- Hjálparsveit skáta, Garðabæ
- Inner Wheel klúbburinn Görðum
- KFUM & K
- Kiwanisklúbburinn Setberg
- Klifið
- Kór eldri borgara í Garðabæ
- Kór Vídalínskirkju
- Kvenfélag Álftaness
- Kvenfélag Garðabæjar
- Kvennakór Garðabæjar
- Lionsklúbburinn Eik
- Lionsklúbbur Garðabæjar
- Lionsklúbburinn Seyla - Álftanesi
- Norræna félagið í Garðabæ
- Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ
- Rótarýklúbburinn Görðum
- Rotarýklúbburnn Hof-Garðabær
- Sinawikklúbbur Garðabæjar
- Skátafélagið Svanir
- Skátafélagið Vífill
- Skógræktarfélag Garðabæjar
- Soroptimistaklúbbur Hafnarfjarðar og Garðabæjar
- Taflfélag Garðabæjar
- Ungmennafélag Álftaness
- Ungmennafélagið Stjarnan
- Æskulýðsfélag Garðakirkju
AA-samtökin
Alþjóðlegur félagsskapur karla og kvenna, sem veita gagnkvæma hjálp til að lifa lífinu án áfengis og miðla öðrum, sem eiga við drykkjuvandamál að stríða, fúslega af reynslu sinni.
Fundir eru allt árið í Kirkjuhvoli
fimmtudaga kl. 20:00 og fimmtudaga kl. 21:00.
Opnir fjölskyldufundir eru föstudaga kl. 21:00.
Skrifstofa samtakanna,
Tjarnargötu 20 í Reykjavík,
opin:mánudaga - föstudaga kl. 13:00 - 17:00,
sími 551 2010.
Símavakt er mánudaga - föstudaga kl. 13:00 - 20:00 og um helgar kl. 17:00 - 20:00
sími 551 6373.
http://www.aa.is/
Byggingarfélag eldri íbúa í Garðabæ
Hefur staðið fyrir framkvæmdum við 43 íbúðir í fjölbýlishúsum við Kirkjulund og Garðatorg.
Félag eldri borgara á Álftanesi (Febá)
Félag eldri borgara í Garðabæ
Hlutverk þess að vinna að hagsmunamálum eldra fólks á sem víðtækustu sviðum. Á meðal þeirra eru húsnæðismál, tómstundastörf, íþróttir og útivist og lög og reglugerðir er varða málefni aldraðra.
Rétt til aðildar að félaginu eiga þeir sem náð hafa 60 ára aldri, eða eftirlaunaaldri sé hann fyrr, og einnig makar félagsmanna þó yngri séu.
Félag eldri borgara er með aðstöðu í Jónshúsi, Strikinu 6.
Vefsíða: http://febg.is/
Félag um sögu Bessastaðaskóla
Gideonfélagið á Íslandi
Félag kristinna verslunar- og sérmenntaðra manna og vinnur að markmiðum sínum með dreifingu á Biblíunni og einstökum ritum hennar. Á vegum félagsins fá tíu ára skólabörn og fólk í hjúkrunarstétt afhent Nýja testamentið og Davíðssálma. Félagið hefur starfað frá árinu 1945.
Félagsfundir eru á sunnudögum einu sinni í mánuði, kl. 09:00 á heimilum félagsmanna.
Talsmaður Garðbæinga er Kári Geirlaugsson
Sími 565 8035
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Golfklúbbur Oddfellowa og Golfklúbburinn Oddur
Golfklúbbur Álftaness
http://mitt.golf.is/pages/klubbar/klubbasida/
Golfklúbburinn Setberg
Klúbburinn er öllum opinn og á hann aðild að Golfsambandi Íslands. Golfvöllur klúbbsins, norðvestan við Urriðavatn var vígður þann 23. júní 1995 og var þá golfskáli tekinn í notkun.
Upplýsingar eru veittar í golfskálanum, sími 565 5690.
Formaður er Högni Friðþjófsson, sími 555 3552.
Gróska
Gróska er heitið á samtökum myndlistarmanna og áhugamanna um myndlist í Garðabæ og Álftanesi. Gróska er með félagsaðstöðu að Garðatorgi 1, þar sem jafnframt er sýningarsalur á þeirra vegum. Félagar í Grósku eru yfir 80 talsins. Aðalmarkmið samtakanna er að efla veg myndlistar í Garðabæ og á Álftanesi.
Gróska hefur undanfarin ár haldið vorsýningu á Garðatorgi, staðið fyrir Jónsmessugleði í júní auk fjölmargra annarra viðburða.
Gróska er með upplýsingasíðu á facebook.
Hestamannafélagið Sóti
Hjálparsveit skáta, Garðabæ
Inner Wheel klúbburinn Görðum
Starfar í Garðabæ og Bessastaðahreppi. Markmið klúbbsins eru að auka sanna vináttu, efla mannleg samskipti og auka alþjóðlegan skilning. Klúbburinn er aðili að alþjóðahreyfingu Inner Wheel.
Fundir eru í september - apríl (þó ekki í desember), á Hótel Loftleiðum síðasta miðvikudag í mánuði.
KFUM & K
Eru æskulýðsfélög og eru markmið þeirra að boða kristna trú og standa vörð um kristin lífsviðhorf auk hollrar tómstundaiðju.
Félögin vilja aðstoða foreldra og aðra uppalendur við hið kristna uppeldi barnanna og eru þau þannig liður í skírnarfræðslu þjóðkirkjunnar. Starf félaganna fer meðal annars fram á fundum, þar sem auk hinnar kristnu boðunar eru leikir, söngur, myndasýningar, ýmsir fræðsluþættir og margt fleira.
Fundir eru í Kirkjuhvoli mánudaga kl. 17:30 fyrir drengi 9 - 12 ára og þriðjudaga kl. 17:30 fyrir stúlkur 9 - 12 ára.
Talsmenn félaganna eru Anna Hugadóttir sími 565 6117 og Kári Geirlaugsson, sími 565 8035
veffang www.kfum.is/
Kiwanisklúbburinn Setberg
Starfar undir kjörorðinu "Við byggjum betra líf", og vinnur að því markmiði meðal annars með félagsstarfi í þágu aldraðra, ýmsum styrk- og verðlaunaveitingum, gróðursetningarstarfi og þátttöku í átaki Kiwanishreyfingarinnar við uppbyggingu endurhæfingarheimilis fyrir geðsjúka.
Fundir eru í Kiwanishúsinu
að jafnaði annan hvern fimmtudag kl. 20:00.
Kiwanishúsið er við Faxatún
sími 565 8383.
Klifið
Klifið er fræðslusetur fyrir Garðbæinga og aðra áhugasama um nám alla ævi. Markmið Klifsins er að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi námskeið fyrir börn jafnt sem fullorðna sem auðga líf fólks. Námskeiðin eru fyrir alla, óháð menntun.
Kór eldri borgara í Garðabæ
Æfingar eru:
Á þriðjudögum kl. 16.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Kór Vídalínskirkju
Kórinn syngur við kirkjulegar athafnir í Vídalíns- og Garðakirkju og hefur komið fram á aðventukvöldi, á tónleikum heima og erlendis og við ýmis önnur tækifæri. Í kórnum hafa verið um 20 félagar en gert er ráð fyrir að fjölga þeim.
Æfingar eru í Safnaðarheimili Vídalínskirkju
Kirkjuhvoli
miðvikudaga kl. 20:00.
Formaður er Gísli B. Ívarsson. Símar 554 7055 og 8996075
Kórstjóri er Jóhann Baldvinsson
Kvenfélag Álftaness
Starfar að eflingu félagslegs starfs kvenna á Álftanesi og öðrum velferðarmálum. Félagsstarfið felst m.a. í mánaðarlegum félagsfundum frá október fram í maí, og í árlegum viðburðum, svo sem Græna markaðinum og 17. júní kaffinu. Félagið styður dyggilega við Líknarsjóð Álftaness, m.a. með árlegu kirkjukaffi í október.
Fundir kvenfélagsins fara að jafnaði fram í Hátíðarsalnum (3. Hæð íþróttahússins) fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 19:30. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins.
Facebook síða Kvenfélagsins
kvenfelagalftaness@gmail.com
Kvenfélag Garðabæjar
Kvennakór Garðabæjar
Lionsklúbburinn Eik
Starfar að líknar- og menningarmálum og felst þróttmikið félagsstarf meðal annars í fundum, skemmtikvöldum, útivistarferðum og ýmsum störfum í fjáröflunarskyni. Á meðal verkefna má nefna ýmis tæki og búnað sem gefin hafa verið til Heilsugæslunnar, skólanna og íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs, stuðningur við unglingastarf og störf við félagsstarf aldraðra í bænum.
Póstfang Lionsklúbburinn Eik, Póshólf 266, 212 Garðabæ.
Lionsklúbbur Garðabæjar
Starfar að líknarmálum og öðrum velferðarmálum, og er styrktarfjár meðal annars aflað með sölu á perum, sælgæti, húsdýraáburði og fleiru. Klúbburinn hefur meðal annars gefið lækningatæki til Heilsugæslunnar, styrkt Hjálparsveit skáta til tækjakaupa, lagt til heita potta við sundlaug bæjarins og lagt fé til vistrýmis að Hrafnistu í Hafnarfirði.
Fundir eru í september - maí
í Garðaholti
annan og fjórða þriðjudag í mánuði, kl. 19:30.
Lionsklúbburinn Seyla - Álftanesi
Starfar að líknar- og menningarmálum. Félagsstarfið felst m.a. í fundum, skemmtikvöldum og öðru starfi í fjáröflunarskyni. Fundir eru haldnir á tímabilinu september til maí, annan fimmtudag í hverjum mánuði kl. 19.00. Fundirnir fara fram í Haukshúsum.
Facebook síða Lionsklúbbsins Seylu
Norræna félagið í Garðabæ
Vinnur að samstarfi norrænna og norðlægra þjóða, einkum á sviði félags- og menningarmála. Aðilar að félaginu geta orðið jafnt einstaklingar, skólar, félög sem fyrirtæki. Félagið aðstoðar og veitir upplýsingar um hvaðeina, sem varðar norrænt samstarf.
Norræna félagið tekur þátt í vinabæjamótum sem eru haldin annað hvert ár. Sjá nánar um vinabæjasamstarf í Garðabæ.
http://www.norden.is/felagsdeildir/59-gardabaer/
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ
Fundir eru að jafnaði einu sinni í mánuði á vetrum.
Deild Hafnarfjarðar og Garðabæ á vef Rauða krossins
Rótarýklúbburinn Görðum
http://www.gordum.vefurinn.is/
Rotarýklúbburnn Hof-Garðabær
http://www.rotary.is/rotaryklubbar/island/hof/
Sinawikklúbbur Garðabæjar
Klúbbur eiginkvenna Kiwanismanna í Garðabæ. Klúbburinn hefur tekið virkan þátt í verkefnum þeirra á sviði líknarmála og einnig veitt nokkra styrki til þeirra sem minna mega sín í bæjarfélaginu. Fyrir jól hafa konurnar einnig heimsótt fjölfötluð börn í bænum.
Fundir eru í Kiwanishúsinu
fyrsta mánudag í mánuði, kl. 20:00.
Kiwanishúsið er við Faxatún, sími 565 8383.
Skátafélagið Svanir
Facebook síða Skátafélagsins Svanir
Skátafélagið Vífill
Skógræktarfélag Garðabæjar
Vinnur að skógrækt og trjárækt ofan byggðar og stuðlar að góðri umgengni á útivistarsvæðum.
Soroptimistaklúbbur Hafnarfjarðar og Garðabæjar
Klúbburinn tilheyrir Alþjóðasambandi soroptimista, en það eru samtök starfsgreindra þjónustuklúbba sem ná yfir alla heimsbyggðina. Höfuðmarkmið soroptimista er að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi. Hér á landi hafa samtökin starfað frá árinu 1959 og eru klúbbarnir átján talsins og dreifast víðs vegar um landið.
Fundir eru fyrsta mánudag í mánuði.
Taflfélag Garðabæjar
Ungmennafélag Álftaness
Ungmennafélagið Stjarnan
Æskulýðsfélag Garðakirkju
Félag fyrir ungmenni á aldrinum 13 - 16 ára. Félagið var stofnað 12. janúar 1967 og eru markmið þess að virkja ungt fólk til þátttöku í safnaðarstarfi, bjóða upp á skemmtiefni og boða kristna trú. Félagið tekur þátt í æskulýðsmótum og farið er í ferðalög.
Fundir eru í Kirkjuhvoli á vetrum,
þriðjudaga kl. 19:30 fyrir yngri deild og sunnudaga kl. 20:00 fyrir eldri deild.
Upplýsingar um félagið eru veittar á
skrifstofu Garðasóknar í Kirkjuhvoli,
mánudaga - fimmtudaga, kl. 13:00 - 17:00,
sími 565 6380.